Hæstiréttur brást vonum Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 12:37 Donald Trump skipaði þrjá hæstaréttardómara en enginn þeirra virðist hafa verið sammála málflutningi verjenda hans. AP/Mariam Zuhaib Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti. Umrædd þingnefnd rannsakar árásina þar sem stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Nefndin skoðar sérstaklega aðkomu Trump-liða að árásinni og hvað forsetinn sjálfur gerði á meðan á henni stóð. Trump krafðist þess að gögnin yrðu ekki afhent en Biden leyfði það. Trump-liðar hafa tapað á öllum stigum dómstóla Bandaríkjanna og nefndin er þegar byrjuð að taka við gögnum og þar á meðal dagbókum, gestabókum, ræðudrögum og minnisblöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni var Clarence Thomas eini dómarinn af níu sem vildi meina þingnefndinni aðgang að gögnunum. Aðrir dómarar voru þó þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki rétt á því að krefjast leyndar yfir gögnunum. Úrskurð Hæstaréttar má sjá hér, en um mikinn sigur er að ræða fyrir rannsóknarnefndina. Nefndin hefur einnig stefnt nokkrum af bandamönnum Trumps og þar á meðal er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður forsetans. Sjá einnig: Vilja spyrja Giuliani spjörunum úr varðandi árásina á þinghúsið Frá síðasta sumari hefur nefndin rætt við á fjórða hundrað manns. Einhverjir hafa þó neitað að ræða við meðlimi nefndarinnar og er Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Trumps, þar á meðal. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir að sýna þinginu vanvirðingu og gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að ár. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Umrædd þingnefnd rannsakar árásina þar sem stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Nefndin skoðar sérstaklega aðkomu Trump-liða að árásinni og hvað forsetinn sjálfur gerði á meðan á henni stóð. Trump krafðist þess að gögnin yrðu ekki afhent en Biden leyfði það. Trump-liðar hafa tapað á öllum stigum dómstóla Bandaríkjanna og nefndin er þegar byrjuð að taka við gögnum og þar á meðal dagbókum, gestabókum, ræðudrögum og minnisblöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni var Clarence Thomas eini dómarinn af níu sem vildi meina þingnefndinni aðgang að gögnunum. Aðrir dómarar voru þó þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki rétt á því að krefjast leyndar yfir gögnunum. Úrskurð Hæstaréttar má sjá hér, en um mikinn sigur er að ræða fyrir rannsóknarnefndina. Nefndin hefur einnig stefnt nokkrum af bandamönnum Trumps og þar á meðal er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður forsetans. Sjá einnig: Vilja spyrja Giuliani spjörunum úr varðandi árásina á þinghúsið Frá síðasta sumari hefur nefndin rætt við á fjórða hundrað manns. Einhverjir hafa þó neitað að ræða við meðlimi nefndarinnar og er Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Trumps, þar á meðal. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir að sýna þinginu vanvirðingu og gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að ár.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira