Skóli án aðgreiningar Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Laufey Elísabet Gissurardóttir og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 26. janúar 2022 11:30 Það er í skólaumhverfinu sem börn fara að mynda sér hugmyndir, viðhorf og tengsl við heiminn utan fjölskyldunnar. Allir nemendur eiga rétt á því að vera í sínum hverfisskóla. Þar eignast nemandi vini og kunningja og fær tækifæri til að vera þátttakandi í sínu nærumhverfi. Í skóla án aðgreiningar njóta allir nemendur þess að öðlast skilning og innsýn í fjölbreytileika mannlífsins þegar nemendur með ólíkan bakgrunn og hæfileika lifa, læra og leika saman. Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um skóla án aðgreiningar. Öll umræða um skólamál er af hinu góða, en umræðan um skóla án aðgreiningar hefur undanfarið verið á neikvæðum nótum: frelsissvipting nemenda, skólaforðun og að ekki sé komið til móts við þarfir nemenda með hegðunarvanda og eða hamlandi kvíða, kallað er eftir fjölbreyttari námsúrræðum og að vöntun sé á fagfólki innan skólans. Tekin var út stefna um menntun án aðgreiningar á Íslandi af Evrópumiðstöðinni, sem er sjálfstæð stofnun 30 Evrópuríkja sem vinna saman að málefnum um menntun án aðgreiningar og sérþörfum í námi. Þar opinberuðust ýmsir vankantar. Í ljós kom að mismunandi skilningur er lagður í hugtakið menntun án aðgreiningar á öllum skólastigum og vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina, eftirlit og mat á árangri. Hvað þýðir skóli án aðgreiningar? Á Íslandi er yfirlýst stefna stjórnvalda að menntakerfið skuli að öllu leyti vera án aðgreiningar og þjóna á hverjum nemanda á hans forsendum. Nemendur vinna í sama kennslurými óháð greiningum eða fötlun sem þýðir að nemendur með sérþarfir eru ekki í sérúrræðum eða sérskólum. Nemendur með fötlun eiga að fá aðgengi að sömu menntun og aðrir nemendur með stuðningi og leiðsögn í sínum heimaskóla. Námsumhverfið á að aðlaga sig að þörfum nemenda. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kemur fram að fatlað fólk á að eiga fullan rétt á öllum viðurkenndum mannréttindum til jafns við aðra og að fá að njóta einstaklingsfrelsis eins og annað fólk. Til þess að hægt sé að koma til móts við öll börn með fullnægjandi hætti, líkt og kveðið er á um í Barnasáttmálanum og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er mikilvægt að leggja vinnu í að skilgreina vel hvað hugtakið skóli án aðgreiningar felur í sér og hvernig útfæra eigi slíka stefnu, svo það þjóni börnum. Geðræktarstarf grunnskólabarna Árið 2019 lagði embætti landlæknis fyrir könnun í leik-, grunn-, og framhaldsskólum um stöðu geðræktar, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni í skólastarfi. Könnunin var liður í aðgerð í geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun stjórnvalda til að afla upplýsinga um hvernig stuðlað er að góðri geðheilsu og vellíðan barna í skólakerfinu. Þar komu fram sláandi niðurstöður er varðar snemmtæk og sívirk úrræði og stuðning við nemendur með hegðunar-, félags eða tilfinningavanda. Einnig kom fram að aðeins 60% nemenda sem átti erfitt með nám, hegðun eða aðra þætti fengju einstaklingsmiðaða stuðningsáætlun. Ennfremur kemur fram að þrátt fyrir að 80% grunnskóla ætti í virku samstarfi við aðrar stofnanir fá þeir ekki viðunandi stuðning og í minna er helmingi grunnskóla var starfsfólk talið fá nægan stuðning vegna hegðunarerfiðleika, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika, áfalla og ofbeldis meðal barna. Einnig kom fram að stór hluti grunnskólakennara þurfa að eiga við hegðunarerfiðleika í daglegu starfi sem hefur neikvæð áhrif á skólasamfélagið og allt að þriðjungur kennaranna í rannsókninni fann fyrir einkennum tilfinningaþrots og rúmlega helmingur íhugar að hætta kennslu. Hvað er til ráða? Af hverju hefur skólinn ekki getu til þess að mæta öllum börnum? Eins og staðan er í dag er mikið aðhald í fjármálum innan skólana og fjölga þyrfti stöðugildum kennara og annarra fagaðila. Kennari getur ekki sinnt þörfum nemenda sinna einn og sér. Mikilvægt er að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem ýmsir fagaðilar vinna saman að málefnum nemenda eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga og kennara. Fagþekking þroskaþjálfa Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til að starfa með fólki á öllum aldri sem býr við skerðingu. Sérstaða þroskaþjálfa er annars vegar víðtæk og hagnýt þekking á sviði stefnumótunar, skipulags og framkvæmdar heildrænnar þjónustu og hins vegar einstaklingsmiðuð þjónusta, óháð aldri og aðstæðum. Hugmyndafræði þroskaþjálfunar byggir m.a. á jafnrétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og mannhelgi.Hver manneskja er einstök, allir eiga rétt til fullrar þátttöku á eigin forsendum í samfélaginu. Með þetta að leiðarljósi hafa þroskaþjálfar tekið þátt í að móta þjónustu og ryðja í burt hindrunum í samfélaginu í því skyni að bæta lífsskilyrði og lífsgæði fólks. Stór hluti þroskaþjálfa starfar í skólum og er sú fagþekking sem þeir hafa mikilvæg svo hægt sé að vinna eftir hugmyndafræði skóli án aðgreiningar. Börn geta verið jaðarsett bæði námslega og félagslega. Námslega af því að barnið nær ekki fylgja almennri námskrá, eða ræður ekki við ákveðin verkefni, en félagslega þegar því er hafnað af jafnöldrum. Þegar barn nær ekki að vera með félagslega og nær ekki að eignast vini og tilheyra hópnum er það flóknara en að tilheyra ekki hópum námslega. Hlutverk þroskaþjálfa hefur ætíð verið að stuðla að velferð fatlaðs fólks, fyrst í formi þjálfunar og umönnunar en nú í formi þess að styðja við og stuðla að sjálfstæðu lífi og fullri samfélagsþátttöku. Farsældarlögin Til að efla þverfaglega samvinnu í málum barna voru sett lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í júní árið 2021 og er þessum lögum ætlað að stuðla að því að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu. Markmiðið með lögunum er að fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu og bregðast við á skilvirkan hátt ef þörf er á með samráði og að þjónustan sé samfelld og samþætt í þágu barnsins. Sá sem veitir þessa farsældarþjónustu á vegum ríkisins, sveitarfélags eða einkaaðili eru t.d. leikskóla, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögreglan, félagsþjónusta og barnavernd. Rík áhersla er lögð á að þjónustuveitendum er að taka eftir og greina vísbendingar ef að þörfum barna er ekki mætt. Þjónustan er skipt í þrjú stig til að fá sem bestu yfirsýn yfir þjónustukerfið og til að tryggja að allir fái samfellda þjónustu við hæfi. Það er von okkar að með þessum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi nú í janúar munu þjónustuveitendur stuðla markvisst að velferð og farsæld barna. Að lögð verði áhersla á góða fagþekkingu, gott skipulag og að framkvæmd þjónustunnar sé veitt í samráði við og með þátttöku notenda þjónustunnar. Eins og kemur fram í lögunum ber þjónustuveitenda skylda til að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt og bregðast við þeim. Fram kemur í lögunum að lögin hafi það að markmiði að tryggja börnum og fjölskyldum þeirra samþætta þjónustu án hindrana með áherslu á að virða réttindi barna. Nú er mikilvægt að við tökumhöndum saman til að tryggja félagsleg samskipti og gæðanám fyrir alla nemendur, líkt og kveðið er á um í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sáttmáli ríkisstjórnarinnar Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er ekkert talað um fötluð börn í grunnskóla og/eða hvernig koma eigi betur til móts við nemendur með sértækan vanda. Til að skóli án aðgreiningar eigi að standa undir nafni er mikilvægt að efla stoðþjónustu grunnskólanna og tryggja það að nemendur fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Til að það geti orðið er nauðsynlegt að ráða fleiri þroskaþjálfa og aðra fagaðila innan skólanna. Til þess að það geti orðið þarf meira fjármagn til málaflokksins.Til að menntun fyrir alla gangi eftir verður að fjölga fagfólki innan skólans en samkvæmt fjárlögum á að lækka fjárheimild til málaflokksins sem er afar miður. Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, þroskaþjálfi og ráðgjafi á málaflokki fatlaðs fólks. Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélag Íslands Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Það er í skólaumhverfinu sem börn fara að mynda sér hugmyndir, viðhorf og tengsl við heiminn utan fjölskyldunnar. Allir nemendur eiga rétt á því að vera í sínum hverfisskóla. Þar eignast nemandi vini og kunningja og fær tækifæri til að vera þátttakandi í sínu nærumhverfi. Í skóla án aðgreiningar njóta allir nemendur þess að öðlast skilning og innsýn í fjölbreytileika mannlífsins þegar nemendur með ólíkan bakgrunn og hæfileika lifa, læra og leika saman. Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um skóla án aðgreiningar. Öll umræða um skólamál er af hinu góða, en umræðan um skóla án aðgreiningar hefur undanfarið verið á neikvæðum nótum: frelsissvipting nemenda, skólaforðun og að ekki sé komið til móts við þarfir nemenda með hegðunarvanda og eða hamlandi kvíða, kallað er eftir fjölbreyttari námsúrræðum og að vöntun sé á fagfólki innan skólans. Tekin var út stefna um menntun án aðgreiningar á Íslandi af Evrópumiðstöðinni, sem er sjálfstæð stofnun 30 Evrópuríkja sem vinna saman að málefnum um menntun án aðgreiningar og sérþörfum í námi. Þar opinberuðust ýmsir vankantar. Í ljós kom að mismunandi skilningur er lagður í hugtakið menntun án aðgreiningar á öllum skólastigum og vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina, eftirlit og mat á árangri. Hvað þýðir skóli án aðgreiningar? Á Íslandi er yfirlýst stefna stjórnvalda að menntakerfið skuli að öllu leyti vera án aðgreiningar og þjóna á hverjum nemanda á hans forsendum. Nemendur vinna í sama kennslurými óháð greiningum eða fötlun sem þýðir að nemendur með sérþarfir eru ekki í sérúrræðum eða sérskólum. Nemendur með fötlun eiga að fá aðgengi að sömu menntun og aðrir nemendur með stuðningi og leiðsögn í sínum heimaskóla. Námsumhverfið á að aðlaga sig að þörfum nemenda. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kemur fram að fatlað fólk á að eiga fullan rétt á öllum viðurkenndum mannréttindum til jafns við aðra og að fá að njóta einstaklingsfrelsis eins og annað fólk. Til þess að hægt sé að koma til móts við öll börn með fullnægjandi hætti, líkt og kveðið er á um í Barnasáttmálanum og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er mikilvægt að leggja vinnu í að skilgreina vel hvað hugtakið skóli án aðgreiningar felur í sér og hvernig útfæra eigi slíka stefnu, svo það þjóni börnum. Geðræktarstarf grunnskólabarna Árið 2019 lagði embætti landlæknis fyrir könnun í leik-, grunn-, og framhaldsskólum um stöðu geðræktar, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni í skólastarfi. Könnunin var liður í aðgerð í geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun stjórnvalda til að afla upplýsinga um hvernig stuðlað er að góðri geðheilsu og vellíðan barna í skólakerfinu. Þar komu fram sláandi niðurstöður er varðar snemmtæk og sívirk úrræði og stuðning við nemendur með hegðunar-, félags eða tilfinningavanda. Einnig kom fram að aðeins 60% nemenda sem átti erfitt með nám, hegðun eða aðra þætti fengju einstaklingsmiðaða stuðningsáætlun. Ennfremur kemur fram að þrátt fyrir að 80% grunnskóla ætti í virku samstarfi við aðrar stofnanir fá þeir ekki viðunandi stuðning og í minna er helmingi grunnskóla var starfsfólk talið fá nægan stuðning vegna hegðunarerfiðleika, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika, áfalla og ofbeldis meðal barna. Einnig kom fram að stór hluti grunnskólakennara þurfa að eiga við hegðunarerfiðleika í daglegu starfi sem hefur neikvæð áhrif á skólasamfélagið og allt að þriðjungur kennaranna í rannsókninni fann fyrir einkennum tilfinningaþrots og rúmlega helmingur íhugar að hætta kennslu. Hvað er til ráða? Af hverju hefur skólinn ekki getu til þess að mæta öllum börnum? Eins og staðan er í dag er mikið aðhald í fjármálum innan skólana og fjölga þyrfti stöðugildum kennara og annarra fagaðila. Kennari getur ekki sinnt þörfum nemenda sinna einn og sér. Mikilvægt er að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem ýmsir fagaðilar vinna saman að málefnum nemenda eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga og kennara. Fagþekking þroskaþjálfa Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til að starfa með fólki á öllum aldri sem býr við skerðingu. Sérstaða þroskaþjálfa er annars vegar víðtæk og hagnýt þekking á sviði stefnumótunar, skipulags og framkvæmdar heildrænnar þjónustu og hins vegar einstaklingsmiðuð þjónusta, óháð aldri og aðstæðum. Hugmyndafræði þroskaþjálfunar byggir m.a. á jafnrétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og mannhelgi.Hver manneskja er einstök, allir eiga rétt til fullrar þátttöku á eigin forsendum í samfélaginu. Með þetta að leiðarljósi hafa þroskaþjálfar tekið þátt í að móta þjónustu og ryðja í burt hindrunum í samfélaginu í því skyni að bæta lífsskilyrði og lífsgæði fólks. Stór hluti þroskaþjálfa starfar í skólum og er sú fagþekking sem þeir hafa mikilvæg svo hægt sé að vinna eftir hugmyndafræði skóli án aðgreiningar. Börn geta verið jaðarsett bæði námslega og félagslega. Námslega af því að barnið nær ekki fylgja almennri námskrá, eða ræður ekki við ákveðin verkefni, en félagslega þegar því er hafnað af jafnöldrum. Þegar barn nær ekki að vera með félagslega og nær ekki að eignast vini og tilheyra hópnum er það flóknara en að tilheyra ekki hópum námslega. Hlutverk þroskaþjálfa hefur ætíð verið að stuðla að velferð fatlaðs fólks, fyrst í formi þjálfunar og umönnunar en nú í formi þess að styðja við og stuðla að sjálfstæðu lífi og fullri samfélagsþátttöku. Farsældarlögin Til að efla þverfaglega samvinnu í málum barna voru sett lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í júní árið 2021 og er þessum lögum ætlað að stuðla að því að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu. Markmiðið með lögunum er að fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu og bregðast við á skilvirkan hátt ef þörf er á með samráði og að þjónustan sé samfelld og samþætt í þágu barnsins. Sá sem veitir þessa farsældarþjónustu á vegum ríkisins, sveitarfélags eða einkaaðili eru t.d. leikskóla, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögreglan, félagsþjónusta og barnavernd. Rík áhersla er lögð á að þjónustuveitendum er að taka eftir og greina vísbendingar ef að þörfum barna er ekki mætt. Þjónustan er skipt í þrjú stig til að fá sem bestu yfirsýn yfir þjónustukerfið og til að tryggja að allir fái samfellda þjónustu við hæfi. Það er von okkar að með þessum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi nú í janúar munu þjónustuveitendur stuðla markvisst að velferð og farsæld barna. Að lögð verði áhersla á góða fagþekkingu, gott skipulag og að framkvæmd þjónustunnar sé veitt í samráði við og með þátttöku notenda þjónustunnar. Eins og kemur fram í lögunum ber þjónustuveitenda skylda til að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt og bregðast við þeim. Fram kemur í lögunum að lögin hafi það að markmiði að tryggja börnum og fjölskyldum þeirra samþætta þjónustu án hindrana með áherslu á að virða réttindi barna. Nú er mikilvægt að við tökumhöndum saman til að tryggja félagsleg samskipti og gæðanám fyrir alla nemendur, líkt og kveðið er á um í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sáttmáli ríkisstjórnarinnar Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er ekkert talað um fötluð börn í grunnskóla og/eða hvernig koma eigi betur til móts við nemendur með sértækan vanda. Til að skóli án aðgreiningar eigi að standa undir nafni er mikilvægt að efla stoðþjónustu grunnskólanna og tryggja það að nemendur fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Til að það geti orðið er nauðsynlegt að ráða fleiri þroskaþjálfa og aðra fagaðila innan skólanna. Til þess að það geti orðið þarf meira fjármagn til málaflokksins.Til að menntun fyrir alla gangi eftir verður að fjölga fagfólki innan skólans en samkvæmt fjárlögum á að lækka fjárheimild til málaflokksins sem er afar miður. Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, þroskaþjálfi og ráðgjafi á málaflokki fatlaðs fólks. Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélag Íslands Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun