Húsnæði og lífeyrir Drífa Snædal skrifar 28. janúar 2022 15:00 Verðbólgan fer áfram stigvaxandi og mælist nú 5,7% þrátt fyrir að einum helsta útsölumánuði ársins sé nú að ljúka. Að stórum hluta er verðbólgan drifin áfram af húsnæðisverði. Sú gjaldþrota stefna að hugsa húsnæðismarkaðinn út frá þörfum fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lífsgæði í landinu. Við þurfum að sannmælast um að fylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta gerum við með því að styðjast við hið réttláta viðmið að almennt greiði fólk ekki meira en 25% af tekjum sínum í húsnæði. Við erum langt frá báðum þessum markmiðum og það er skilgetið afkvæmi þess hiks að koma lögum og reglum á húsnæðismarkaðinn. Það þarf ekki síðar en á vorþingi að innleiða lög um húsaleigu með leigubremsu. Það þarf að lögbinda sveitarfélög þannig að hluti lóðaúthlutunar fari í félagslega uppbygginu, þ.e. til samtaka sem starfa ekki í hagnaðarskyni hvort sem markmiðið er að leigja út eða selja eignir. Það þarf að breyta lánastarfsemi þannig að ábyrðin á síbreytilegum lánum falli ekki bara á lántaka heldur lánveitendur líka. Í gegnum djúpa kreppu sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna, það eitt og sér segir sína sögu. Það þarf að endurreisa vaxtabótakerfið og það má fjármagna með bankaskatti. Húsnæðismálin eru stærsta öryggismálið og stærsta afkomumálið og það er ekki í boði fyrir stjórnendur ríkis eða sveitarfélaga að taka ekki á honum stóra sínum. Við erum löngu tilbúin í þessa vinnu og þetta voru skýr skilaboð í vikunni, bæði á fundi ASÍ með nýjum ráðherra húsnæðismála og á fundi Þjóðhagsráðs. Annað stórt mál þessa dagana er hækkun lífeyrisaldurs. Vissulega er þrýstingur frá ákveðnum stéttum að hækka lífeyristökualdur. Margir opinberir starfsmenn vilja gjarnan vinna lengur en til sjötugs. Að hækka lífeyrisaldur á línuna er hins vegar algerlega vanhugsað út frá bæði stétt og kyni. Fólk sem vinnur erfiðisvinnu andlega og líkamlega endist ekki starfsævin eins og örorkutölur segja til um og er láglaunafólk og konur þar í meirihluta. Að hækka lífeyristökualdur þess hóps er ávísun á lífsgæða- og kjaraskerðingu og fjölgun öryrkja. Nær væri að innleiða sérstakan forgangslífeyri fyrir erfiðisvinnufólk til að brúa bilið frá því að starfskraftar þverra þangað til komið er að lífeyristökualdri. Önnur leið er að hækka frítekjumark gagnvart lífeyrissjóðstekjum til að létta undir með láglaunafólki sem tekur lífeyrin fyrr. Að hækka lífeyristökualdur án þess að taka tillit til stéttar eða kyns er forréttindablinda sem viðheldur fátækt og heilsubresti þeirra sem vinna erfiðustu störfin. Lífeyristökualdur á með réttu að semja um í kjarasamningum en ekki ákvarða með breytingum á reglugerðum á vegum fjármálaráðuneytisins. Það er eðlilegt að lífeyristökualdur verði undir í kjarasamningsviðræðum þessa árs. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan fer áfram stigvaxandi og mælist nú 5,7% þrátt fyrir að einum helsta útsölumánuði ársins sé nú að ljúka. Að stórum hluta er verðbólgan drifin áfram af húsnæðisverði. Sú gjaldþrota stefna að hugsa húsnæðismarkaðinn út frá þörfum fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lífsgæði í landinu. Við þurfum að sannmælast um að fylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta gerum við með því að styðjast við hið réttláta viðmið að almennt greiði fólk ekki meira en 25% af tekjum sínum í húsnæði. Við erum langt frá báðum þessum markmiðum og það er skilgetið afkvæmi þess hiks að koma lögum og reglum á húsnæðismarkaðinn. Það þarf ekki síðar en á vorþingi að innleiða lög um húsaleigu með leigubremsu. Það þarf að lögbinda sveitarfélög þannig að hluti lóðaúthlutunar fari í félagslega uppbygginu, þ.e. til samtaka sem starfa ekki í hagnaðarskyni hvort sem markmiðið er að leigja út eða selja eignir. Það þarf að breyta lánastarfsemi þannig að ábyrðin á síbreytilegum lánum falli ekki bara á lántaka heldur lánveitendur líka. Í gegnum djúpa kreppu sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna, það eitt og sér segir sína sögu. Það þarf að endurreisa vaxtabótakerfið og það má fjármagna með bankaskatti. Húsnæðismálin eru stærsta öryggismálið og stærsta afkomumálið og það er ekki í boði fyrir stjórnendur ríkis eða sveitarfélaga að taka ekki á honum stóra sínum. Við erum löngu tilbúin í þessa vinnu og þetta voru skýr skilaboð í vikunni, bæði á fundi ASÍ með nýjum ráðherra húsnæðismála og á fundi Þjóðhagsráðs. Annað stórt mál þessa dagana er hækkun lífeyrisaldurs. Vissulega er þrýstingur frá ákveðnum stéttum að hækka lífeyristökualdur. Margir opinberir starfsmenn vilja gjarnan vinna lengur en til sjötugs. Að hækka lífeyrisaldur á línuna er hins vegar algerlega vanhugsað út frá bæði stétt og kyni. Fólk sem vinnur erfiðisvinnu andlega og líkamlega endist ekki starfsævin eins og örorkutölur segja til um og er láglaunafólk og konur þar í meirihluta. Að hækka lífeyristökualdur þess hóps er ávísun á lífsgæða- og kjaraskerðingu og fjölgun öryrkja. Nær væri að innleiða sérstakan forgangslífeyri fyrir erfiðisvinnufólk til að brúa bilið frá því að starfskraftar þverra þangað til komið er að lífeyristökualdri. Önnur leið er að hækka frítekjumark gagnvart lífeyrissjóðstekjum til að létta undir með láglaunafólki sem tekur lífeyrin fyrr. Að hækka lífeyristökualdur án þess að taka tillit til stéttar eða kyns er forréttindablinda sem viðheldur fátækt og heilsubresti þeirra sem vinna erfiðustu störfin. Lífeyristökualdur á með réttu að semja um í kjarasamningum en ekki ákvarða með breytingum á reglugerðum á vegum fjármálaráðuneytisins. Það er eðlilegt að lífeyristökualdur verði undir í kjarasamningsviðræðum þessa árs. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun