Þrír lausir úr einangrun og Ísland stóreflist Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 12:46 Fyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur misst af síðustu þremur leikjum Íslands vegna einangrunar en er klár í slaginn. Getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur endurheimt öfluga leikmenn úr einangrun eftir kórónuveirusmit, á síðustu stundu fyrir leikinn mikilvæga við Svartfjallaland á eftir. Þrír leikmenn eru nú lausir úr einangrun; fyrirliðinn Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson. Allir þrír verða því í leikmannahópnum gegn Svartfjallalandi en leikurinn hefst klukkan 14.30. Sigur gæfi Íslandi von um sæti í undanúrslitum á EM. Björgvin Páll Gústavsson, sem spilaði gegn Króatíu á mánudaginn en var svo skikkaður öðru sinni í einangrun í gær, verður hins vegar ekki með. Elvar var einn af þremur sem greindust fyrstir Íslendinga með smit á EM, á miðvikudaginn í síðustu viku, ásamt Björgvini og Ólafi Guðmundssyni. Ólafur þarf hins vegar enn að bíða. Átta leikmenn enn í einangrun Á fimmtudaginn í síðustu viku var greint frá því að Aron, Bjarki og Gísli Þorgeir Kristjánsson hefðu smitast af veirunni, og alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna. Þeir sem eru utan hóps í einangrun í dag eru Björgvin, Ólafur, Gísli Þorgeir, Elliði Snær Viðarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna. Sex leikmenn kallaðir út frá því að hópsmitið kom upp Tveir leikmenn eru mættir til Búdapest og hafa bæst í hópinn eftir leikinn við Króatíu, þeir Dagur Gautason úr Stjörnunni og Bjarni Ófeigur Valdimarsson úr Skövde í Svíþjóð. Alls hafa því sex leikmenn verið kallaðir út til Búdapest eftir að EM hófst, því áður höfðu Valsararnir Vignir, sem smitaðist svo, og Magnús Óli Magnússon, og Haukamennirnir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, verið kallaðir út. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. 26. janúar 2022 10:32 „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Björgvin Páll greindist aftur og Elliði kominn með veiruna Björgvin Páll Gústavsson og Elliði Snær Viðarsson fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Þeir bíða eftir niðurstöðu PCR-prófs. 25. janúar 2022 12:47 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Þrír leikmenn eru nú lausir úr einangrun; fyrirliðinn Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson. Allir þrír verða því í leikmannahópnum gegn Svartfjallalandi en leikurinn hefst klukkan 14.30. Sigur gæfi Íslandi von um sæti í undanúrslitum á EM. Björgvin Páll Gústavsson, sem spilaði gegn Króatíu á mánudaginn en var svo skikkaður öðru sinni í einangrun í gær, verður hins vegar ekki með. Elvar var einn af þremur sem greindust fyrstir Íslendinga með smit á EM, á miðvikudaginn í síðustu viku, ásamt Björgvini og Ólafi Guðmundssyni. Ólafur þarf hins vegar enn að bíða. Átta leikmenn enn í einangrun Á fimmtudaginn í síðustu viku var greint frá því að Aron, Bjarki og Gísli Þorgeir Kristjánsson hefðu smitast af veirunni, og alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna. Þeir sem eru utan hóps í einangrun í dag eru Björgvin, Ólafur, Gísli Þorgeir, Elliði Snær Viðarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna. Sex leikmenn kallaðir út frá því að hópsmitið kom upp Tveir leikmenn eru mættir til Búdapest og hafa bæst í hópinn eftir leikinn við Króatíu, þeir Dagur Gautason úr Stjörnunni og Bjarni Ófeigur Valdimarsson úr Skövde í Svíþjóð. Alls hafa því sex leikmenn verið kallaðir út til Búdapest eftir að EM hófst, því áður höfðu Valsararnir Vignir, sem smitaðist svo, og Magnús Óli Magnússon, og Haukamennirnir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, verið kallaðir út.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. 26. janúar 2022 10:32 „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Björgvin Páll greindist aftur og Elliði kominn með veiruna Björgvin Páll Gústavsson og Elliði Snær Viðarsson fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Þeir bíða eftir niðurstöðu PCR-prófs. 25. janúar 2022 12:47 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. 26. janúar 2022 10:32
„Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01
Björgvin Páll greindist aftur og Elliði kominn með veiruna Björgvin Páll Gústavsson og Elliði Snær Viðarsson fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Þeir bíða eftir niðurstöðu PCR-prófs. 25. janúar 2022 12:47
Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41