Fyrsta platan, síðasta naslið Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 28. janúar 2022 13:11 Final Snack gefa út sína fyrstu plötu í dag. aðsend Rokksveitin unga Final Snack gefur í dag út sína fyrstu breiðskífu, gubba hecto, á vegum listasamlagsins post-dreifingar. Sveitin inniheldur alla meðlimi pönksveitarinnar Gróu ásamt meðlimum úr rafglapasveitinni sideproject og rokksveitinni Trailer Todd. Sveitin var stofnuð í aprílmánuði í fyrra og platan var tekin upp í júní í tónleikarýminu R6013. Þau stefna svo á útgáfutónleika snemma á árinu, um leið og færi gefst. Þau Atli Finnsson, Fríða Björg Pétursdóttir, Hrafnhildur Einars Maríudóttir, Karólína Þúfa Einars Maríudóttir og Stirnir Kjartansson skipa sveitina. Þau eru öll í kringum tvítugt en eftir þau standa þrátt fyrir það þó nokkur fjöldi útgáfa, sem má flestar nálgast á bandcamp síðu post-dreifingar. Tónlistin er uppfull af ungæði, óhljóðum og tilraunamennsku og hafa gárungi eða tveir talað um að tónleikar sveitarinnar séu upplifun sem ætti að gefa sérstakan gaum. Ofar í greininni má nálgast plötuna á Bandcamp, en hún er einnig aðgengileg á Spotify. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Sveitin var stofnuð í aprílmánuði í fyrra og platan var tekin upp í júní í tónleikarýminu R6013. Þau stefna svo á útgáfutónleika snemma á árinu, um leið og færi gefst. Þau Atli Finnsson, Fríða Björg Pétursdóttir, Hrafnhildur Einars Maríudóttir, Karólína Þúfa Einars Maríudóttir og Stirnir Kjartansson skipa sveitina. Þau eru öll í kringum tvítugt en eftir þau standa þrátt fyrir það þó nokkur fjöldi útgáfa, sem má flestar nálgast á bandcamp síðu post-dreifingar. Tónlistin er uppfull af ungæði, óhljóðum og tilraunamennsku og hafa gárungi eða tveir talað um að tónleikar sveitarinnar séu upplifun sem ætti að gefa sérstakan gaum. Ofar í greininni má nálgast plötuna á Bandcamp, en hún er einnig aðgengileg á Spotify.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira