Utan vallar: Standast strákarnir okkar stóra prófið? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2022 09:00 Aron Pálmarsson landsliðsfyrirliði þarf að leiða liðið á næsta stig í kvöld. vísir/epa Þrátt fyrir gott gengi á EM getur enn allt gerst í dag. Strákarnir okkar geta farið á flugi inn í milliriðil með stig í töskunni eða flogið heim til sín. Það er stutt á milli í þessu. Það hefur verið markviss uppbygging á þessu landsliði okkar síðustu ár með tilheyrandi vaxtarverkjum. En reynslan er nú til staðar og gæðin eru það svo sannarlega. Í dag fáum við því samt svarað hvort liðið sé komið á þann stað sem við öll vonum að það sé komið á. Guðmundur ætlaði að gera Ísland að topp átta liði í heiminum á þremur árum. Sá tími er núna. Það væru því gríðarleg vonbrigði ef liðið fellur á stóra prófinu og þarf að fara heim eftir riðlakeppnina. Ef strákarnir komast áfram þá fáum við enn fleiri spurningum svarað því andstæðingar milliriðilsins eru enn sterkari en liðin í þessum riðli okkar. Þá fá strákarnir að máta sig við mörg bestu lið heims og sjá hvar þeir standa í þeim samanburði. Maður finnur að andinn og trúin í liðinu er meiri en oft áður. Strákarnir eru frábærir í handbolta og vita það manna best sjálfir. Eins og sagt var eftir leikinn gegn Hollendingum þá hefði sá leikur líklega ekki unnist fyrir þremur árum síðan. Það er hugsanlega rétt. Þó svo ýmislegt hafi brugðist í þeim leik þá var það framfaraskref að klára dæmið. Ég hef tröllatrú á þessu liði okkar og þó svo Ungverjar séu stórir, sterkir og ólseigir þá er ég ekki í vafa um að okkar lið sé betra. Við erum með betri leikmenn og frábæra liðsheild. Ef allt smellur þá vinna strákarnir leikinn. Sviðið verður ekki stærra og flottara en í Búdapest í kvöld. Þetta er hinn fullkomni staður til þess að rúlla upp stóra prófinu og sýna handboltaheiminum að Ísland sé aftur komið með alvöru lið í handbolta. EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Tengdar fréttir Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Það hefur verið markviss uppbygging á þessu landsliði okkar síðustu ár með tilheyrandi vaxtarverkjum. En reynslan er nú til staðar og gæðin eru það svo sannarlega. Í dag fáum við því samt svarað hvort liðið sé komið á þann stað sem við öll vonum að það sé komið á. Guðmundur ætlaði að gera Ísland að topp átta liði í heiminum á þremur árum. Sá tími er núna. Það væru því gríðarleg vonbrigði ef liðið fellur á stóra prófinu og þarf að fara heim eftir riðlakeppnina. Ef strákarnir komast áfram þá fáum við enn fleiri spurningum svarað því andstæðingar milliriðilsins eru enn sterkari en liðin í þessum riðli okkar. Þá fá strákarnir að máta sig við mörg bestu lið heims og sjá hvar þeir standa í þeim samanburði. Maður finnur að andinn og trúin í liðinu er meiri en oft áður. Strákarnir eru frábærir í handbolta og vita það manna best sjálfir. Eins og sagt var eftir leikinn gegn Hollendingum þá hefði sá leikur líklega ekki unnist fyrir þremur árum síðan. Það er hugsanlega rétt. Þó svo ýmislegt hafi brugðist í þeim leik þá var það framfaraskref að klára dæmið. Ég hef tröllatrú á þessu liði okkar og þó svo Ungverjar séu stórir, sterkir og ólseigir þá er ég ekki í vafa um að okkar lið sé betra. Við erum með betri leikmenn og frábæra liðsheild. Ef allt smellur þá vinna strákarnir leikinn. Sviðið verður ekki stærra og flottara en í Búdapest í kvöld. Þetta er hinn fullkomni staður til þess að rúlla upp stóra prófinu og sýna handboltaheiminum að Ísland sé aftur komið með alvöru lið í handbolta.
EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Tengdar fréttir Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31