Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 17:23 Héraðssaksóknari vildi ekki veita frekari upplýsingar um stöðu málsins að svo stöddu. vísir/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. Embætti landlæknis og Persónuvernd hefur sömuleiðis verið tilkynnt um málið. Stundin greindi fyrst frá. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Málið verið lengi í vinnslu SÁÁ hafnar athugasemdum Sjúkratrygginga og telur Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, misskilnings gæta hjá eftirlitsdeildinni. „Maður er mjög hryggur yfir þessari niðurstöðu [eftirlitsdeildar SÍ]. Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín hvernig þetta er sem kemur frá eftirlitinu, sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Málið á sér langan aðdraganda og hefur verið lengi í vinnslu hjá eftirlitsdeild SÍ. Samkvæmt heimildum Vísis er málið afar viðkvæmt og hefur verið rætt meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum gæti verið um saknæmt athæfi að ræða og ef fram fer sem horfir gæti málið komið til kasta ýmissa stjórnsýslueininga. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ.Vísir/Vilhelm Eigi ekki stoð í raunveruleikanum Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga og fullyrðir deildin að símtöl hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Einar sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að þessi ásökun eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi verið í miklum samskiptum við SÁÁ vegna athugunarinnar. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ sagði María. Einar sagði í Bítinu í morgun að málinu væri ekki lokið heldur eigi SÁÁ eftir að setjast niður með forstjóra Sjúkratrygginga og fara yfir málið. Þau hjá SÁÁ hafi sent svör á föstudaginn síðastliðinn og engin lokaniðurstaða sé komin í málið. „Þetta er bara skoðun eftirlitsnefndar. Ég hef fulla trú á að þetta leysist. Það er kveðið á um það í lögum að við eigum að veita sem bestu þjónustuna.“ Vísir hefur sent fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og óskað eftir frekari gögnum. Stjórnsýsla Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Embætti landlæknis og Persónuvernd hefur sömuleiðis verið tilkynnt um málið. Stundin greindi fyrst frá. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Málið verið lengi í vinnslu SÁÁ hafnar athugasemdum Sjúkratrygginga og telur Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, misskilnings gæta hjá eftirlitsdeildinni. „Maður er mjög hryggur yfir þessari niðurstöðu [eftirlitsdeildar SÍ]. Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín hvernig þetta er sem kemur frá eftirlitinu, sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Málið á sér langan aðdraganda og hefur verið lengi í vinnslu hjá eftirlitsdeild SÍ. Samkvæmt heimildum Vísis er málið afar viðkvæmt og hefur verið rætt meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum gæti verið um saknæmt athæfi að ræða og ef fram fer sem horfir gæti málið komið til kasta ýmissa stjórnsýslueininga. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ.Vísir/Vilhelm Eigi ekki stoð í raunveruleikanum Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga og fullyrðir deildin að símtöl hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Einar sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að þessi ásökun eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi verið í miklum samskiptum við SÁÁ vegna athugunarinnar. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ sagði María. Einar sagði í Bítinu í morgun að málinu væri ekki lokið heldur eigi SÁÁ eftir að setjast niður með forstjóra Sjúkratrygginga og fara yfir málið. Þau hjá SÁÁ hafi sent svör á föstudaginn síðastliðinn og engin lokaniðurstaða sé komin í málið. „Þetta er bara skoðun eftirlitsnefndar. Ég hef fulla trú á að þetta leysist. Það er kveðið á um það í lögum að við eigum að veita sem bestu þjónustuna.“ Vísir hefur sent fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og óskað eftir frekari gögnum.
Stjórnsýsla Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44
Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44