Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 73-82 | Valur batt enda á sigurgöngu Hauka Andri Már Eggertsson skrifar 6. febrúar 2022 21:10 vísir/bára Valur batt enda á fjögurra leikja sigurgöngu Hauka í Subway-deild kvenna. Staðan var jöfn í hálfleik en Valur gekk á lagið í þriðja leikhluta og vann á endanum níu stiga sigur 73-82. Valur byrjaði leikinn betur og náði góðum takti strax á fyrstu mínútu. Haukar áttu í vandræðum með hreyfanlega vörn Vals og skoruðu heimakonur aðeins eina körfu úr opnum leik á fyrstu fjórum mínútum leiksins. Valur var þá með sex stiga forystu. Haukar fundu sig betur þegar leið á fyrsta fjórðung. Haukar klikkuðu á fyrstu fimm þriggja stiga skotunum en enduðu leikhlutann á að setja tvær þriggja stiga körfur í röð. Valur var fjórum stigum yfir þegar 1. leikhluta lauk 16-20. Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn og fengu bæði lið afar gott framlag frá varamannabekknum. Í fyrri hálfleik fengu Haukar sextán stig af bekknum og Valur fékk tólf stig af bekknum. Haukar stigu á bensíngjöfina í öðru leikhluta en Valur gaf ekki eftir þar sem Hallveig Jónsdóttir var allt í öllu sóknarlega. Hallveig skoraði 15 stig í fyrri hálfleik. Það var allt jafnt eftir tuttugu mínútur og hálfleikstölur 38-38. Það má segja að Haukar voru sjálfum sér verstar í 3. leikhluta. Heimakonur fóru afar illa með skotin sín og fengu þær töluvert af góðum tækifærum þar sem þær gerðu vel í að taka sóknarfráköst en nýttu það illa. Valur gekk á lagið og skilaði góð vörn gestanna sér í körfum á hinum enda vallarins og var staðan orðin 42-51 þegar síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall. Ameryst Alston gerði fyrstu körfuna í fjórða leikhluta og kom Val tíu stigum yfir 50-60. Leikgleði einkenndi Val í fjórða leikhluta. Það var mikil gleði á varamannabekk Vals þar sem öllu var fagnað eins og sigri, hvort sem það var í vörn eða sókn. Það skilaði sér inn á völlinn þar sem Valur var fjórtán stigum yfir 54-68. Valur vann á endanum níu stiga sigur 73-82. Af hverju vann Valur? Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Valur yfir leikinn í þriðja leikhluta. Gestirnir spiluðu töluvert betri vörn sem setti Hauka í alls konar vandræði og hittu heimakonur afar illa. Haukar hittu mjög illa í tæplega 35 mínútur sem hjálpaði þeim ekkert. Hverjar stóðu upp úr? Hallveig Jónsdóttir tók mikið til sín í fyrri hálfleik og skoraði 15 stig. Hallveig endaði leikinn með 21 stig. Ásta Júlía Grímsdóttir hélt uppteknum hætti og var með tvöfalda tvennu. Ásta gerði 17 stig og tók 13 fráköst. Hvað gekk illa? Haukar hittu afar illa nánast allan leikinn. Valur mætti með mikla orku inn í síðari hálfleik sem virtist koma Haukum á óvart þar sem þær voru ekki tilbúnar í þann slag. Helena Sverrisdóttir skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik og var í vandræðum nánast allan leikinn. Hvað gerist næst? Valur fær Keflavík í heimsókn næsta miðvikudag klukkan 20:15. Á sama degi mætast Grindavík og Haukar í HS Orku-höllinni klukkan 18:15. Bjarni: Varð fyrir vonbrigðum hvernig við spiluðum í seinni hálfleik Bjarni MagnússonVísir/Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Valur mætti til leiks með það hugarfar að þær ætluðu sér sigur. Mér fannst við kærulausar í þriðja leikhluta og Valur átti sigurinn skilið,“ sagði Bjarni svekktur eftir leik. Haukar fóru illa með tækifærin sín í þriðja leikhluta sem hjálpaði ekki liðinu þar sem Valur refsaði nánast eftir hvert skot sem Haukar hittu ekki úr. „Við hittum illa í leiknum. Mér fannst við samt eiga að gera betur varnarlega, við lögðum upp nokkur atriði sem gengu ekki upp. Valur ýtti okkur úr því sem við vildum gera og við brugðumst ekki vel við því.“ „Það var jafnt í hálfleik en hvernig við mættum inn í síðari hálfleik var ég fyrir vonbrigðum með. Það vantaði svo mikið upp á hjá mínu liði. Subway-deild kvenna Haukar Valur
Valur batt enda á fjögurra leikja sigurgöngu Hauka í Subway-deild kvenna. Staðan var jöfn í hálfleik en Valur gekk á lagið í þriðja leikhluta og vann á endanum níu stiga sigur 73-82. Valur byrjaði leikinn betur og náði góðum takti strax á fyrstu mínútu. Haukar áttu í vandræðum með hreyfanlega vörn Vals og skoruðu heimakonur aðeins eina körfu úr opnum leik á fyrstu fjórum mínútum leiksins. Valur var þá með sex stiga forystu. Haukar fundu sig betur þegar leið á fyrsta fjórðung. Haukar klikkuðu á fyrstu fimm þriggja stiga skotunum en enduðu leikhlutann á að setja tvær þriggja stiga körfur í röð. Valur var fjórum stigum yfir þegar 1. leikhluta lauk 16-20. Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn og fengu bæði lið afar gott framlag frá varamannabekknum. Í fyrri hálfleik fengu Haukar sextán stig af bekknum og Valur fékk tólf stig af bekknum. Haukar stigu á bensíngjöfina í öðru leikhluta en Valur gaf ekki eftir þar sem Hallveig Jónsdóttir var allt í öllu sóknarlega. Hallveig skoraði 15 stig í fyrri hálfleik. Það var allt jafnt eftir tuttugu mínútur og hálfleikstölur 38-38. Það má segja að Haukar voru sjálfum sér verstar í 3. leikhluta. Heimakonur fóru afar illa með skotin sín og fengu þær töluvert af góðum tækifærum þar sem þær gerðu vel í að taka sóknarfráköst en nýttu það illa. Valur gekk á lagið og skilaði góð vörn gestanna sér í körfum á hinum enda vallarins og var staðan orðin 42-51 þegar síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall. Ameryst Alston gerði fyrstu körfuna í fjórða leikhluta og kom Val tíu stigum yfir 50-60. Leikgleði einkenndi Val í fjórða leikhluta. Það var mikil gleði á varamannabekk Vals þar sem öllu var fagnað eins og sigri, hvort sem það var í vörn eða sókn. Það skilaði sér inn á völlinn þar sem Valur var fjórtán stigum yfir 54-68. Valur vann á endanum níu stiga sigur 73-82. Af hverju vann Valur? Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Valur yfir leikinn í þriðja leikhluta. Gestirnir spiluðu töluvert betri vörn sem setti Hauka í alls konar vandræði og hittu heimakonur afar illa. Haukar hittu mjög illa í tæplega 35 mínútur sem hjálpaði þeim ekkert. Hverjar stóðu upp úr? Hallveig Jónsdóttir tók mikið til sín í fyrri hálfleik og skoraði 15 stig. Hallveig endaði leikinn með 21 stig. Ásta Júlía Grímsdóttir hélt uppteknum hætti og var með tvöfalda tvennu. Ásta gerði 17 stig og tók 13 fráköst. Hvað gekk illa? Haukar hittu afar illa nánast allan leikinn. Valur mætti með mikla orku inn í síðari hálfleik sem virtist koma Haukum á óvart þar sem þær voru ekki tilbúnar í þann slag. Helena Sverrisdóttir skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik og var í vandræðum nánast allan leikinn. Hvað gerist næst? Valur fær Keflavík í heimsókn næsta miðvikudag klukkan 20:15. Á sama degi mætast Grindavík og Haukar í HS Orku-höllinni klukkan 18:15. Bjarni: Varð fyrir vonbrigðum hvernig við spiluðum í seinni hálfleik Bjarni MagnússonVísir/Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Valur mætti til leiks með það hugarfar að þær ætluðu sér sigur. Mér fannst við kærulausar í þriðja leikhluta og Valur átti sigurinn skilið,“ sagði Bjarni svekktur eftir leik. Haukar fóru illa með tækifærin sín í þriðja leikhluta sem hjálpaði ekki liðinu þar sem Valur refsaði nánast eftir hvert skot sem Haukar hittu ekki úr. „Við hittum illa í leiknum. Mér fannst við samt eiga að gera betur varnarlega, við lögðum upp nokkur atriði sem gengu ekki upp. Valur ýtti okkur úr því sem við vildum gera og við brugðumst ekki vel við því.“ „Það var jafnt í hálfleik en hvernig við mættum inn í síðari hálfleik var ég fyrir vonbrigðum með. Það vantaði svo mikið upp á hjá mínu liði.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum