Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2022 11:38 Bólusetningar grunnskólabarna á aldrinum sex til ellefu ára hófust í Laugardalshöll fyrir um tíu dögum. Byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Byrjað var að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn fædd árið 2016 á mánudaginn og var rætt um að mætingin fyrstu dagana hafi verið eitthvað lakari hjá þeim en hjá eldri börnum í aldurshópnum fimm til ellefu ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk segir að vera kunni að einhverjir foreldrar leikskólabarnanna hafi ekki verið með upplýsingar um bólusetningarnar. „Við treystum svolítið á fjölmiðlana. Heilsugæslan er ekki með sama aðgengi að leikskólunum líkt og í grunnskólunum þar sem skólahjúkrunarfræðingar gátu komið upplýsingum til foreldranna. En þetta hefur gengið ágætlega. Við erum alveg róleg og höfum engar áhyggjur.“ Hún segir að leikskólabörnum verði áfram boðið að mæta með foreldrum í Laugardalshöll næstu vikur, en opið er milli klukkan 10 og 15. Áfram verði boðið upp á sérstök „barnvænni“ rými fyrir bólusetningu yngstu barnanna. „Ameríski draumurinn“ Ragnheiður Ósk segir að annars séu starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á fullu að gefa örvunarskammta. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma til okkar. Þetta hafa verið um tvö þúsund á dag síðustu daga. Við erum ekki endilega að senda út boð, heldur getur fólk mætt með eldra boð eða þá bara kennitöluna sína.“ Bólusett er með bóluefni Pfizer og Moderna, en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu. „Það er alltaf bóluefni að koma til landsins, en við eigum nóg af Moderna. Það er náttúrulega „ameríski draumurinn“,“ segir Ragnheiður. Tilkynnt var fyrr í vikunni að ákveðið hafi verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Kemur tilhögunin til framkvæmda í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03 Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Byrjað var að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn fædd árið 2016 á mánudaginn og var rætt um að mætingin fyrstu dagana hafi verið eitthvað lakari hjá þeim en hjá eldri börnum í aldurshópnum fimm til ellefu ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk segir að vera kunni að einhverjir foreldrar leikskólabarnanna hafi ekki verið með upplýsingar um bólusetningarnar. „Við treystum svolítið á fjölmiðlana. Heilsugæslan er ekki með sama aðgengi að leikskólunum líkt og í grunnskólunum þar sem skólahjúkrunarfræðingar gátu komið upplýsingum til foreldranna. En þetta hefur gengið ágætlega. Við erum alveg róleg og höfum engar áhyggjur.“ Hún segir að leikskólabörnum verði áfram boðið að mæta með foreldrum í Laugardalshöll næstu vikur, en opið er milli klukkan 10 og 15. Áfram verði boðið upp á sérstök „barnvænni“ rými fyrir bólusetningu yngstu barnanna. „Ameríski draumurinn“ Ragnheiður Ósk segir að annars séu starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á fullu að gefa örvunarskammta. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma til okkar. Þetta hafa verið um tvö þúsund á dag síðustu daga. Við erum ekki endilega að senda út boð, heldur getur fólk mætt með eldra boð eða þá bara kennitöluna sína.“ Bólusett er með bóluefni Pfizer og Moderna, en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu. „Það er alltaf bóluefni að koma til landsins, en við eigum nóg af Moderna. Það er náttúrulega „ameríski draumurinn“,“ segir Ragnheiður. Tilkynnt var fyrr í vikunni að ákveðið hafi verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Kemur tilhögunin til framkvæmda í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03 Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03
Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21