Fótbolti

Cloé Eyja tryggði Benfica sigur

Sindri Sverrisson skrifar
Cloé Eyja Lacasse hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica líkt og hún gerði fyrir ÍBV.
Cloé Eyja Lacasse hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica líkt og hún gerði fyrir ÍBV. Getty/Roland Krivec

Cloé Eyja Lacasse skoraði sigurmarkið í leik bestu liða portúgalska fótboltans, Benfica og Famalicao, í dag.

Cloé skoraði markið á 36. mínútu en það reyndist eina mark leiksins. Um var að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum portúgalska deildabikarsins og Benfica fer því með 1-0 forskot í seinni leikinn.

Miðvörðurinn Heiðdís Lillýardóttir, sem gekk til liðs við Benfica að láni frá Breiðabliki um áramótin, var ekki með í dag.

Benfica og Famalicao mætast í seinni leik sínum eftir rúman mánuð, eða 9. mars. Liðin eru efst í portúgölsku deildinni en Benfica er þar með þriggja stiga forskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×