Viktor Gísli bestur á EM en ekki í sínu liði? „Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2022 15:00 Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnað Evrópumót og var valinn besti markvörðurinn, aðeins 21 árs gamall. Getty/Sanjin Strukic „Það er svolítið skrýtið að vera kominn aftur í raunveruleikann; að hengja upp þvott og búa til mat,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson léttur í bragð, mættur heim til Danmerkur eftir að hafa verið valinn besti markvörður EM í handbolta. „Þetta kom mér mjög á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Bara það að vera tilnefndur var frábær heiður og að vinna þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Viktor Gísli um útnefninguna en þessi 21 árs markvörður fór ræddi við Rikka G í dag. Klippa: Viktor besti markvörður EM en breytir það stöðunni hjá GOG? Þrátt fyrir að hafa skákað kollegum sínum með því að vera valinn besti markvörður EM þá hefur Viktor lítið fengið að spila með GOG í Danmörku í vetur, þar sem norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjörn Bergerud hefur verið í aðalhlutverki. Útnefningin á EM hlýtur að hjálpa til í þeirri stöðu? „Ég vona það. Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann. Hann þarf núna kannski að endurhugsa þetta aðeins og gefa mér aðeins fleiri mínútur á vellinum hérna. En Torbjörn er líka geggjaður gæi og sturlaður markvörður. Það er frábært að fá að læra af honum,“ segir Viktor Gísli sem fer svo til Nantes í Frakklandi í sumar, að loknu tímabilinu í Danmörku. „Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara“ Viktor Gísli sprakk svo sannarlega út á EM, eftir að hafa byrjað mótið fyrir aftan Björgvin Pál Gústavsson í goggunarröðinni. Björgvin lenti í einangrun vegna kórónuveirusmits en fannst Viktori þá að hann yrði bara hreinlega að standa sig? „Ég fékk bara tíma á vellinum. Maður þarf nokkrar mínútur til að koma sér í gang og finna taktinn í leiknum. Ég þurfti að stíga upp vegna þess að Bjöggi datt út, og fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hvað ég gæti. Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara,“ segir Viktor. „Elliði sagði mér að vera reiður“ Frammistaða hans í sigrinum magnaða gegn ólympíumeisturum Frakklands verður sérstaklega lengi í minnum höfð. Sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari eitthvað sérstakt við Viktor fyrir þann leik? „Nei, en Elliði [Snær Viðarsson] sagði mér að vera reiður. Reiður út í vörnina og koma mér aðeins í gang. Það hjálpaði kannski svolítið til. Gummi sagði í raun ekki neitt. Bara að njóta þess að spila.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
„Þetta kom mér mjög á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Bara það að vera tilnefndur var frábær heiður og að vinna þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Viktor Gísli um útnefninguna en þessi 21 árs markvörður fór ræddi við Rikka G í dag. Klippa: Viktor besti markvörður EM en breytir það stöðunni hjá GOG? Þrátt fyrir að hafa skákað kollegum sínum með því að vera valinn besti markvörður EM þá hefur Viktor lítið fengið að spila með GOG í Danmörku í vetur, þar sem norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjörn Bergerud hefur verið í aðalhlutverki. Útnefningin á EM hlýtur að hjálpa til í þeirri stöðu? „Ég vona það. Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann. Hann þarf núna kannski að endurhugsa þetta aðeins og gefa mér aðeins fleiri mínútur á vellinum hérna. En Torbjörn er líka geggjaður gæi og sturlaður markvörður. Það er frábært að fá að læra af honum,“ segir Viktor Gísli sem fer svo til Nantes í Frakklandi í sumar, að loknu tímabilinu í Danmörku. „Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara“ Viktor Gísli sprakk svo sannarlega út á EM, eftir að hafa byrjað mótið fyrir aftan Björgvin Pál Gústavsson í goggunarröðinni. Björgvin lenti í einangrun vegna kórónuveirusmits en fannst Viktori þá að hann yrði bara hreinlega að standa sig? „Ég fékk bara tíma á vellinum. Maður þarf nokkrar mínútur til að koma sér í gang og finna taktinn í leiknum. Ég þurfti að stíga upp vegna þess að Bjöggi datt út, og fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hvað ég gæti. Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara,“ segir Viktor. „Elliði sagði mér að vera reiður“ Frammistaða hans í sigrinum magnaða gegn ólympíumeisturum Frakklands verður sérstaklega lengi í minnum höfð. Sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari eitthvað sérstakt við Viktor fyrir þann leik? „Nei, en Elliði [Snær Viðarsson] sagði mér að vera reiður. Reiður út í vörnina og koma mér aðeins í gang. Það hjálpaði kannski svolítið til. Gummi sagði í raun ekki neitt. Bara að njóta þess að spila.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira