Alþjóðlegur dagur menntunar Ásmundur Einar Daðason skrifar 24. janúar 2022 12:00 Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Þegar þessi dagur varð að alþjóðlegum degi menntunar óraði líklega afar fáa að skömmu síðar myndi skólahald víða um heim standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda skólum opnum í heimsfaraldri. Réttur til menntunar er skilgreindur sem mannréttindi og er nánar útfærður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi skal ávallt varast að skerða og því skulu menntastofnanir ávallt vera eitt það síðasta sem lokar í neyðarástandi og það fyrsta til að opna. Slíkt er mikilvægið. Íslensku skólakerfi hefur borið til sú gæfa að menntun barna hérlendis hefur ekki þurft að verða fyrir jafnmiklum skerðingum og víða annars staðar. Fréttir hafa borist af ríkjum þar sem skólahald hefur fallið niður að mestu í fjöldamarga mánuði og víða hefur skólahald skerst mjög mikið þegar upp hafa komið bylgjur smita. Víðtækt hlutverk skóla Fyrir mörg börn hefur skólaganga ekki einvörðungu það hlutverk að stuðla að menntun, en reglulegt skólahald er mjög mikilvægur fasti í lífi barna. Þetta á sérstaklega við um börn í viðkvæmri stöðu, sem fá ekki nauðsynlegan stuðning heima við af ýmsum ástæðum. Það eru þó fleiri en börn í viðkvæmri stöðu sem eiga erfitt þegar skólahald er skert, en rannsóknir á áhrifum COVID-19 sýna að andleg líðan barna og ungmenna hefur versnað, mörg upplifa sig að hafa verið félagslega einangruð og segjast kvíðin í kjölfar þess að skólahald hefur raskast. Takk fyrir! Við eigum ótrúlegan mannauð í íslensku menntakerfi og það hefur verið magnað að fylgjast með því hvernig allir sem starfa innan skólakerfisins hafa lagt hart að sér til þess að tryggja að börn njóti menntunar og geti mætt í skólann undanfarna mánuði. Frá því ég tók við nýju ráðherraembætti hef ég fengið að kynnast og sjá þá miklu vinnu sem unnin hefur verið innan menntakerfisins á hverjum degi í þessu krefjandi ástandi. Maður fyllist aðdáun og á sama tíma er ég mjög spenntur fyrir dýpri og þéttari samvinnu við starfsfólk íslenska skólakerfisins sem vonandi getur brátt farið að hætta að snúast um viðbrögð vegna sóttvarna. Þar þurfum við að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi eftir tveggja ára heimsfaraldur og taka vel utan um börn og fjölskyldur þeirra með fjölbreyttum úrræðum. Að þessu þurfa að koma fjölmargir aðilar en skólakerfið gegnir þarna lykilhlutverki enda eru flest börn þar stærstan hluta síns daglega lífs. Í tilefni dagsins vil ég færa starfsfólki íslenska menntakerfisins mínar bestu þakkir, bæði sem mennta- og barnamálaráðherra, en ekki síður sem foreldri. Takk! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skóla - og menntamál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Þegar þessi dagur varð að alþjóðlegum degi menntunar óraði líklega afar fáa að skömmu síðar myndi skólahald víða um heim standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda skólum opnum í heimsfaraldri. Réttur til menntunar er skilgreindur sem mannréttindi og er nánar útfærður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi skal ávallt varast að skerða og því skulu menntastofnanir ávallt vera eitt það síðasta sem lokar í neyðarástandi og það fyrsta til að opna. Slíkt er mikilvægið. Íslensku skólakerfi hefur borið til sú gæfa að menntun barna hérlendis hefur ekki þurft að verða fyrir jafnmiklum skerðingum og víða annars staðar. Fréttir hafa borist af ríkjum þar sem skólahald hefur fallið niður að mestu í fjöldamarga mánuði og víða hefur skólahald skerst mjög mikið þegar upp hafa komið bylgjur smita. Víðtækt hlutverk skóla Fyrir mörg börn hefur skólaganga ekki einvörðungu það hlutverk að stuðla að menntun, en reglulegt skólahald er mjög mikilvægur fasti í lífi barna. Þetta á sérstaklega við um börn í viðkvæmri stöðu, sem fá ekki nauðsynlegan stuðning heima við af ýmsum ástæðum. Það eru þó fleiri en börn í viðkvæmri stöðu sem eiga erfitt þegar skólahald er skert, en rannsóknir á áhrifum COVID-19 sýna að andleg líðan barna og ungmenna hefur versnað, mörg upplifa sig að hafa verið félagslega einangruð og segjast kvíðin í kjölfar þess að skólahald hefur raskast. Takk fyrir! Við eigum ótrúlegan mannauð í íslensku menntakerfi og það hefur verið magnað að fylgjast með því hvernig allir sem starfa innan skólakerfisins hafa lagt hart að sér til þess að tryggja að börn njóti menntunar og geti mætt í skólann undanfarna mánuði. Frá því ég tók við nýju ráðherraembætti hef ég fengið að kynnast og sjá þá miklu vinnu sem unnin hefur verið innan menntakerfisins á hverjum degi í þessu krefjandi ástandi. Maður fyllist aðdáun og á sama tíma er ég mjög spenntur fyrir dýpri og þéttari samvinnu við starfsfólk íslenska skólakerfisins sem vonandi getur brátt farið að hætta að snúast um viðbrögð vegna sóttvarna. Þar þurfum við að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi eftir tveggja ára heimsfaraldur og taka vel utan um börn og fjölskyldur þeirra með fjölbreyttum úrræðum. Að þessu þurfa að koma fjölmargir aðilar en skólakerfið gegnir þarna lykilhlutverki enda eru flest börn þar stærstan hluta síns daglega lífs. Í tilefni dagsins vil ég færa starfsfólki íslenska menntakerfisins mínar bestu þakkir, bæði sem mennta- og barnamálaráðherra, en ekki síður sem foreldri. Takk! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun