Auglýsingatekjur fjölmiðla drógust saman um sextán prósent Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2022 13:40 Hagstofan telur að fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga árið 2020 hafi runnið til erlendra aðila. Vísir/Vilhelm Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands sem telur þessa þróun auglýsingatekna tengjast áhrifum kórónuveirufaraldursins. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2020 námu 25,1 milljarði króna. Þar af voru tekjur af notendum 15,8 milljarðar króna og af auglýsingum og kostun 9,3 milljarðar króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla hafa rýrnað um 4% frá árinu 2015. Tekjur af auglýsingum og kostun hafa dregist saman um fjórðung á sama tíma og notendatekjur, þar á meðal áskriftartekjur, hafa vaxið um 14%. Um fjörutíu prósent af auglýsingatekjum úr landi Að sögn Hagstofunnar tóku fimm stærstu aðilarnir á íslenskum fjölmiðlamarkaði til sín 89% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2020. Fjórðungur teknanna fór til RÚV, þar af tæpur þriðjungur notendagjaldanna og 17% auglýsingatekna. Þegar einungis er miðað við einkarekna fjölmiðla þá runnu 87% teknanna til fimm rekstraraðila, þar af 93% notendagjalda og 79% auglýsingatekna Greiðslur til erlendra aðila vegna auglýsingabirtinga drógust saman í fyrsta sinn árið 2020 eftir stöðuga aukningu um árabil. Gerir Hagstofan ráð fyrir að hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga hafi runnið til erlendra aðila. Árið 2020 féllu 45% af fjölmiðlatekjum til sjónvarps og um 14% til dag- og vikublaða. Hlutdeild hljóðvarps í tekjum fjölmiðla nam 11%, vefmiðla 6% og tímarita 3%. Að sögn Hagstofunnar drógust auglýsingagreiðslur til erlendra aðila saman um 16% árið 2020 og kemur í kjölfar samfelldrar og stórstíga aukningu á hlutdeild erlendra aðila í auglýsingatekjum. „Hafa verður hugfast að talsverður hluti þess fjár sem greiddur var til erlendra aðila er vegna auglýsinga sem beint er að erlendum neytendum, ekki síst í tengslum við ferðamennsku, og getur því ekki reiknast alfarið sem tekjutap innlendra fjölmiðla. Engar upplýsingar eru tiltækar um slíka skiptingu.“ Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að umtalsverður hluti þeirra greiðslna sem varið er vegna birtingar auglýsinga í erlendum miðlum renni til Facebook og Google sem á einnig Youtube. Upplýsingar um greiðslukortaviðskipti vegna auglýsinga og skyldrar starfsemi sýna að um og yfir níu af hverjum tíu krónum hafa undanfarin ár runnið til þessara tveggja aðila. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Google Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands sem telur þessa þróun auglýsingatekna tengjast áhrifum kórónuveirufaraldursins. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2020 námu 25,1 milljarði króna. Þar af voru tekjur af notendum 15,8 milljarðar króna og af auglýsingum og kostun 9,3 milljarðar króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla hafa rýrnað um 4% frá árinu 2015. Tekjur af auglýsingum og kostun hafa dregist saman um fjórðung á sama tíma og notendatekjur, þar á meðal áskriftartekjur, hafa vaxið um 14%. Um fjörutíu prósent af auglýsingatekjum úr landi Að sögn Hagstofunnar tóku fimm stærstu aðilarnir á íslenskum fjölmiðlamarkaði til sín 89% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2020. Fjórðungur teknanna fór til RÚV, þar af tæpur þriðjungur notendagjaldanna og 17% auglýsingatekna. Þegar einungis er miðað við einkarekna fjölmiðla þá runnu 87% teknanna til fimm rekstraraðila, þar af 93% notendagjalda og 79% auglýsingatekna Greiðslur til erlendra aðila vegna auglýsingabirtinga drógust saman í fyrsta sinn árið 2020 eftir stöðuga aukningu um árabil. Gerir Hagstofan ráð fyrir að hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga hafi runnið til erlendra aðila. Árið 2020 féllu 45% af fjölmiðlatekjum til sjónvarps og um 14% til dag- og vikublaða. Hlutdeild hljóðvarps í tekjum fjölmiðla nam 11%, vefmiðla 6% og tímarita 3%. Að sögn Hagstofunnar drógust auglýsingagreiðslur til erlendra aðila saman um 16% árið 2020 og kemur í kjölfar samfelldrar og stórstíga aukningu á hlutdeild erlendra aðila í auglýsingatekjum. „Hafa verður hugfast að talsverður hluti þess fjár sem greiddur var til erlendra aðila er vegna auglýsinga sem beint er að erlendum neytendum, ekki síst í tengslum við ferðamennsku, og getur því ekki reiknast alfarið sem tekjutap innlendra fjölmiðla. Engar upplýsingar eru tiltækar um slíka skiptingu.“ Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að umtalsverður hluti þeirra greiðslna sem varið er vegna birtingar auglýsinga í erlendum miðlum renni til Facebook og Google sem á einnig Youtube. Upplýsingar um greiðslukortaviðskipti vegna auglýsinga og skyldrar starfsemi sýna að um og yfir níu af hverjum tíu krónum hafa undanfarin ár runnið til þessara tveggja aðila.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Google Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira