Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Sunna Valgerðardóttir skrifar 24. janúar 2022 18:45 Vísir/Arnar Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Embætti Landlæknis tekur saman fjölda lyfjatengdra andláta á hálfs árs fresti. Fyrstu sex mánuði síðasta árs voru skráð hér 24 andlát sem rekja má til ofskömmtunar lyfja. Þau hafa aldrei verið svo mörg á sex mánaða tímabili. Síðan 2018, eftir að reglur um lyfjaávísanir voru hertar til muna, hafa að minnsta kosti 130 manns dáið beinlínis úr of stórum lyfjaskammti á Íslandi. „Það eru miklu fleiri sem deyja þó að það sé ekki skráð svoleiðis. Og síðan þurfum við að hafa í huga allan þann fjölda sem lætur ekki lífið, hlýtur jafnvel varanlegan heilaskaða af,” segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. „Ég held að Oxycontin sé algengast. Enda er mikið um það á götunni og það er flutt inn frá Spáni.” Sjöföldun á tíu árum Þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin, sem er líklega alræmdasti ópíóíðinn, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Samkvæmt upplýsingum Kompás fengu um 500 manns ávísað oxy árið 2011. Þeir voru 3500 í fyrra. Þetta er sjöföldun á tíu ára tímabili. „Við erum að sjá vöxt í nýjum ópíóíðafaraldri allra síðustu ár,” segir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans. „Þetta getur hreinlega endað með öndunarstoppi og dauða. Og það er það sem við höfum verið að sjá á Íslandi í vaxandi mæli núna á undanförnum árum. Það hefur verið aukning í lyfjatengdum dauðsföllum og þar spila ópíóíðarnir eða morfínskyldu lyfin lang stærsta hlutverkið.” Lífið umturnaðist Jósep Freyr Pétursson Riba notaði ópíóíða í æð í fjögur ár. Líf hans umturnaðist nánast um leið og hann prófaði fyrstu sprautuna. „Morfínefni eru þannig að, sérstaklega náttúrulega í sprautuneyslu, þá ertu strax kominn í stöðuga lífshættu. Nokkrum sinnum á dag,” segir Jósep. Fjallað er ítarlega um hinn nýja ópíóíðafaraldur í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 24. janúar 2022. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi á þriðjudagsmorgni. Kompás Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Sjá meira
Embætti Landlæknis tekur saman fjölda lyfjatengdra andláta á hálfs árs fresti. Fyrstu sex mánuði síðasta árs voru skráð hér 24 andlát sem rekja má til ofskömmtunar lyfja. Þau hafa aldrei verið svo mörg á sex mánaða tímabili. Síðan 2018, eftir að reglur um lyfjaávísanir voru hertar til muna, hafa að minnsta kosti 130 manns dáið beinlínis úr of stórum lyfjaskammti á Íslandi. „Það eru miklu fleiri sem deyja þó að það sé ekki skráð svoleiðis. Og síðan þurfum við að hafa í huga allan þann fjölda sem lætur ekki lífið, hlýtur jafnvel varanlegan heilaskaða af,” segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. „Ég held að Oxycontin sé algengast. Enda er mikið um það á götunni og það er flutt inn frá Spáni.” Sjöföldun á tíu árum Þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin, sem er líklega alræmdasti ópíóíðinn, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Samkvæmt upplýsingum Kompás fengu um 500 manns ávísað oxy árið 2011. Þeir voru 3500 í fyrra. Þetta er sjöföldun á tíu ára tímabili. „Við erum að sjá vöxt í nýjum ópíóíðafaraldri allra síðustu ár,” segir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans. „Þetta getur hreinlega endað með öndunarstoppi og dauða. Og það er það sem við höfum verið að sjá á Íslandi í vaxandi mæli núna á undanförnum árum. Það hefur verið aukning í lyfjatengdum dauðsföllum og þar spila ópíóíðarnir eða morfínskyldu lyfin lang stærsta hlutverkið.” Lífið umturnaðist Jósep Freyr Pétursson Riba notaði ópíóíða í æð í fjögur ár. Líf hans umturnaðist nánast um leið og hann prófaði fyrstu sprautuna. „Morfínefni eru þannig að, sérstaklega náttúrulega í sprautuneyslu, þá ertu strax kominn í stöðuga lífshættu. Nokkrum sinnum á dag,” segir Jósep. Fjallað er ítarlega um hinn nýja ópíóíðafaraldur í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 24. janúar 2022. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi á þriðjudagsmorgni.
Kompás Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Sjá meira