Bíó og sjónvarp

Fyrsta sýnishornið úr Allra síðustu veiðiferðinni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Allra síðasta veiðiferðin er væntanleg í kvikmyndahús í mars.
Allra síðasta veiðiferðin er væntanleg í kvikmyndahús í mars. Allra síðasta veiðiferðin

Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýnum hér fyrsta sýnishornið úr myndinni. 

„Eftir ævintýralegan laxveiðitúr fyrra sumars er ákveðið að halda aftur til veiða, þrátt fyrir misgóðar minningar úr þeim túr. Til að koma sér áfram í pólitík býður Valur Aðalsteins félögunum í flotta laxveiði með því skilyrði að þeir hagi sér vel og ekkert megi klikka. Vegurinn til Helvítis er eins og áður varðaður góðum ásetningi og er þessi túr ekki undanskilin því,“ segir um söguþráð nýju myndarinnar.

Sýnishorn úr Allra síðustu veiðiferðinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: Allra síðasta veiðiferðin - Sýnishorn

Tengdar fréttir

Glæný stikla úr Síðustu veiðiferðinni frumsýnd á Vísi

Vísir frumsýnir í dag nýja stiklu úr kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin. Um er að ræða nýja íslenska gamanmynd með Halldóri Gylfasyni, Hilmi Snæ Guðnasyni, Hjálmari Hjálmarssyni, Jóhanni Sigurðarsyni, Þorsteini Bachmann og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.