Syrgja góðan vin og félaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2022 20:01 Flaggað var í hálfa stöng við skólann í dag. Vísir/Tryggvi. Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær. Maðurinn ungi, nítján ár, lést í gær þegar var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Samfélagið á Laugum er lítið en þétt. Þar er hugur allra hjá aðstandendum nemandans sem lést. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þónokkur vitni urðu að slysinu og hefur verið boðið upp á áfallahjálp vegna þess í gær og í dag. Þá hefur mikill stuðningur borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent hafa starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Fjölmennt var í skólanum í dag, þar sem nemendur, starfsfólk og aðrir nutu stuðnings hvers annars og fagaðila. „Hér er gríðarlega mikið af fólki að hjálpa okkur að halda utan um nemendur og starfsfólk og auðveldar okkur að sigla í gegnum þennan skafl,“ segir Sigurbjörn Árni sem er þakklátur fyrir stuðninginn og hlýhug sem hafi borist í Þingeyjarsveit. „Það er bara alveg ómetanlegt. Ég þakka fyrir allar góðar kveðjur sem nemendum, starfsfólki og skólanum hafa borist og mjög gott að finna að hugur allra er hjá okkur og bak við okkur,“ segir Sigurbjörn Árni. Skólastarf féll niður í dag og farið verður hægt af stað í næstu viku. „Á morgun byrjum við með samverustund í fyrramálið. Svona förum við rólega inn í daginn og leyfum þeim að koma sem vilja og vera eins og þeir vilja og smám saman munum við ná takti í næstu viku en auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif út önnina, alveg klárlega og jafn vel lengur,“ segir Sigurbjörn Árni. Um hundrað nemendur eru í skólanum, sem er heimavistarskóli, samfélagið sem fyrr segir lítið, en þétt. „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“ Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Maðurinn ungi, nítján ár, lést í gær þegar var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Samfélagið á Laugum er lítið en þétt. Þar er hugur allra hjá aðstandendum nemandans sem lést. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þónokkur vitni urðu að slysinu og hefur verið boðið upp á áfallahjálp vegna þess í gær og í dag. Þá hefur mikill stuðningur borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent hafa starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Fjölmennt var í skólanum í dag, þar sem nemendur, starfsfólk og aðrir nutu stuðnings hvers annars og fagaðila. „Hér er gríðarlega mikið af fólki að hjálpa okkur að halda utan um nemendur og starfsfólk og auðveldar okkur að sigla í gegnum þennan skafl,“ segir Sigurbjörn Árni sem er þakklátur fyrir stuðninginn og hlýhug sem hafi borist í Þingeyjarsveit. „Það er bara alveg ómetanlegt. Ég þakka fyrir allar góðar kveðjur sem nemendum, starfsfólki og skólanum hafa borist og mjög gott að finna að hugur allra er hjá okkur og bak við okkur,“ segir Sigurbjörn Árni. Skólastarf féll niður í dag og farið verður hægt af stað í næstu viku. „Á morgun byrjum við með samverustund í fyrramálið. Svona förum við rólega inn í daginn og leyfum þeim að koma sem vilja og vera eins og þeir vilja og smám saman munum við ná takti í næstu viku en auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif út önnina, alveg klárlega og jafn vel lengur,“ segir Sigurbjörn Árni. Um hundrað nemendur eru í skólanum, sem er heimavistarskóli, samfélagið sem fyrr segir lítið, en þétt. „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“
Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01
Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48