Innlent

For­sætis­ráð­herra í smit­gát á af­mælis­daginn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Katrín er í smitgát eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Niðurstöðu PCR-prófs er nú beðið.
Katrín er í smitgát eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Niðurstöðu PCR-prófs er nú beðið. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag.

„Það hefur lengi verið sagt að við fjölskyldan séum alltaf síðust í öllu og það má til sanns vegar færa. Það hefur þannig tekið kórónuveiruna tvö ár að komast hér inn fyrir dyr en í morgun var yngsti sonurinn með jákvætt heimapróf. Við bíðum enn eftir niðurstöðum pcr-prófs en nokkuð klárlega er drengurinn hundslappur þannig að við foreldrarnir erum í smitgát og eldri bræðurnir í sóttkví,“ skrifar Katrín á Facebook-síðu sína.

Hún fagnar í dag 46 ára afmæli sínu og segist gera ráð fyrir að afmælisdagurinn verði með þeim eftirminnilegri. Hér að neðan má sjá færslu ráðherrans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×