Hollenska stórveldið samdi við Kristian: „Fjölskyldan er stolt af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 14:02 Kristian Nökkvi Hlynsson skrifar undir nýja samninginn við Ajax. ajax.nl Knattspyrnumaðurinn ungi Kristian Nökkvi Hlynsson hefur tryggt sér langtímasamning hjá hollenska stórveldinu Ajax með frammistöðu sinni í vetur. Kristian, sem Ronald de Boer kallaði „hinn íslenska De Bruyne“, var með samning við Ajax sem gilti til ársins 2023. Nú hefur þessi 18 ára gamli miðjumaður skrifað undir nýjan samning sem gildir til 30. júní árið 2026. „Ég varð 18 ára á sunnudaginn og þetta er góð afmælisgjöf,“ sagði Kristian við heimasíðu Ajax. „Ég er mjög ánægður með að geta fagnað þessu með pabba mínum [Hlyni Svan Eiríksysni]. Fjölskyldan er stolt af mér. Mér finnst líka frábært að félagið hafi trú á mér. Vonandi get ég endurgoldið traustið,“ sagði Kristian sem stefnir á að stimpla sig inn í aðallið Ajax og spila í hollensku úrvalsdeildinni, og vinna sér svo sess í íslenska A-landsliðinu. Hlynsson: 'Denk dat mijn familie trots is' #ForTheFuture— AFC Ajax (@AFCAjax) January 25, 2022 Kristian, sem er fæddur í Danmörku, lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór til Ajax í janúar 2020. Hann hefur á síðustu 40 dögum spilað sína fyrstu tvo leiki fyrir aðallið Ajax, í hollenska bikarnum, og skorað í þeim báðum. Þá hefur hann leikið 21 leik fyrir varalið Ajax frá því að hann kom frá Breiðabliki. Kristian á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra fyrir U21-landsliðið í undankeppni EM á síðasta ári, þar sem hann lék með bróður sínum Ágústi Eðvaldi. Hann skoraði í einum þeirra leikja, í 3-0 sigri gegn Liechtenstein. Ajax er sigursælasta félag í sögu hollenskrar knattspyrnu, með 35 Hollandsmeistaratitla og 20 bikarmeistaratitla. Liðið er ríkjandi meistari og á toppi hollensku deildarinnar, undir stjórn Eriks ten Hag sem sagður er í sigti Manchester United. Hollenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Kristian, sem Ronald de Boer kallaði „hinn íslenska De Bruyne“, var með samning við Ajax sem gilti til ársins 2023. Nú hefur þessi 18 ára gamli miðjumaður skrifað undir nýjan samning sem gildir til 30. júní árið 2026. „Ég varð 18 ára á sunnudaginn og þetta er góð afmælisgjöf,“ sagði Kristian við heimasíðu Ajax. „Ég er mjög ánægður með að geta fagnað þessu með pabba mínum [Hlyni Svan Eiríksysni]. Fjölskyldan er stolt af mér. Mér finnst líka frábært að félagið hafi trú á mér. Vonandi get ég endurgoldið traustið,“ sagði Kristian sem stefnir á að stimpla sig inn í aðallið Ajax og spila í hollensku úrvalsdeildinni, og vinna sér svo sess í íslenska A-landsliðinu. Hlynsson: 'Denk dat mijn familie trots is' #ForTheFuture— AFC Ajax (@AFCAjax) January 25, 2022 Kristian, sem er fæddur í Danmörku, lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór til Ajax í janúar 2020. Hann hefur á síðustu 40 dögum spilað sína fyrstu tvo leiki fyrir aðallið Ajax, í hollenska bikarnum, og skorað í þeim báðum. Þá hefur hann leikið 21 leik fyrir varalið Ajax frá því að hann kom frá Breiðabliki. Kristian á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra fyrir U21-landsliðið í undankeppni EM á síðasta ári, þar sem hann lék með bróður sínum Ágústi Eðvaldi. Hann skoraði í einum þeirra leikja, í 3-0 sigri gegn Liechtenstein. Ajax er sigursælasta félag í sögu hollenskrar knattspyrnu, með 35 Hollandsmeistaratitla og 20 bikarmeistaratitla. Liðið er ríkjandi meistari og á toppi hollensku deildarinnar, undir stjórn Eriks ten Hag sem sagður er í sigti Manchester United.
Hollenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti