Ása eignaðist sitt fyrsta barn tæplega fimmtug og kom stúlkan í heiminn á deginum mikilvæga Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2022 10:31 Ása ætlaði sér alltaf að eignast nokkur börn og stóra fjölskyldu. Ása Dóra Finnbogadóttir verður fimmtug á árinu og eignaðist sitt fyrsta barn um helgina eftir áralanga bið. Hana hafði dreymt um að eignast barn alla tíð og hafði gert margar tilraunir. Hún missti fóstur gengin sjö mánuði á leið fyrir tuttugu árum og var nálægt því að gefa upp alla von en eftir vel heppnaða aðgerð í Lettlandi rættist loks draumurinn og lítil stúlka fæddist um helgina á afar sérstökum degi í lífi Ásu. Eva Laufey hitti Ásu í vikunni nokkrum dögum fyrir fæðingardag dóttur hennar og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2. Góðar og slæmar lífsreynslur „Ég er búin að fara í gegnum allskonar lífsreynslu í gegnum tíðina, góða og slæma og fullt af erfiðri lífsreynslu en í dag er ég bara rosalega hamingjusöm og geng með litla stelpu. Ása í dag er bara björt framtíð,“ segir Ása og heldur áfram. Ása segir að meðgangan hafi gengið vonum framar. „Stór ástæða fyrir því að ég gat ekki farið í glasafrjóvgun var að ég var allt of þung og ég var með of hátt BMI. Svo loksins þegar ég var orðin nógu létt þá gekk eggjalistinn hérna heima svo hægt. Mín egg voru þarna búin. Ég var númer 28 á listanum eftir eitt og hálft ár. Ég fór í magaermisaðgerð í október árið 2020 og allt í einu fattaði ég að ég væri orðin nægilega létt til þess að verða ólétt, þá var ég orðin of sein út af eggjunum. Hérna á Íslandi má uppsetning ekki fara fram seinna en á 49. afmælisdeginum sem var 18. júní í fyrra. En maður finnur sér bara leiðir.“ Fólk verður að eiga það við sig Ása segist alltaf hafa viljað eignast börn en tíminn í raun bara flaug frá henni. „Þetta var eina markmiðið í lífinu að eignast fjölskyldu og fullt af börnum en lífið stundum fer ekki alveg eins og maður ætlar sér. Ég hef alveg fengið jákvæð viðbrögð og ég hef leyft fólki að fylgjast með mér alveg frá fyrstu uppsetningu. Það er örugglega einhverjum sem finnst þetta skrýtið en fólk verður bara að eiga það við sig en ég er alveg rosalega ánægð með þetta allt.“ Ása fór til Lettlands í gengum íslenskt fyrirtæki sem heitir Medical Travel. „Maður fer í allskonar blóðprufur og svo tekur maður lyf. Þetta er ekki svona ferli þar sem konur þurfa að vera sprauta sig endalaust fyrir. Því það er ekki verið að örva mín egg. Ég fór svo út og var í viku. Vinkona mín kom með mér og við ákváðum að gera frí úr þessu. Svo labba ég inn og það var framkvæmd uppsetning. Þar var sett inn lítil stjarna og þetta tókst í fyrstu tilraun. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta yrði stelpa og það varð raunin.“ Stúlkan kom í heiminn á sunnudaginn. Ása missti eiginmann sinn, Magnús Kristján Björnsson, árið 2015 eftir sjóslys en hann var sjómaður. Ása var ekki lengi að átta sig á því að þegar hún væri gengin 38 vikur nákvæmlega væri komið að 30. janúar og það er einmitt afmælisdagur Magnúsar. Það væru því líkur á því að stúlkan kæmi í heiminn þann dag. Dóttir hennar kom síðan í heiminn 30. janúar „Ég verð sett í gang á laugardagsmorgun og ég er að vonast til að hún komi í heiminn á sunnudeginum,“ sagði Ása í síðustu viku. Stúlkan kom síðan í heiminn á sunnudaginn, einmitt þann 30. janúar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Hana hafði dreymt um að eignast barn alla tíð og hafði gert margar tilraunir. Hún missti fóstur gengin sjö mánuði á leið fyrir tuttugu árum og var nálægt því að gefa upp alla von en eftir vel heppnaða aðgerð í Lettlandi rættist loks draumurinn og lítil stúlka fæddist um helgina á afar sérstökum degi í lífi Ásu. Eva Laufey hitti Ásu í vikunni nokkrum dögum fyrir fæðingardag dóttur hennar og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2. Góðar og slæmar lífsreynslur „Ég er búin að fara í gegnum allskonar lífsreynslu í gegnum tíðina, góða og slæma og fullt af erfiðri lífsreynslu en í dag er ég bara rosalega hamingjusöm og geng með litla stelpu. Ása í dag er bara björt framtíð,“ segir Ása og heldur áfram. Ása segir að meðgangan hafi gengið vonum framar. „Stór ástæða fyrir því að ég gat ekki farið í glasafrjóvgun var að ég var allt of þung og ég var með of hátt BMI. Svo loksins þegar ég var orðin nógu létt þá gekk eggjalistinn hérna heima svo hægt. Mín egg voru þarna búin. Ég var númer 28 á listanum eftir eitt og hálft ár. Ég fór í magaermisaðgerð í október árið 2020 og allt í einu fattaði ég að ég væri orðin nægilega létt til þess að verða ólétt, þá var ég orðin of sein út af eggjunum. Hérna á Íslandi má uppsetning ekki fara fram seinna en á 49. afmælisdeginum sem var 18. júní í fyrra. En maður finnur sér bara leiðir.“ Fólk verður að eiga það við sig Ása segist alltaf hafa viljað eignast börn en tíminn í raun bara flaug frá henni. „Þetta var eina markmiðið í lífinu að eignast fjölskyldu og fullt af börnum en lífið stundum fer ekki alveg eins og maður ætlar sér. Ég hef alveg fengið jákvæð viðbrögð og ég hef leyft fólki að fylgjast með mér alveg frá fyrstu uppsetningu. Það er örugglega einhverjum sem finnst þetta skrýtið en fólk verður bara að eiga það við sig en ég er alveg rosalega ánægð með þetta allt.“ Ása fór til Lettlands í gengum íslenskt fyrirtæki sem heitir Medical Travel. „Maður fer í allskonar blóðprufur og svo tekur maður lyf. Þetta er ekki svona ferli þar sem konur þurfa að vera sprauta sig endalaust fyrir. Því það er ekki verið að örva mín egg. Ég fór svo út og var í viku. Vinkona mín kom með mér og við ákváðum að gera frí úr þessu. Svo labba ég inn og það var framkvæmd uppsetning. Þar var sett inn lítil stjarna og þetta tókst í fyrstu tilraun. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta yrði stelpa og það varð raunin.“ Stúlkan kom í heiminn á sunnudaginn. Ása missti eiginmann sinn, Magnús Kristján Björnsson, árið 2015 eftir sjóslys en hann var sjómaður. Ása var ekki lengi að átta sig á því að þegar hún væri gengin 38 vikur nákvæmlega væri komið að 30. janúar og það er einmitt afmælisdagur Magnúsar. Það væru því líkur á því að stúlkan kæmi í heiminn þann dag. Dóttir hennar kom síðan í heiminn 30. janúar „Ég verð sett í gang á laugardagsmorgun og ég er að vonast til að hún komi í heiminn á sunnudeginum,“ sagði Ása í síðustu viku. Stúlkan kom síðan í heiminn á sunnudaginn, einmitt þann 30. janúar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira