Man ekki eftir svo alvarlegu broti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 09:31 Daníel Örn Hinriksson er formaður Hundaræktarfélags Íslands. stöð2 Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Hundaræktarfélagið fékk ábendingu um málið fyrir tæpu ári síðan en siðanefnd félagsins úrskurðaði um málið fyrir helgi og telur hann um 76 blaðsíður. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár og er það niðurstaða málsins að þær hafi gerst brotlegar við lög félagsins. Brotin eru nokkur og snúa að rangfærslu í ættbókarskráningu: Þar segir að þær hafi vísvitandi skráð ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Þá hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað og skyldur. Þær hafi ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í sýnatöku til sönnunar á ætterni og neitað að gefa upp upplýsingar. Mæðgunum hefur verið vísað úr félaginu í fimmtán ár auk þess sem félagið svipti þær ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Alvarlegt brot Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að meginmarkmið félagsins sé að standa vörð um ræktun hundakynja. „Reynist ættbókin röng er það mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum. Og ekki síst þeim hundaeigendum sem hafa keypt þessa hvolpa í góðri trú um að þeir séu rétt ættbókarfærðir,“ sagði Daníel Örn Hinriksson, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Kaupendur könnuðu stöðu sína Þá hafi eigendur sem keyptu hvolpa af ræktuninni kannað stöðu sína gagnvart ræktendunum. „Á meðan á málinu stóð og á meðan það var til meðferðar siðanefndar þá auðvitað var fólk áhyggjufullt um rétt sinn og kannaði stöðu sína gagnvart þessum ræktanda.“ Hann segir óalgengt að ræktendum sé vísað úr félaginu. „Nei það gerist ekki oft og ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti.“ Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hundaræktarfélagið fékk ábendingu um málið fyrir tæpu ári síðan en siðanefnd félagsins úrskurðaði um málið fyrir helgi og telur hann um 76 blaðsíður. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár og er það niðurstaða málsins að þær hafi gerst brotlegar við lög félagsins. Brotin eru nokkur og snúa að rangfærslu í ættbókarskráningu: Þar segir að þær hafi vísvitandi skráð ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Þá hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað og skyldur. Þær hafi ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í sýnatöku til sönnunar á ætterni og neitað að gefa upp upplýsingar. Mæðgunum hefur verið vísað úr félaginu í fimmtán ár auk þess sem félagið svipti þær ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Alvarlegt brot Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að meginmarkmið félagsins sé að standa vörð um ræktun hundakynja. „Reynist ættbókin röng er það mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum. Og ekki síst þeim hundaeigendum sem hafa keypt þessa hvolpa í góðri trú um að þeir séu rétt ættbókarfærðir,“ sagði Daníel Örn Hinriksson, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Kaupendur könnuðu stöðu sína Þá hafi eigendur sem keyptu hvolpa af ræktuninni kannað stöðu sína gagnvart ræktendunum. „Á meðan á málinu stóð og á meðan það var til meðferðar siðanefndar þá auðvitað var fólk áhyggjufullt um rétt sinn og kannaði stöðu sína gagnvart þessum ræktanda.“ Hann segir óalgengt að ræktendum sé vísað úr félaginu. „Nei það gerist ekki oft og ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti.“
Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19