Innlent

Hættur trúnaðar­störfum fyrir Eflingu vegna á­sakana um kyn­ferðis­of­beldi

Eiður Þór Árnason skrifar
Daníel Örn Arnarsson er hættur sem varaborgarfulltrúi vegna ásakana um kynferðisofbeldi.
Daníel Örn Arnarsson er hættur sem varaborgarfulltrúi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Sósíalistaflokkurinn

Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi.

Daníel, sem er varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, greindi frá því um helgina að hann hafi sagt sig frá störfum fyrir borgarstjórn, stjórnmálaþátttöku og félagslegum störfum vegna ásakananna.

Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Eflingar að hún taki slíkar ásakanir mjög alvarlega og lýsi yfir fullum stuðningi við alla þolendur ofbeldis.

Daníel Örn var einnig í framboði til stjórnar Eflingar og hefur hætt við það framboð „af virðingu fyrir baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og aðstæðum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×