Katrín Jakobsdóttir ekki forsætisráðherra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2022 20:04 Katrín Jakobsdóttir, ekki forsætisráðherra, sem brosir bara og hefur gaman af lífinu og alls ruglingsins vegna þess að hún er ekki Katrín forsætisráðherra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það getur verið flókið að heita Katrín Jakobsdóttir og það þekkir Katrín sjálf best. Alnafna Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra fær nokkur símtöl á viku eða boðsbréf á einhverja uppákomu en allt vegna misskilnings því hún er ekki „rétta“ Katrín. Katrín ekki forsætisráðherra býr í blokk í Lindahverfinu í Kópavogi og starfar sem sölumaður lyfja og er töluvert eldri en Katrín forsætisráðherra. „Við erum inu alnöfnurnar á Íslandi, það er svolítið sérstakt því þetta eru ekkert óalgeng nöfn. Ég er að fá boðsbréf hingað heim, eða hún er að fá hingað boðsbréf send í allt mögulegt. Bæði að vera á Degi íslenskra tungu, koma og vera með fyrirlestur hjá háskólanum og öllu mögulegu,“ segir Katrín hlægjandi og hún bætir við. „Kannski er ég búin að panta tíma hjá lækni og kemur svo, starfsfólkið bíður spennt eftir að sjá Katrínu Jakobsdóttir, ekki búið að lesa náttúrulega fæðingardaginn og svo er það bara ég, voða svekkelsi.“ Katrín Jakobsdóttir tekur öllum málum létt í tengslum við nöfnu sína forsætisráðherra og snýr því oft upp í skemmtilegt grín, enda getiur hún alls ekki gert neitt af því að vera alnafna Katrínar forsætisráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín segist hafa hitt nöfnu sínum nokkrum sinnum og það hafi alltaf farið mjög vel á með þeim. Forsætisráðherra þyki þó mjög leiðinlegt hvað nafna sín verði fyrir miklu ónæði fyrir það eitt að vera alnafna hennar. En er Katrín orðinn þreytt á því að vera alnafna forsætisráðherra? „Nei, nei, alls ekki, mér finnst það bara skemmtilegt og ég þekki ekkert annað en að vera Katrín Jakobsdóttir og hún ekki heldur sjálfsagt.“ Og maðurinn þinn, er hann ekki ánægður að eiga Katrínu Jakobsdóttir? „Mjög, mjög ánægður og ég tala nú ekki um þegar fólk heldur að hann sé giftur henni,“ segir Katrín og skellihlær Kópavogur Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Alnafna Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra fær nokkur símtöl á viku eða boðsbréf á einhverja uppákomu en allt vegna misskilnings því hún er ekki „rétta“ Katrín. Katrín ekki forsætisráðherra býr í blokk í Lindahverfinu í Kópavogi og starfar sem sölumaður lyfja og er töluvert eldri en Katrín forsætisráðherra. „Við erum inu alnöfnurnar á Íslandi, það er svolítið sérstakt því þetta eru ekkert óalgeng nöfn. Ég er að fá boðsbréf hingað heim, eða hún er að fá hingað boðsbréf send í allt mögulegt. Bæði að vera á Degi íslenskra tungu, koma og vera með fyrirlestur hjá háskólanum og öllu mögulegu,“ segir Katrín hlægjandi og hún bætir við. „Kannski er ég búin að panta tíma hjá lækni og kemur svo, starfsfólkið bíður spennt eftir að sjá Katrínu Jakobsdóttir, ekki búið að lesa náttúrulega fæðingardaginn og svo er það bara ég, voða svekkelsi.“ Katrín Jakobsdóttir tekur öllum málum létt í tengslum við nöfnu sína forsætisráðherra og snýr því oft upp í skemmtilegt grín, enda getiur hún alls ekki gert neitt af því að vera alnafna Katrínar forsætisráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín segist hafa hitt nöfnu sínum nokkrum sinnum og það hafi alltaf farið mjög vel á með þeim. Forsætisráðherra þyki þó mjög leiðinlegt hvað nafna sín verði fyrir miklu ónæði fyrir það eitt að vera alnafna hennar. En er Katrín orðinn þreytt á því að vera alnafna forsætisráðherra? „Nei, nei, alls ekki, mér finnst það bara skemmtilegt og ég þekki ekkert annað en að vera Katrín Jakobsdóttir og hún ekki heldur sjálfsagt.“ Og maðurinn þinn, er hann ekki ánægður að eiga Katrínu Jakobsdóttir? „Mjög, mjög ánægður og ég tala nú ekki um þegar fólk heldur að hann sé giftur henni,“ segir Katrín og skellihlær
Kópavogur Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira