„Að fljóta inn í það óljósa“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Dýrfinna Benita á sýningu sinni Temprun í Gallerí Þulu. Aðsend Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. Dýrfinna hefur sérhæft sig bæði í myndlist og tónlist en hún útskrifaðist með BA gráðu úr myndlist árið 2018 frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2018. Eftir að hún flutti heim hefur hún unnið við ýmis listræn verkefni og stofnaði einnig listhópinn Lucky 3 ásamt Darren Mark og Melanie Ubaldo. Blaðamaður ræddi við Dýrfinnu um sýninguna, innblásturinn og lífið. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Að sitja með tilfinningum sínum „Þessi sýning heitir Temprun eða Tempered, fólk getur lesið í það eins og það vill en fyrir mér er sýningin mjög mikið um að einangra sig og hugleiða, eins og hefur verið mikið rætt um í samfélaginu. Sýningin er um það að sitja með tilfinningum sínum, melta þær, horfa á sjálfan sig og vera í óvissu. Allt er rosa óljóst,“ segir Dýrfinna en hún notast við fjölbreyttan og áhugaverðan efnivið í listsköpun sinni. „Það er það sem mér finnst skemmtilegt við t.d. Airbrush-ið sem ég er búin að vera að vinna mjög mikið með undanfarið. Það er svo mikið loft í því og skapar þennan gráa tón. Að leika mér með svart, hvítt og þennan milliveg sem er út úr fókus, sem maður nær ekki alveg að graspa. Hún segir að þrátt fyrir að sýningin sé þessi upplifun fyrir henni vilji hún að fólk geti komið og fundið fyrir eigin tilfinningum. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Logsuðan og undirmeðvitundin Listrænn áhugi Dýrfinnu kom snemma fram og hefur hún farið ótroðnar slóðir. „Ég hef verið mjög mikið að mála og teikna yfir ævina, svo byrjaði ég að gera tónlist. En í Covid fór ég að leika mér meira með stál og fannst skemmtilegt að geta blandað því saman, stálinu og teikningunni. Ég teikna með logsuðunni á stálverk,“ segir Dýrfinna og bætir við að það sé ómögulegt að vinna nákvæmnisvinnu í því ferli. Þegar verið er að logsjóða þarf nefnilega að vera með grímu og ómögulegt er að sjá hvað er að gerast. „Þess vegna þarf maður að fylgja tilfinningunni, það sem maður heldur að eigi að gerast, og undirmeðvitundin leiðir mann áfram.“ View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Dýrfinna segir mikilvægt að hafa setið með þeirri tilfinningu sem kom upp hverju sinni í sköpunarferlinu og það endurspegli sýninguna. „Ef ég var sorgmædd eða hress þá var það tilfinningin sem ég staldraði við í.“ Alheimsfaraldurinn hafði áhrif á tenginguna við tilfinningarnar og fékk eflaust marga til að staldra betur við. „Með Covid og öllu þessu þá líður mér eins og það sé meiri vitundarvakning um andlega heilsu og jafnvægi því við gátum loksins séð hvernig það var að vera heima og hugsað „Ok, hvað eigum við að gera?“ Mér finnst eins og þessi sýning sé svolítið útkoman á því.“ Ekkert er svart á hvítu Dýrfinna segir gráu tóna verka sinna spila veigamikið hlutverk þar sem það er ekkert svart á hvítu í lífinu. Gráu tónarnir samþykkja tilfinningarnar skilyrðislaust og það þarf ekki alltaf að vita allt en Dýrfinna glímir við Borderline Personality Disorder og upplifir stundum að vita ekki nákvæmlega hvernig henni líður. „Og það er líka bara allt í lagi og maður þarf stundum að sætta sig við það - og þá líður það bara hjá. Það er mikilvægt að sleppa tökunum, að þurfa ekki alltaf að stjórna öllu og vita allt, heldur bara fljóta í hið óljósa,“ segir listakonan að lokum. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér. Myndlist Menning Tengdar fréttir Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 „Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30 „Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Dýrfinna hefur sérhæft sig bæði í myndlist og tónlist en hún útskrifaðist með BA gráðu úr myndlist árið 2018 frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2018. Eftir að hún flutti heim hefur hún unnið við ýmis listræn verkefni og stofnaði einnig listhópinn Lucky 3 ásamt Darren Mark og Melanie Ubaldo. Blaðamaður ræddi við Dýrfinnu um sýninguna, innblásturinn og lífið. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Að sitja með tilfinningum sínum „Þessi sýning heitir Temprun eða Tempered, fólk getur lesið í það eins og það vill en fyrir mér er sýningin mjög mikið um að einangra sig og hugleiða, eins og hefur verið mikið rætt um í samfélaginu. Sýningin er um það að sitja með tilfinningum sínum, melta þær, horfa á sjálfan sig og vera í óvissu. Allt er rosa óljóst,“ segir Dýrfinna en hún notast við fjölbreyttan og áhugaverðan efnivið í listsköpun sinni. „Það er það sem mér finnst skemmtilegt við t.d. Airbrush-ið sem ég er búin að vera að vinna mjög mikið með undanfarið. Það er svo mikið loft í því og skapar þennan gráa tón. Að leika mér með svart, hvítt og þennan milliveg sem er út úr fókus, sem maður nær ekki alveg að graspa. Hún segir að þrátt fyrir að sýningin sé þessi upplifun fyrir henni vilji hún að fólk geti komið og fundið fyrir eigin tilfinningum. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Logsuðan og undirmeðvitundin Listrænn áhugi Dýrfinnu kom snemma fram og hefur hún farið ótroðnar slóðir. „Ég hef verið mjög mikið að mála og teikna yfir ævina, svo byrjaði ég að gera tónlist. En í Covid fór ég að leika mér meira með stál og fannst skemmtilegt að geta blandað því saman, stálinu og teikningunni. Ég teikna með logsuðunni á stálverk,“ segir Dýrfinna og bætir við að það sé ómögulegt að vinna nákvæmnisvinnu í því ferli. Þegar verið er að logsjóða þarf nefnilega að vera með grímu og ómögulegt er að sjá hvað er að gerast. „Þess vegna þarf maður að fylgja tilfinningunni, það sem maður heldur að eigi að gerast, og undirmeðvitundin leiðir mann áfram.“ View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Dýrfinna segir mikilvægt að hafa setið með þeirri tilfinningu sem kom upp hverju sinni í sköpunarferlinu og það endurspegli sýninguna. „Ef ég var sorgmædd eða hress þá var það tilfinningin sem ég staldraði við í.“ Alheimsfaraldurinn hafði áhrif á tenginguna við tilfinningarnar og fékk eflaust marga til að staldra betur við. „Með Covid og öllu þessu þá líður mér eins og það sé meiri vitundarvakning um andlega heilsu og jafnvægi því við gátum loksins séð hvernig það var að vera heima og hugsað „Ok, hvað eigum við að gera?“ Mér finnst eins og þessi sýning sé svolítið útkoman á því.“ Ekkert er svart á hvítu Dýrfinna segir gráu tóna verka sinna spila veigamikið hlutverk þar sem það er ekkert svart á hvítu í lífinu. Gráu tónarnir samþykkja tilfinningarnar skilyrðislaust og það þarf ekki alltaf að vita allt en Dýrfinna glímir við Borderline Personality Disorder og upplifir stundum að vita ekki nákvæmlega hvernig henni líður. „Og það er líka bara allt í lagi og maður þarf stundum að sætta sig við það - og þá líður það bara hjá. Það er mikilvægt að sleppa tökunum, að þurfa ekki alltaf að stjórna öllu og vita allt, heldur bara fljóta í hið óljósa,“ segir listakonan að lokum. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 „Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30 „Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00
„Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30
„Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01
„Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30
Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31