Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 13:30 Þeir Ásmundur og Ásgeir eru sammála um mikilvægi framkvæmdarinnar en greinir á um hvernig sé best að koma henni af stað. vísir/vilhelm/arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Framkvæmdin hefur því verið í algeru uppnámi um skeið og úr þessari flækju vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiða með því að setja lög á framkvæmdina. Það er að segja að færa vald sveitarfélagsins til að veita framkvæmdaleyfi úr höndum þess með lögum. Þingmenn verða að geta tekið erfiðar ákvarðanir „Suðurnesjamenn eru búnir að bíða í 17 ár eftir að þessi lína verði lögð til að auka hér öryggi í raforkuflutningum og auka hér tækifæri í atvinnulífinu. Þetta er búið að taka allt of langan tíma og það er ekki hægt að gefa lengra svigrúm í það held ég,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans standa sjö aðrir þingmenn flokksins á bak við frumvarpið auk þingmanna frá Samfylkingu, Flokki fólksins og Framsóknarflokki. Ásmundur segir frumvarpið neyðarúrræði. Aldrei sé góður kostur að taka skipulagsvald af sveitarfélögum en það sé réttlætanlegt í einstaka tilfellum í svo mikilvægum málu. „Þrátt fyrir að þetta sé afar þungbært, að þurfa að ganga þá leið að taka skipulagsvald af sveitarfélagi í einu máli, þá held ég að við höfum höfðað til þeirrar ábyrgðar sem þingmenn bera á því að þetta svæði verði ekki út undan í uppbyggingu framtíðarinnar,“ segir Ásmundur. „Þingmenn þurfa stundum að gera meira en gott þykir og hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, eins og er í þessu máli.“ Lögin hefðu hrikalegar afleiðingar Bæjarstjóri Voga er gríðarlega ósáttur með málið og telur fráleitt að setja lög á framkvæmdina. „Ég hef einfaldlega sagt að það sé brýnt að leita leiða til þess að komast að samkomulagi um það hvernig eigi að leysa málið. Og ég tel það einfaldlega fráleitt að það sé bara farin sú leið að setja lög á það þegar ekki er einu sinni hægt að klára samningana við borðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann bendir á að enn eigi eftir að ná samkomulagi við landeigendur á svæðinu og þó að lögin yrðu samþykkt væri það verkefni enn eftir. Hann segir algerlega óumdeilt að línan verði að vera lögð til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Menn greini aðeins á um réttu leiðina til þess, en sem fyrr segir eru Vogamenn harðir á því að fá línuna í jörðu. Ef Alþingi setti lög á framkvæmdina myndi það hafa hrikalegar afleiðingar. „Þetta myndi auðvitað bara setja í uppnám allt sveitarstjórnarstigið gagnvart löggjafarvaldinu og það myndi bresta það gagnkvæma traust sem ríkir þar á milli,“ segir Ásgeir. Suðurnesjalína 2 Vogar Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Framkvæmdin hefur því verið í algeru uppnámi um skeið og úr þessari flækju vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiða með því að setja lög á framkvæmdina. Það er að segja að færa vald sveitarfélagsins til að veita framkvæmdaleyfi úr höndum þess með lögum. Þingmenn verða að geta tekið erfiðar ákvarðanir „Suðurnesjamenn eru búnir að bíða í 17 ár eftir að þessi lína verði lögð til að auka hér öryggi í raforkuflutningum og auka hér tækifæri í atvinnulífinu. Þetta er búið að taka allt of langan tíma og það er ekki hægt að gefa lengra svigrúm í það held ég,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans standa sjö aðrir þingmenn flokksins á bak við frumvarpið auk þingmanna frá Samfylkingu, Flokki fólksins og Framsóknarflokki. Ásmundur segir frumvarpið neyðarúrræði. Aldrei sé góður kostur að taka skipulagsvald af sveitarfélögum en það sé réttlætanlegt í einstaka tilfellum í svo mikilvægum málu. „Þrátt fyrir að þetta sé afar þungbært, að þurfa að ganga þá leið að taka skipulagsvald af sveitarfélagi í einu máli, þá held ég að við höfum höfðað til þeirrar ábyrgðar sem þingmenn bera á því að þetta svæði verði ekki út undan í uppbyggingu framtíðarinnar,“ segir Ásmundur. „Þingmenn þurfa stundum að gera meira en gott þykir og hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, eins og er í þessu máli.“ Lögin hefðu hrikalegar afleiðingar Bæjarstjóri Voga er gríðarlega ósáttur með málið og telur fráleitt að setja lög á framkvæmdina. „Ég hef einfaldlega sagt að það sé brýnt að leita leiða til þess að komast að samkomulagi um það hvernig eigi að leysa málið. Og ég tel það einfaldlega fráleitt að það sé bara farin sú leið að setja lög á það þegar ekki er einu sinni hægt að klára samningana við borðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann bendir á að enn eigi eftir að ná samkomulagi við landeigendur á svæðinu og þó að lögin yrðu samþykkt væri það verkefni enn eftir. Hann segir algerlega óumdeilt að línan verði að vera lögð til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Menn greini aðeins á um réttu leiðina til þess, en sem fyrr segir eru Vogamenn harðir á því að fá línuna í jörðu. Ef Alþingi setti lög á framkvæmdina myndi það hafa hrikalegar afleiðingar. „Þetta myndi auðvitað bara setja í uppnám allt sveitarstjórnarstigið gagnvart löggjafarvaldinu og það myndi bresta það gagnkvæma traust sem ríkir þar á milli,“ segir Ásgeir.
Suðurnesjalína 2 Vogar Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira