Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. janúar 2022 21:03 Brátt verður ekki nóg að vera með einn skammt af Janssen til að bólusetningarvottorð teljist gilt innan ESB. Vísir/Vilhelm Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er einnig vakin athygli á ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Covid-bólusetningarskírteini fái níu mánaða gildistíma frá grunnbólusetningu, fyrir 16 ára og eldri. „Forritin sem lesa skírteinin á landamærum munu reikna gildistímann út frá dagsetningu síðasta skammts grunnbólusetningar. Ef lengra er liðið en 9 mánuðir frá grunnbólusetningu mun vottorðið teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að sumar Evrópuþjóðir noti skírteinin einnig í innanlandsaðgerðum, til að mynda geti þau veitt fólki aðgang að vissum viðburðum. Þá geti tímamörk á gildistíma frá grunnbólusetningu hins vegar verið mun þrengri, allt niður í tvo mánuði ef bólusett var með bóluefni Janssen. Því sé mikilvægt að ferðamenn kynni sér slíkar reglur á áfangastöðum erlendis. Örvunarskammtur fellir niður gildistímann „Örvunarskammtur fellir niður þennan gildistíma, þ.e. ekki verður að sinni skilgreindur gildistími á örvunarskammti í smáforritum sem lesa QR kóða á bólusetningaskírteinum skv. Evrópusamstarfinu. Við örvunarskammt mun gildistími íslenskra vottorða, sem fram kemur á læsilegri útgáfu vottorðs, framlengjast um 9 mánuði (í stað 12 mánaða nú) í kjölfar breytinganna á gildistíma grunnbólusetningar í QR kóðanum. Ef tilefni er til að mæla með fjórða skammti fyrr getur verið að sá tími verði styttur,“ segir í tilkynningu Landlæknis. Þar kemur einnig fram að frá og með næstu mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða á grundvelli stakrar bólusetningar með bóluefni Janssen hætt hér á landi, þar sem ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna ráðandi afbrigða kórónuveirunnar, delta og ómíkron. Bóluefnið verði þó enn notað með takmörkuðum hætti, fyrir einstaklinga sem ekki þoli mRNA bóluefni, meðan annarra kosta sé ekki völ. „Nýtt vottorð verður aðgengilegt í Heilsuveru 1. febrúar 2022. Til að sýnilegur texti sé í samræmi við úrlestur smáforrita sem notuð eru á landamærum er mælt með því að þeir sem þurfa að ferðast með bólusetningavottorð 1. febrúar eða síðar sæki sér nýtt vottorð við fyrsta tækifæri eftir þá dagsetningu. Ef rafræn skilríki nýtast ekki til að sækja vottorð beint í Heilsuveru getur heilsugæslan sem viðkomandi er skráður á sent vottorð í tölvupósti eftir 1. febrúar.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er einnig vakin athygli á ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Covid-bólusetningarskírteini fái níu mánaða gildistíma frá grunnbólusetningu, fyrir 16 ára og eldri. „Forritin sem lesa skírteinin á landamærum munu reikna gildistímann út frá dagsetningu síðasta skammts grunnbólusetningar. Ef lengra er liðið en 9 mánuðir frá grunnbólusetningu mun vottorðið teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að sumar Evrópuþjóðir noti skírteinin einnig í innanlandsaðgerðum, til að mynda geti þau veitt fólki aðgang að vissum viðburðum. Þá geti tímamörk á gildistíma frá grunnbólusetningu hins vegar verið mun þrengri, allt niður í tvo mánuði ef bólusett var með bóluefni Janssen. Því sé mikilvægt að ferðamenn kynni sér slíkar reglur á áfangastöðum erlendis. Örvunarskammtur fellir niður gildistímann „Örvunarskammtur fellir niður þennan gildistíma, þ.e. ekki verður að sinni skilgreindur gildistími á örvunarskammti í smáforritum sem lesa QR kóða á bólusetningaskírteinum skv. Evrópusamstarfinu. Við örvunarskammt mun gildistími íslenskra vottorða, sem fram kemur á læsilegri útgáfu vottorðs, framlengjast um 9 mánuði (í stað 12 mánaða nú) í kjölfar breytinganna á gildistíma grunnbólusetningar í QR kóðanum. Ef tilefni er til að mæla með fjórða skammti fyrr getur verið að sá tími verði styttur,“ segir í tilkynningu Landlæknis. Þar kemur einnig fram að frá og með næstu mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða á grundvelli stakrar bólusetningar með bóluefni Janssen hætt hér á landi, þar sem ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna ráðandi afbrigða kórónuveirunnar, delta og ómíkron. Bóluefnið verði þó enn notað með takmörkuðum hætti, fyrir einstaklinga sem ekki þoli mRNA bóluefni, meðan annarra kosta sé ekki völ. „Nýtt vottorð verður aðgengilegt í Heilsuveru 1. febrúar 2022. Til að sýnilegur texti sé í samræmi við úrlestur smáforrita sem notuð eru á landamærum er mælt með því að þeir sem þurfa að ferðast með bólusetningavottorð 1. febrúar eða síðar sæki sér nýtt vottorð við fyrsta tækifæri eftir þá dagsetningu. Ef rafræn skilríki nýtast ekki til að sækja vottorð beint í Heilsuveru getur heilsugæslan sem viðkomandi er skráður á sent vottorð í tölvupósti eftir 1. febrúar.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira