Fasteignasali metur jarðirnar 70 milljón krónum verðmætari en FSRE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2022 08:26 Ágúst greindi frá því á dögunum að hann hygðist ekki sækjast eftir því að sinna áfram störfum sveitarstjóra eftir kosningarnar í vor. Jarðirnar Eystri-Kirkjubær og Vestri-Kirkjubær hafa verið metnar á 171 milljón króna af fasteignasala. Ríkiskaup höfðu metið jarðirnar á 105 milljónir króna árið 2019, þegar Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, óskaði fyrst eftir því að fá að kaupa þær. Samkvæmt svörum frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum er málið nú í skoðun, meðal annars hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þess ber að geta að verðmat fasteignasalans er unnið að beiðni FSRE og er hefðbundin þáttur í sölu eigna ríkisins til almennra borgara. Í fasteignamatinu kemur fram að á jörðunum, sem eru samliggjandi, séu fasteignir sem séu í eigu Ágústs og því ekki undir í matinu. Ágúst hefur ekki verið búsettur á Kirkjubæ en FSRE telur hann engu að síður uppfylla lagaskilyrði til að kaupa þær á grundvelli ákvæða um ábúðarkaup sem er að finna í jarðarlögum. Fjölskylda hans hefur stundað hrossarækt á Eystri-Kirkjubæ í áratugi. Almennt hektaraverð metur fasteignasalinn vera 400 þúsund krónur fyrir gróið land og land undir túnum, 220 þúsund krónur fyrir annað gróið land, að hluta votlendi, og 35 þúsund krónur fyrir úthaga, votlendi áreyrar, rýrt land og mela. Jarðirnar eru samtals um það bil 1.540 hektarar að stærð. Á ekki tilkall til Reyðarvatns Vísir greindi frá því í janúar að nokkur kurr væri í mönnum í sveitinni vegna fyrirhugaðra sölu á eignunum til Ágústs, bæði þar sem hann hefði ekki haft fasta búsetu á jörðunum og á þeim forsendum að kaupverðið væri langt undir raunvirði. Þá barst Vísi ábending um það að salan á jörðunum hefði ekki verið borin undir sveitarstjórn, líkt og kveðið er á um í jarðarlögum, heldur byggðarráð. Umræddan fund byggðarráðs sátu Ágúst og tveir samflokksmenn hans og einn fulltrúi minnihlutans. Ágúst vék hins vegar af fundi á meðan fjallað var um söluna og þá var samþykki byggðarráðs síðar staðfest af sveitarstjórn. Í fyrirspurnum Vísis til FSRE var einnig spurt um skráningu í lögbýlaskrá þar sem segir að eigendur jarðarinnar Reyðarvatns, sem er einnig í Rangárþingi ytra, séu ríkissjóður og „ábúandi Kirkjubæjar“. Í svari FSRE segir meðal annars: „Ríkisjörðin Reyðarvatn, L164544, er ekki hluti af byggingarbréfi ábúanda Kirkjubæjarjarðanna (Ágústs). Ábúandi Kirkjubæjar (Ágúst) á ekki kauprétt að jörðinni Reyðarvatni. Þessi skráning í lögbýlisskránni byggir á skráningu hjá sýslumanni. Ástæðan er þinglýst samkomulag frá 1962 um uppskiptingu á landi. Búið er að ganga frá þessari landsskiptingu með afmörkun á Kirkjubæjarjörðunum í mars 2020, en samkomulagið er enn þinglýst.“ Rangárþing ytra Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Samkvæmt svörum frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum er málið nú í skoðun, meðal annars hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þess ber að geta að verðmat fasteignasalans er unnið að beiðni FSRE og er hefðbundin þáttur í sölu eigna ríkisins til almennra borgara. Í fasteignamatinu kemur fram að á jörðunum, sem eru samliggjandi, séu fasteignir sem séu í eigu Ágústs og því ekki undir í matinu. Ágúst hefur ekki verið búsettur á Kirkjubæ en FSRE telur hann engu að síður uppfylla lagaskilyrði til að kaupa þær á grundvelli ákvæða um ábúðarkaup sem er að finna í jarðarlögum. Fjölskylda hans hefur stundað hrossarækt á Eystri-Kirkjubæ í áratugi. Almennt hektaraverð metur fasteignasalinn vera 400 þúsund krónur fyrir gróið land og land undir túnum, 220 þúsund krónur fyrir annað gróið land, að hluta votlendi, og 35 þúsund krónur fyrir úthaga, votlendi áreyrar, rýrt land og mela. Jarðirnar eru samtals um það bil 1.540 hektarar að stærð. Á ekki tilkall til Reyðarvatns Vísir greindi frá því í janúar að nokkur kurr væri í mönnum í sveitinni vegna fyrirhugaðra sölu á eignunum til Ágústs, bæði þar sem hann hefði ekki haft fasta búsetu á jörðunum og á þeim forsendum að kaupverðið væri langt undir raunvirði. Þá barst Vísi ábending um það að salan á jörðunum hefði ekki verið borin undir sveitarstjórn, líkt og kveðið er á um í jarðarlögum, heldur byggðarráð. Umræddan fund byggðarráðs sátu Ágúst og tveir samflokksmenn hans og einn fulltrúi minnihlutans. Ágúst vék hins vegar af fundi á meðan fjallað var um söluna og þá var samþykki byggðarráðs síðar staðfest af sveitarstjórn. Í fyrirspurnum Vísis til FSRE var einnig spurt um skráningu í lögbýlaskrá þar sem segir að eigendur jarðarinnar Reyðarvatns, sem er einnig í Rangárþingi ytra, séu ríkissjóður og „ábúandi Kirkjubæjar“. Í svari FSRE segir meðal annars: „Ríkisjörðin Reyðarvatn, L164544, er ekki hluti af byggingarbréfi ábúanda Kirkjubæjarjarðanna (Ágústs). Ábúandi Kirkjubæjar (Ágúst) á ekki kauprétt að jörðinni Reyðarvatni. Þessi skráning í lögbýlisskránni byggir á skráningu hjá sýslumanni. Ástæðan er þinglýst samkomulag frá 1962 um uppskiptingu á landi. Búið er að ganga frá þessari landsskiptingu með afmörkun á Kirkjubæjarjörðunum í mars 2020, en samkomulagið er enn þinglýst.“
Rangárþing ytra Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira