Topplið Austurdeildarinnar án lykilmanna og töpuðu bæði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 23:30 Darius Garland var frábær í sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets í kvöld. EFE/MICHAEL REYNOLDS Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Brooklyn Nets var án Kevin Durant er liðið mætti Cleveland Cavaliers í kvöld. Durant meiddist í síðasta leik liðsins og er enn óljóst hversu lengi hann verður frá. Í hans stað kom hinn óbólusetti Kyrie Irving inn í liðið þar sem Nets voru á útivelli. Too pretty @KyrieIrving x #NBAAllStar pic.twitter.com/RXPgzVPLnM— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 17, 2022 Irving og James Harden gerðu hvað þeir gátu gegn einkar spræku Cavaliers-liði sem hefur komið nær öllum á óvart í vetur en allt kom fyrir ekki. Cavs með frábæran sjö stiga sigur eftir að sóknarleikur Nets hrundi í fjórða leikhluta, lokatölur 114-107. Harden skilaði 22 stig, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Irving skilaði 27 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Another #NBAAllStar performance from your Eastern Conference Player of the Week @dariusgarland22 | #LetEmKnow pic.twitter.com/ZfMmToTN3R— Cleveland Cavaliers (@cavs) January 17, 2022 Segja má að liðsheildin hafi unnið þennan leik en Darius Garland var eini leikmaður Cleveland með meira en 15 stig. Hann skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar. Alls voru þó fimm leikmenn til viðbótar sem skoruðu 12 stig eða meira í kvöld. Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 13 stiga sigur á Nautunum frá Chicago, 119-106. Eftir jafnan fyrsta leikhluta settu Memphis-menn í fimmta gír og voru 13 stigum yfir í hálfleik. Sá munur var kominn upp í 20 stig fyrir síðasta fjórðung en þar tókst Nautunum að klóra í bakkann án þess þó að segja raunverulegan möguleika á sigri. Ja Morant og Desmond Bane skoruðu báðir 25 stig í liði Grizzles. DeMar DeRozan skoraði 24 stig í liði Bulls sem var án Lonzo Ball, Zach Lavine og Alex Caruso í kvöld. Miles Bridgers skoraði 38 stig og tók 12 fráköst í tíu stiga sigri Charlotte Hornets á New York Knicks, lokatölur 97-87. WHAT A DAY for @MilesBridges! career-high 38 POINTS 14-20 from the field 12 rebounds @hornets win pic.twitter.com/I4TPqUUC75— NBA (@NBA) January 17, 2022 Montrezl Harrell skoraði 18 stig og Kyle Kuzma skoraði 15 ásamt því að taka 16 fráköst er Washington Wizards kafsigldi Philadelphai 76ers, lokatölur 117-98. Joel Embiid var með 32 stig í liði 76ers. Kyle Kuzma with AUTHORITY pic.twitter.com/g55vmUhH1f— NBA TV (@NBATV) January 17, 2022 Nicola Batum skoraði 32 stig og Reggie Jackson gerði 26 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 139-133. Caris LaVert skoraði 26 stig í liði Pacers. Jayson Tatum skoraði 27 stig og Dennis Schröder bætti við 23 til viðbótar er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 104-92. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Brooklyn Nets var án Kevin Durant er liðið mætti Cleveland Cavaliers í kvöld. Durant meiddist í síðasta leik liðsins og er enn óljóst hversu lengi hann verður frá. Í hans stað kom hinn óbólusetti Kyrie Irving inn í liðið þar sem Nets voru á útivelli. Too pretty @KyrieIrving x #NBAAllStar pic.twitter.com/RXPgzVPLnM— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 17, 2022 Irving og James Harden gerðu hvað þeir gátu gegn einkar spræku Cavaliers-liði sem hefur komið nær öllum á óvart í vetur en allt kom fyrir ekki. Cavs með frábæran sjö stiga sigur eftir að sóknarleikur Nets hrundi í fjórða leikhluta, lokatölur 114-107. Harden skilaði 22 stig, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Irving skilaði 27 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Another #NBAAllStar performance from your Eastern Conference Player of the Week @dariusgarland22 | #LetEmKnow pic.twitter.com/ZfMmToTN3R— Cleveland Cavaliers (@cavs) January 17, 2022 Segja má að liðsheildin hafi unnið þennan leik en Darius Garland var eini leikmaður Cleveland með meira en 15 stig. Hann skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar. Alls voru þó fimm leikmenn til viðbótar sem skoruðu 12 stig eða meira í kvöld. Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 13 stiga sigur á Nautunum frá Chicago, 119-106. Eftir jafnan fyrsta leikhluta settu Memphis-menn í fimmta gír og voru 13 stigum yfir í hálfleik. Sá munur var kominn upp í 20 stig fyrir síðasta fjórðung en þar tókst Nautunum að klóra í bakkann án þess þó að segja raunverulegan möguleika á sigri. Ja Morant og Desmond Bane skoruðu báðir 25 stig í liði Grizzles. DeMar DeRozan skoraði 24 stig í liði Bulls sem var án Lonzo Ball, Zach Lavine og Alex Caruso í kvöld. Miles Bridgers skoraði 38 stig og tók 12 fráköst í tíu stiga sigri Charlotte Hornets á New York Knicks, lokatölur 97-87. WHAT A DAY for @MilesBridges! career-high 38 POINTS 14-20 from the field 12 rebounds @hornets win pic.twitter.com/I4TPqUUC75— NBA (@NBA) January 17, 2022 Montrezl Harrell skoraði 18 stig og Kyle Kuzma skoraði 15 ásamt því að taka 16 fráköst er Washington Wizards kafsigldi Philadelphai 76ers, lokatölur 117-98. Joel Embiid var með 32 stig í liði 76ers. Kyle Kuzma with AUTHORITY pic.twitter.com/g55vmUhH1f— NBA TV (@NBATV) January 17, 2022 Nicola Batum skoraði 32 stig og Reggie Jackson gerði 26 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 139-133. Caris LaVert skoraði 26 stig í liði Pacers. Jayson Tatum skoraði 27 stig og Dennis Schröder bætti við 23 til viðbótar er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 104-92. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum