Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2022 09:36 Efri hæð hússins sem hermennirnir réðust á er svo gott sem horfin. AP/Ghaith Alsayed Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. Heimamenn segja þrettán borgara hafa fallið í árásinni og þar á meðal sex börn og fjórar konur. Herinn hefur ekkert annað sagt um árásina eða hvert skotmark árásarinnar var eða markmið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að senda út tilkynningu í dag. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar úr Idlib-héraði Sýrlands stóð árásin yfir í um tvær klukkustundir. Íbúar sem rætt var við segjast hafa séð líkamsparta við húsið sem hermennirnir réðust á. Þeir sögðu árásina hafa verið gerða á þyrlum og að skothríð og sprengingar hafi heyrst frá húsinu. Húsið var tveggja hæða en blaðamaður sem AP sendi á vettvang sagði efri hæðina nánast horfna. Hér má sjá myndband frá húsinu sem tekið var í morgun, eftir árásina. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Þetta ku vera umfangsmesta aðgerð Bandaríkjahers á svæðinu frá því sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins en hann hélt þá til í Idlib. Héraðið er að mestu undir stjórn mismunandi fylkinga uppreisnar- og vígamanna sem margar eru studdar af Tyrklandi. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru einnig með mikla viðveru í héraðinu löglausa. Öflugasta fylkingin á svæðinu er Hayat Tahrir al-Sham, sem áður hét Nusra Front og var innan al-Qaeda. Upplýsingar um fjölda þeirra sem dóu í árásinni hafa verið á reiki. Hvítu hjálmarnir svokölluðu, sem eru nokkurs konar björgunarsveit, segja þrettán hafa fallið og þar af sex börn og fjórar konur. Syrian Observatory for Human Rights, eftirlitssamtök sem fylgjast með átökum í Sýrlandi, segja níu hafa fallið í árásinni. Þar á meðal tvö börn og kona. Blaðamaður sem fór á vettvang fyrir AP sagðist hafa séð tólf lík. Innan úr húsinu sem hermennirnir réðust á.AP/Ghaith Alsayed Í frétt Reuters er vitnað í myndband af vettvangi sem sýnir minnst tvö lík barna. Blaðamenn Reuters ræddu við uppreisnarmann af svæðinu sem sagði að maðurinn sem virtist hafa verið skotmark Bandaríkjamanna hefði búið með fjölskyldu sinni í húsinu. #UPDATE US special forces hunted down high-ranking jihadists in a rare airborne raid in northwestern Syria on Thursday, killing 13 people in an operation the Pentagon described as "successful"https://t.co/T0NY4BEahs The scene in Atme after a raid by US special forces pic.twitter.com/q08jWqWAgi— AFP News Agency (@AFP) February 3, 2022 NEW -- U.S. forces & helicopters have opened fire on the surrounded house in Dayr Balut, #Atmeh. Audio clear here:pic.twitter.com/5zDPFSOz5R— Charles Lister (@Charles_Lister) February 2, 2022 Bandaríkin Sýrland Hernaður Tengdar fréttir ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35 Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07 Sýrlenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar. 13. janúar 2022 10:16 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Heimamenn segja þrettán borgara hafa fallið í árásinni og þar á meðal sex börn og fjórar konur. Herinn hefur ekkert annað sagt um árásina eða hvert skotmark árásarinnar var eða markmið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að senda út tilkynningu í dag. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar úr Idlib-héraði Sýrlands stóð árásin yfir í um tvær klukkustundir. Íbúar sem rætt var við segjast hafa séð líkamsparta við húsið sem hermennirnir réðust á. Þeir sögðu árásina hafa verið gerða á þyrlum og að skothríð og sprengingar hafi heyrst frá húsinu. Húsið var tveggja hæða en blaðamaður sem AP sendi á vettvang sagði efri hæðina nánast horfna. Hér má sjá myndband frá húsinu sem tekið var í morgun, eftir árásina. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Þetta ku vera umfangsmesta aðgerð Bandaríkjahers á svæðinu frá því sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins en hann hélt þá til í Idlib. Héraðið er að mestu undir stjórn mismunandi fylkinga uppreisnar- og vígamanna sem margar eru studdar af Tyrklandi. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru einnig með mikla viðveru í héraðinu löglausa. Öflugasta fylkingin á svæðinu er Hayat Tahrir al-Sham, sem áður hét Nusra Front og var innan al-Qaeda. Upplýsingar um fjölda þeirra sem dóu í árásinni hafa verið á reiki. Hvítu hjálmarnir svokölluðu, sem eru nokkurs konar björgunarsveit, segja þrettán hafa fallið og þar af sex börn og fjórar konur. Syrian Observatory for Human Rights, eftirlitssamtök sem fylgjast með átökum í Sýrlandi, segja níu hafa fallið í árásinni. Þar á meðal tvö börn og kona. Blaðamaður sem fór á vettvang fyrir AP sagðist hafa séð tólf lík. Innan úr húsinu sem hermennirnir réðust á.AP/Ghaith Alsayed Í frétt Reuters er vitnað í myndband af vettvangi sem sýnir minnst tvö lík barna. Blaðamenn Reuters ræddu við uppreisnarmann af svæðinu sem sagði að maðurinn sem virtist hafa verið skotmark Bandaríkjamanna hefði búið með fjölskyldu sinni í húsinu. #UPDATE US special forces hunted down high-ranking jihadists in a rare airborne raid in northwestern Syria on Thursday, killing 13 people in an operation the Pentagon described as "successful"https://t.co/T0NY4BEahs The scene in Atme after a raid by US special forces pic.twitter.com/q08jWqWAgi— AFP News Agency (@AFP) February 3, 2022 NEW -- U.S. forces & helicopters have opened fire on the surrounded house in Dayr Balut, #Atmeh. Audio clear here:pic.twitter.com/5zDPFSOz5R— Charles Lister (@Charles_Lister) February 2, 2022
Bandaríkin Sýrland Hernaður Tengdar fréttir ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35 Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07 Sýrlenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar. 13. janúar 2022 10:16 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35
Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07
Sýrlenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar. 13. janúar 2022 10:16
Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31