Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2022 18:32 Valur Gunnarsson skrifaði bókina Bjarmalönd sem fjallar meðal annars um stríð í Úkraínu og átök í Rússlandi. Foto: Valur Gunnarsson/Arnar Halldórsson Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. Hernaðarumsvif Rússa við landamæri Úkraínu halda áfram en Bandaríkjastjórn svaraði formlega kröfum þeirra í dag þess efnis að Úkraína muni aldrei fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Því virtust Rússar taka vel og sögðu þetta tilefni til viðræðna á milli landanna tveggja. „Það er merkilegt að fylgjast með þessum stríðsótta sem hefur brotist út, því eiginlega fjarlægar sem menn eru frá miðpunktinum, því meiri er stríðsóttinn. Bandaríkjamenn hafa verið með það á hreinu að innrás væri yfirvofandi en í Úkraínu sjálfri eru menn bara frekar rólegir. Það er ekki búið að kalla út varaliðið, herinn er ekki í viðbragðsstöðu og Úkraínuforseti er frekar að reyna að biðja menn um að vera ekki með þessa histeríu,“ segir Valur. Með þrjú spil á hendi Hersöfnun við landamærin sé vissulega ógn en ekki þar með sagt að ætlunin sé að gera innrás í Úkraínu. „Pútín er í raun með þrjú spil á hendi. Það er Krímskaginn sem hann tók yfir 2014. Það er stríðið í Donbas sem er búið að standa síðan 2014 líka. Og nú er hann kominn með þriðja spilið sem er hersöfnunin við Úkraínu. Með því að draga það til baka er hann búinn að gefa eitt spil frá sér, sem kostar hann ekki neitt, síðan getur hann samið um frið í Donbas en haldið eftir Krímskaga, sem er allt í einu ekki lengur á borðinu,“ segir Valur. Blessunarlega þó séu Úkraínumenn og Rússar farnir að tala saman um lausn á stríðinu í Donbas. Hann segir að meginmarkmið Rússa sé að komast að samningaborðinu. „Með því að búa til ógn eru þeir þar með komnir með samningsstöðu og eru teknir alvarlega, sem þeir geta síðan gefið eftir með þennan her. Jafnvel þó þeir séu sjálfir með kröfur um að Úkraína muni ekki ganga í NATO sem Bandaríkin munu aldrei samþykkja, en á hinn bóginn munu Bandaríkin heldur aldrei hleypa Úkraínu inn í NATO.“ Stækkun NATO til austurs mikil ógn við Rússa Deilan sé fyrst og fremst frá Pútín komin en að ekki megi gleyma ábyrgð vestrænna ríkja í þessu samhengi. „Í stóru myndinni má segja að Vesturlönd beri mikla sök því þau hafa verið að stækka NATO til austurs, sem Rússar geta ekki litið á annað en ógn og hljóta að bregðast við með einhverjum hætti. Ég held að Vesturlönd vanmeti rosalega mikið hvað Rússar líta á NATO sem mikla ógn, sem kemur að þeirra sögu þar sem þeir hafa margoft orðið fyrir innrásum úr vestri. Þannig að Rússar eru í sjálfu sér ekkert minna hræddir við NATO en NATO við Rússland.“ Valur bendir á að mikið framfaraskref hafi orðið þegar leiðtogar ríkjanna tveggja samþykktu að ræða lausn á stríðinu í Donbas, sem staðið hefur síðan 2014. Hins vegar sé ógnin enn til staðar og spennan mikil. „Enginn vill stríð en allt getur farið úr böndunum eins og dæmin sanna, til dæmis eins og í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar eða þá hægt að draga allt til baka eins og í Kúbudeilunni,“ segir Valur. Úkraína Rússland Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Hernaðarumsvif Rússa við landamæri Úkraínu halda áfram en Bandaríkjastjórn svaraði formlega kröfum þeirra í dag þess efnis að Úkraína muni aldrei fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Því virtust Rússar taka vel og sögðu þetta tilefni til viðræðna á milli landanna tveggja. „Það er merkilegt að fylgjast með þessum stríðsótta sem hefur brotist út, því eiginlega fjarlægar sem menn eru frá miðpunktinum, því meiri er stríðsóttinn. Bandaríkjamenn hafa verið með það á hreinu að innrás væri yfirvofandi en í Úkraínu sjálfri eru menn bara frekar rólegir. Það er ekki búið að kalla út varaliðið, herinn er ekki í viðbragðsstöðu og Úkraínuforseti er frekar að reyna að biðja menn um að vera ekki með þessa histeríu,“ segir Valur. Með þrjú spil á hendi Hersöfnun við landamærin sé vissulega ógn en ekki þar með sagt að ætlunin sé að gera innrás í Úkraínu. „Pútín er í raun með þrjú spil á hendi. Það er Krímskaginn sem hann tók yfir 2014. Það er stríðið í Donbas sem er búið að standa síðan 2014 líka. Og nú er hann kominn með þriðja spilið sem er hersöfnunin við Úkraínu. Með því að draga það til baka er hann búinn að gefa eitt spil frá sér, sem kostar hann ekki neitt, síðan getur hann samið um frið í Donbas en haldið eftir Krímskaga, sem er allt í einu ekki lengur á borðinu,“ segir Valur. Blessunarlega þó séu Úkraínumenn og Rússar farnir að tala saman um lausn á stríðinu í Donbas. Hann segir að meginmarkmið Rússa sé að komast að samningaborðinu. „Með því að búa til ógn eru þeir þar með komnir með samningsstöðu og eru teknir alvarlega, sem þeir geta síðan gefið eftir með þennan her. Jafnvel þó þeir séu sjálfir með kröfur um að Úkraína muni ekki ganga í NATO sem Bandaríkin munu aldrei samþykkja, en á hinn bóginn munu Bandaríkin heldur aldrei hleypa Úkraínu inn í NATO.“ Stækkun NATO til austurs mikil ógn við Rússa Deilan sé fyrst og fremst frá Pútín komin en að ekki megi gleyma ábyrgð vestrænna ríkja í þessu samhengi. „Í stóru myndinni má segja að Vesturlönd beri mikla sök því þau hafa verið að stækka NATO til austurs, sem Rússar geta ekki litið á annað en ógn og hljóta að bregðast við með einhverjum hætti. Ég held að Vesturlönd vanmeti rosalega mikið hvað Rússar líta á NATO sem mikla ógn, sem kemur að þeirra sögu þar sem þeir hafa margoft orðið fyrir innrásum úr vestri. Þannig að Rússar eru í sjálfu sér ekkert minna hræddir við NATO en NATO við Rússland.“ Valur bendir á að mikið framfaraskref hafi orðið þegar leiðtogar ríkjanna tveggja samþykktu að ræða lausn á stríðinu í Donbas, sem staðið hefur síðan 2014. Hins vegar sé ógnin enn til staðar og spennan mikil. „Enginn vill stríð en allt getur farið úr böndunum eins og dæmin sanna, til dæmis eins og í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar eða þá hægt að draga allt til baka eins og í Kúbudeilunni,“ segir Valur.
Úkraína Rússland Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira