Samfélagssáttmáli, er það raunhæft? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 12:31 Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur. Við vitum að við getum miklu meira en okkur hefði grunað, við vitum að við komumst miklu lengra en við töldum mögulegt, við vitum að við getum staðið saman í gegnum ótrúlegustu aðstæður, við vitum að með því að trúa á betri tíð þá höldum við áfram, skref fyrir skref. Svo kemur þessi nýjasti skellur, sem fólk hreinlega upplifir sem rothögg. Þá koma spurningar eins og, hversu mikið lengur? Hvað á ég að segja starfsfólkinu? Viðskiptavinum? Bankanum? Hvernig get ég endurskipulagt endurskipulagða planið mitt í óteljandi skiptið? Það er búið að biðja fólk í ákveðnum atvinnugreinum, langflestum sem tilheyra greinum innan ferðaþjónustu að þetta sé alveg að verða búið, bara ein lokun og svo sjáist fyrir endann á þessu. Núna, ca óteljandi aðgerðum síðar þá sér ekki fyrir endann á neinu og algjör óvissa framundan. Það þarf því að koma sér saman um sanngjarnar aðgerðir til handa þessum fyrirtækjum og fólki sem hefur aleiguna sína undir í rekstri til þess að geta byggt upp að nýju. Það þarf samfélagssáttmála um að uppbygging og endurræsing geti átt sér stað séu forsendur fyrir slíku fyrir hendi. Sáttmálinn þarf að taka til þess að mismunandi sviðsmyndir geti komið til. Fyrirsjáanleiki í eins miklu óvissu ástandi og uppi er núna er allra besta forvörn og fjárfesting sem hið opinbera og bankastofnanir geta gripið til núna. Í þessum sáttmála gæti m.a. komið fram: Stuðningslánum til fyrirtækja sem voru í heilbrigðum rekstri fyrir Covid 19 fá lánum breytt í styrk (heilbrigðan rekstur þarf að skilgreina nánar og líta til áranna 2017-2019) Stjórnvöld haldi áfram með aðgerðir sem hafa gagnast vel fram að þessu, s.s. hlutabótaleið, ráðningastyrki og hefjum störf. Viðspyrnustyrki þarf að framlengja í réttu samhengi við framtíðarhorfur, langtímastefnumótun fyrirtækjanna og heilbrigði rekstrar fyrir heimsfaraldur. Sveigjanleiki í lengingum og endurfjármögnun lána frá lánastofnunum og slíkt sé gert með langtíma fjárfestingu og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Skoða lán frá ferðaábyrgðasjóði m.t.t raunhæfi á endurgreiðslutímabili, stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og rekstrarhæfi til lengri tíma. Til að njóta góðs að stuðningsaðgerðum hins opinbera og bankastofnanna mættu viðkomandi aðilar í staðinn gera ríkari kröfur til fyrirtækja um að hafa ekki einungis rekstaráætlanir í Iagi heldur hefja undirbúning eða sýna fram á að þau stundi ábyrgan rekstur, hafi umhverfis og sjálfbærnistefnur, séu með vottuð gæðakerfi og eða vinni að inneiðingu slíkra verkefna með markvissum og óyggjandi hætti. Nýta ætti tímann núna til að aðstoða fyrirtæki sem þess þurfa, með öllum hætti til þess að innleiða nýsköpun, vörþróun, gæðamál og breytta viðskiptahætti í takti við nýja tíma. Ef við ætlum að standa uppi sem samkeppnishæf atvinnugrein í lok þessa heimsfaraldurs þá verðum við að fá súrefni til að standa aðeins lengur í fæturna. Þannig munum við ekki bara lifa af heldur geta átt möguleika á að lifa raunverulega. Ferðaþjónusta er í miklum meirihluta lítil fjölskyldufyrirtæki þar sem aðilum hefur tekist að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu í fjölbreyttum störfum sem allsstaðar, um allt land, hefur glætt samfélögin lífi og gert daglegt líf okkar svo miklu ríkara af menningu og gæða þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur. Við vitum að við getum miklu meira en okkur hefði grunað, við vitum að við komumst miklu lengra en við töldum mögulegt, við vitum að við getum staðið saman í gegnum ótrúlegustu aðstæður, við vitum að með því að trúa á betri tíð þá höldum við áfram, skref fyrir skref. Svo kemur þessi nýjasti skellur, sem fólk hreinlega upplifir sem rothögg. Þá koma spurningar eins og, hversu mikið lengur? Hvað á ég að segja starfsfólkinu? Viðskiptavinum? Bankanum? Hvernig get ég endurskipulagt endurskipulagða planið mitt í óteljandi skiptið? Það er búið að biðja fólk í ákveðnum atvinnugreinum, langflestum sem tilheyra greinum innan ferðaþjónustu að þetta sé alveg að verða búið, bara ein lokun og svo sjáist fyrir endann á þessu. Núna, ca óteljandi aðgerðum síðar þá sér ekki fyrir endann á neinu og algjör óvissa framundan. Það þarf því að koma sér saman um sanngjarnar aðgerðir til handa þessum fyrirtækjum og fólki sem hefur aleiguna sína undir í rekstri til þess að geta byggt upp að nýju. Það þarf samfélagssáttmála um að uppbygging og endurræsing geti átt sér stað séu forsendur fyrir slíku fyrir hendi. Sáttmálinn þarf að taka til þess að mismunandi sviðsmyndir geti komið til. Fyrirsjáanleiki í eins miklu óvissu ástandi og uppi er núna er allra besta forvörn og fjárfesting sem hið opinbera og bankastofnanir geta gripið til núna. Í þessum sáttmála gæti m.a. komið fram: Stuðningslánum til fyrirtækja sem voru í heilbrigðum rekstri fyrir Covid 19 fá lánum breytt í styrk (heilbrigðan rekstur þarf að skilgreina nánar og líta til áranna 2017-2019) Stjórnvöld haldi áfram með aðgerðir sem hafa gagnast vel fram að þessu, s.s. hlutabótaleið, ráðningastyrki og hefjum störf. Viðspyrnustyrki þarf að framlengja í réttu samhengi við framtíðarhorfur, langtímastefnumótun fyrirtækjanna og heilbrigði rekstrar fyrir heimsfaraldur. Sveigjanleiki í lengingum og endurfjármögnun lána frá lánastofnunum og slíkt sé gert með langtíma fjárfestingu og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Skoða lán frá ferðaábyrgðasjóði m.t.t raunhæfi á endurgreiðslutímabili, stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og rekstrarhæfi til lengri tíma. Til að njóta góðs að stuðningsaðgerðum hins opinbera og bankastofnanna mættu viðkomandi aðilar í staðinn gera ríkari kröfur til fyrirtækja um að hafa ekki einungis rekstaráætlanir í Iagi heldur hefja undirbúning eða sýna fram á að þau stundi ábyrgan rekstur, hafi umhverfis og sjálfbærnistefnur, séu með vottuð gæðakerfi og eða vinni að inneiðingu slíkra verkefna með markvissum og óyggjandi hætti. Nýta ætti tímann núna til að aðstoða fyrirtæki sem þess þurfa, með öllum hætti til þess að innleiða nýsköpun, vörþróun, gæðamál og breytta viðskiptahætti í takti við nýja tíma. Ef við ætlum að standa uppi sem samkeppnishæf atvinnugrein í lok þessa heimsfaraldurs þá verðum við að fá súrefni til að standa aðeins lengur í fæturna. Þannig munum við ekki bara lifa af heldur geta átt möguleika á að lifa raunverulega. Ferðaþjónusta er í miklum meirihluta lítil fjölskyldufyrirtæki þar sem aðilum hefur tekist að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu í fjölbreyttum störfum sem allsstaðar, um allt land, hefur glætt samfélögin lífi og gert daglegt líf okkar svo miklu ríkara af menningu og gæða þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun