Börnin eru mikilvægust Guðný Maja Riba skrifar 27. janúar 2022 19:01 Það eru til fátæk börn í Reykjavík, og fátækar fjölskyldur. Þær fjölskyldur sem verst standa eru einstæðir foreldrar. Og einstæðir foreldrar búa í þeim hverfum þar sem húsnæði er ódýrast. Húsnæðiskreppa höfuðborgarsvæðisins bitnar verst á tekjulágum hópum. Börn hafa margs konar þarfir sem þarf að sinna í uppvexti þeirra. Þau þurfa að eiga þess kost að alast upp við tilfinningalegt öryggi. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við efnislegan skort. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við félagslega einangrun eða útskúfun. Og þau eiga rétt á að búa í öruggu húsnæði. Reykjavík er rík borg. Ísland er ríkt land. Það er stutt síðan að samfélag okkar var meira sveit en borg, tengsl fólks betri og sterkari, lífið að sumu leyti einfaldara. Við snúum ekki þangað aftur en við getum lært af fortíðinni. Við getum rifjað upp samheldnina, tengslin, óvæntar heimsóknir, að líta hvert eftir öðru og hafa augun opin fyrir þeim sem hafa það ekki jafn gott og aðrir. Reykjavíkurborg getur auðveldað tekjulágum fjölskyldum lífið með margvíslegum hætti. Talið er að um 10% grunnskólabarna fái ekki heitan mat í hádeginu vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á að greiða fyrir hann. Það er pólitísk ákvörðun að öll börn, óháð stétt og stöðu foreldra fái hollan og góðan mat í hádeginu á skólatíma. Sama gildir um frístundarstarfið. Borgin hefur komið vel til móts við fjölskyldur með frístundakortinu. En við þurfum að gera betur. Við þurfum að vinna að því að öll börn njóti frístundarinnar með vinum og skólafélögum. Og við þurfum að vera hugmyndarík og nærgætin þegar við nálgumst foreldra og fjölskyldur sem af mörgum mismunandi ástæðum notfæra sér ekki styrkinn. Við getum byggt starfið á fyrirmyndum úr íþróttahreyfingunni, við ættum að skoða stöðu þeirra barna sem ekki mæta í skipulagt tómstundarstarf og styrkja félagslega stöðu þeirra með auknum stuðning við foreldra. Við getum átt samtal og nýtt okkur þekkingu þeirra sem vinna á vettvangi. Tekju- og eignaójöfnuður hefur aukist og við sem vinnum með börnum og unglingum og erum nærri vettvangi sjáum hvar og hvernig afleiðingarnar birtast.og höfum skýra sýn á hvernig vandi þessara barna birtist því birtingarmyndir fátæktar geta verið margvíslegar. Eins hefur það sýnt sig að tómstundastarf hefur gríðarlegt forvarnargildi. Tómstundir eru allajafna mikilvægur þáttur í að efla sjálfsmynd og byggja einstaklinginn upp félagslega. Börn efnaminni foreldra eiga það til að einangrast frá vinum, einfaldlega vegna þess að þau standa þeim ekki jafnfætis. Það er staðreynd að börn eru neyslufrek og verða snemma virkir neytendur. Þau gera miklar kröfur innan hópsins og þau skapa sitt eigið neytendasamfélag en neysluhegðunin getur orðið verulegur hluti af félagslegum samskiptum. Til að falla inn í vinahópinn verður barn að standast ákveðin efnahagleg viðmið. Einangrun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barn og eru áhrifin oft varanleg fram á fullorðinsár. Það er þess vegna brýnt að halda vel utan um börn tekjulægstu foreldranna til að þau séu jafnvíg félögum sínum og forðast að þau einangrist og upplifi félagslegan ójöfnuð. Reynslan hefur sýnt að ef stjórnvöld huga ekki að þessum hópi barna getur orðið til ný kynslóð fátækra. Mig langar til að fá tækifæri til starfa í kraftmiklum jafnaðarflokki og vinna að því sem á hug minn allan og ég tel að muni gera samfélagið okkar betra, að auknum jöfnuði og réttlæti. Við verðum að muna að hver manneskja er aðeins einu sinni barn. Það er ekki hægt að endurtaka uppeldi og þróun til sálræns jafnvægis og félagsþroska. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það eru til fátæk börn í Reykjavík, og fátækar fjölskyldur. Þær fjölskyldur sem verst standa eru einstæðir foreldrar. Og einstæðir foreldrar búa í þeim hverfum þar sem húsnæði er ódýrast. Húsnæðiskreppa höfuðborgarsvæðisins bitnar verst á tekjulágum hópum. Börn hafa margs konar þarfir sem þarf að sinna í uppvexti þeirra. Þau þurfa að eiga þess kost að alast upp við tilfinningalegt öryggi. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við efnislegan skort. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við félagslega einangrun eða útskúfun. Og þau eiga rétt á að búa í öruggu húsnæði. Reykjavík er rík borg. Ísland er ríkt land. Það er stutt síðan að samfélag okkar var meira sveit en borg, tengsl fólks betri og sterkari, lífið að sumu leyti einfaldara. Við snúum ekki þangað aftur en við getum lært af fortíðinni. Við getum rifjað upp samheldnina, tengslin, óvæntar heimsóknir, að líta hvert eftir öðru og hafa augun opin fyrir þeim sem hafa það ekki jafn gott og aðrir. Reykjavíkurborg getur auðveldað tekjulágum fjölskyldum lífið með margvíslegum hætti. Talið er að um 10% grunnskólabarna fái ekki heitan mat í hádeginu vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á að greiða fyrir hann. Það er pólitísk ákvörðun að öll börn, óháð stétt og stöðu foreldra fái hollan og góðan mat í hádeginu á skólatíma. Sama gildir um frístundarstarfið. Borgin hefur komið vel til móts við fjölskyldur með frístundakortinu. En við þurfum að gera betur. Við þurfum að vinna að því að öll börn njóti frístundarinnar með vinum og skólafélögum. Og við þurfum að vera hugmyndarík og nærgætin þegar við nálgumst foreldra og fjölskyldur sem af mörgum mismunandi ástæðum notfæra sér ekki styrkinn. Við getum byggt starfið á fyrirmyndum úr íþróttahreyfingunni, við ættum að skoða stöðu þeirra barna sem ekki mæta í skipulagt tómstundarstarf og styrkja félagslega stöðu þeirra með auknum stuðning við foreldra. Við getum átt samtal og nýtt okkur þekkingu þeirra sem vinna á vettvangi. Tekju- og eignaójöfnuður hefur aukist og við sem vinnum með börnum og unglingum og erum nærri vettvangi sjáum hvar og hvernig afleiðingarnar birtast.og höfum skýra sýn á hvernig vandi þessara barna birtist því birtingarmyndir fátæktar geta verið margvíslegar. Eins hefur það sýnt sig að tómstundastarf hefur gríðarlegt forvarnargildi. Tómstundir eru allajafna mikilvægur þáttur í að efla sjálfsmynd og byggja einstaklinginn upp félagslega. Börn efnaminni foreldra eiga það til að einangrast frá vinum, einfaldlega vegna þess að þau standa þeim ekki jafnfætis. Það er staðreynd að börn eru neyslufrek og verða snemma virkir neytendur. Þau gera miklar kröfur innan hópsins og þau skapa sitt eigið neytendasamfélag en neysluhegðunin getur orðið verulegur hluti af félagslegum samskiptum. Til að falla inn í vinahópinn verður barn að standast ákveðin efnahagleg viðmið. Einangrun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barn og eru áhrifin oft varanleg fram á fullorðinsár. Það er þess vegna brýnt að halda vel utan um börn tekjulægstu foreldranna til að þau séu jafnvíg félögum sínum og forðast að þau einangrist og upplifi félagslegan ójöfnuð. Reynslan hefur sýnt að ef stjórnvöld huga ekki að þessum hópi barna getur orðið til ný kynslóð fátækra. Mig langar til að fá tækifæri til starfa í kraftmiklum jafnaðarflokki og vinna að því sem á hug minn allan og ég tel að muni gera samfélagið okkar betra, að auknum jöfnuði og réttlæti. Við verðum að muna að hver manneskja er aðeins einu sinni barn. Það er ekki hægt að endurtaka uppeldi og þróun til sálræns jafnvægis og félagsþroska. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar