Verðandi forstjóri segir hægt að aflétta hraðar Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 20:35 Runólfur Pálsson tekur við sem forstjóri Landspítalans 1. mars. Vísir/Vilhelm Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum. Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala til fimm ára og tekur við embættinu 1. mars. Sem framkvæmdastjóri meðferðasviðs hefur hann á undanförnum mánuðum verið fulltrúi spítalans í ýmsum viðtölum og meðal annars lýst því að huga þurfi að heildarhagsmunum samfélagsins. Margir eigi enda um sárt að binda vegna sóttvarnaraðgerðanna, sem þó hafi verið nauðsynlegar. „Ég er talsmaður þess að aflétta eins hratt og kostur er því að við þurfum að huga að öðrum hagsmunum líka. En við þurfum líka að gæta að stöðu spítalans og heilbrigðisþjónustunnar, ekki bara hérna á Reykjavíkursvæðinu heldur líka úti á landi. Ógnin núna er að við missum of mikið af starfsfólkinu út,“ segir Runólfur. Næstu tvær vikur heilladrjúgar Mannekla sé helsti vandinn - ef allir fá Covid, fara allir í einangrun. Að öðru leyti sé staðan góð; sjúkrahúsið sé mjög lítið að fást við veikt fólk af völdum Covid-19. Allsherjaraflétting er engu að síður ekki boðuð fyrr en um miðjan mars en Runólfur kveðst vongóður um að þetta geti gengið mun hraðar fyrir sig. „Þetta er ekki langur tími sem ég vænti að líði þar til við getum aflétt að fullu. En gerum þetta skynsamlega,“ segir Runólfur. Hvað myndirðu skjóta á? „Það er erfitt að segja. Ég spái því að næstu tvær vikur verði heilladrjúgar og það getur ýmislegt gerst innan þess tímaramma.“ Í starfi forstjóra telur Runólfur að manneklan sé helsta viðfangsefnið fram undan en hann vill líka efla fræðslu- og vísindahlutverk spítalans. Þá hafi verkefnum sjúkrahússins fjölgað á undanförnum árum. „Ég vona að ég þurfi ekki að vera í fjölmiðlum reglulega að biðja um meiri peninga. En auðvitað er þetta mjög þrálát umræða sem snertir fjármögnun spítalans,“ segir Runólfur. „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er reyndar gríðarlega stór áskorun þetta starf en það eru líka mikil tækifæri sem eru fyrir hendi hérna á Landspítala.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala til fimm ára og tekur við embættinu 1. mars. Sem framkvæmdastjóri meðferðasviðs hefur hann á undanförnum mánuðum verið fulltrúi spítalans í ýmsum viðtölum og meðal annars lýst því að huga þurfi að heildarhagsmunum samfélagsins. Margir eigi enda um sárt að binda vegna sóttvarnaraðgerðanna, sem þó hafi verið nauðsynlegar. „Ég er talsmaður þess að aflétta eins hratt og kostur er því að við þurfum að huga að öðrum hagsmunum líka. En við þurfum líka að gæta að stöðu spítalans og heilbrigðisþjónustunnar, ekki bara hérna á Reykjavíkursvæðinu heldur líka úti á landi. Ógnin núna er að við missum of mikið af starfsfólkinu út,“ segir Runólfur. Næstu tvær vikur heilladrjúgar Mannekla sé helsti vandinn - ef allir fá Covid, fara allir í einangrun. Að öðru leyti sé staðan góð; sjúkrahúsið sé mjög lítið að fást við veikt fólk af völdum Covid-19. Allsherjaraflétting er engu að síður ekki boðuð fyrr en um miðjan mars en Runólfur kveðst vongóður um að þetta geti gengið mun hraðar fyrir sig. „Þetta er ekki langur tími sem ég vænti að líði þar til við getum aflétt að fullu. En gerum þetta skynsamlega,“ segir Runólfur. Hvað myndirðu skjóta á? „Það er erfitt að segja. Ég spái því að næstu tvær vikur verði heilladrjúgar og það getur ýmislegt gerst innan þess tímaramma.“ Í starfi forstjóra telur Runólfur að manneklan sé helsta viðfangsefnið fram undan en hann vill líka efla fræðslu- og vísindahlutverk spítalans. Þá hafi verkefnum sjúkrahússins fjölgað á undanförnum árum. „Ég vona að ég þurfi ekki að vera í fjölmiðlum reglulega að biðja um meiri peninga. En auðvitað er þetta mjög þrálát umræða sem snertir fjármögnun spítalans,“ segir Runólfur. „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er reyndar gríðarlega stór áskorun þetta starf en það eru líka mikil tækifæri sem eru fyrir hendi hérna á Landspítala.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira