Efna til samkeppni um tákn fyrir fjögur hýryrði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2022 08:09 „Á íslensku má alltaf finna svar“ og það á ekki síður að eiga við um táknmál eins og talmál. Samtökin '78 blása til leitar að táknum fyrir fjögur hinsegin orð í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál. Dómnefnd mun velja úr innsendum tillögum en niðurstöður verða tilkynntar 11. febrúar næstkomandi, á degi íslensks táknmáls. Orðin fjögur eru „eikynhneigð“, „kynsegin“, „kvár“ og „stálp“. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að „Hýryrði„ hafi á síðustu árum verið reglulegur viðburður. Um sé að ræða samkeppni þar sem auglýst hafi verið eftir íslenskum orðum fyrir hugtök sem þegar eru til á erlendum tungumálum og orðum sem hefur vantað í tungumálið. Eikynhneigð og kvár eru meðal nýrra hýryrða. „Í ár viljum við beina sjónum að öðru opinberu tungumáli á Íslandi, íslensku táknmáli, og höfum við gengið til samstarfs við málnefnd um íslenskt táknmál um að halda Hýr tákn. Í þetta fyrsta skipti sem þessi nýyrðasamkeppni er haldin verður leitað að táknum fyrir fjögur hinsegin orð: eikynhneigð, kvár, stálp, og kynsegin,“ segir í tilkynningunni. Tekið verður á móti tillögum á myndbandsformi en fulltrúi málnefndar mun endursegja táknin á myndbandi sem berast mun dómnefnd til að tryggja nafnleynd höfunda táknanna. Dómnefndin verður skipuð fulltrúa Félags heyrnarlausra, fulltrúa málnefndar um íslenskt táknmál og einstakling sem tilheyrir bæði hinsegin og döff samfélaginu. Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“. Hinsegin Táknmál Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Orðin fjögur eru „eikynhneigð“, „kynsegin“, „kvár“ og „stálp“. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að „Hýryrði„ hafi á síðustu árum verið reglulegur viðburður. Um sé að ræða samkeppni þar sem auglýst hafi verið eftir íslenskum orðum fyrir hugtök sem þegar eru til á erlendum tungumálum og orðum sem hefur vantað í tungumálið. Eikynhneigð og kvár eru meðal nýrra hýryrða. „Í ár viljum við beina sjónum að öðru opinberu tungumáli á Íslandi, íslensku táknmáli, og höfum við gengið til samstarfs við málnefnd um íslenskt táknmál um að halda Hýr tákn. Í þetta fyrsta skipti sem þessi nýyrðasamkeppni er haldin verður leitað að táknum fyrir fjögur hinsegin orð: eikynhneigð, kvár, stálp, og kynsegin,“ segir í tilkynningunni. Tekið verður á móti tillögum á myndbandsformi en fulltrúi málnefndar mun endursegja táknin á myndbandi sem berast mun dómnefnd til að tryggja nafnleynd höfunda táknanna. Dómnefndin verður skipuð fulltrúa Félags heyrnarlausra, fulltrúa málnefndar um íslenskt táknmál og einstakling sem tilheyrir bæði hinsegin og döff samfélaginu. Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“.
Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“.
Hinsegin Táknmál Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira