Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2022 16:25 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var fjarri góðu gamni á Alþingi seint í desember eftir að hafa líkt og fleiri þingmenn smitast af Covid-19. Hann er staddur erlendis. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis er lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra til stuðnings fyrirtækja í veitingarekstri vegna áframhaldandi óvissu í atvinnulífi vegna Covid-19 faraldursins. Leggur ráðherra því til heimild til fyrirtækja í veitingarekstri að fresta allt að tveimur greiðslum á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvaddi sér hljóðs í pontu eftir að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsti að Bjarni væri staddur erlendis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra myndi mæla fyrir frumvarpinu í fjarveru Bjarna. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir það vera móðgun sé Bjarni fjarverandi vegna frítöku.Vísir/Vilhelm „Mig langar að rifja upp að fyrir 54 mínútum minnti forseti okkur á að fjarvistarskrár lægju frammi eins og alltaf er gert við upphaf þingfundar. Ég prentaði hana út. Á henni er eitt nafn. Það er ekki nafn Bjarna Benediktssonar hæstvirts fjármálaráðherra,“ sagði Andrés Ingi. Móðgun væri ráðherra í fríi „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann, sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram?“ Sagðist Andrés telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga. Væri ráðherrann í fríi þá væri það móðgun. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þakkaði forseta þingsins í kaldhæðni fyrir að upplýsa náðarsamlegast þingið um fjarveru Bjarna þegar verið væri að takast á við risastór mál er varði efnahag almennings og fyrirtækja á landinu. Helga Vala Helgadóttir veltir fyrir sér hvort Bjarni sé í fríi.Vísir/Vilhelm „En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtur fjármálaráðherra er í embættiserindum erlendis eða hvort hann er í fríi?“ sagði Helga Vala og beindi orðum sínum til Birgis forseta þingsins. „Af því að við eigum, held ég, rétt á að vita hvort hæstvirtur fjármálaráðherra, sem tók mjög takmarkað þátt í umræðu um fjárlög hér fyrir jól og milli jóla og nýárs vegna þess að hann var þá Covid-smitaður, hvort það geti verið að hann telji bara Alþingi Íslendinga vera svo ómerkilegan stað að hann þurfi ekki að mæta hingað til að ræða við þingmenn þjóðarinnar og fulltrúa almennings hér innanhúss.“ Bíti höfuðið af skömminni Jóhann Páll Jóhannsson, samflokksmaður Helgu Völu, vakti athygli á fjarveru fleiri ráðherra. Þegar takmarkanir voru kynntar á föstudag hefðu fjórir ráðherrar verið fjarverandi ríkisstjórnarfund. Jóhann Páll Jóhannsson vektur athygli á því að fleiri ráðherrar hafi verið fjarverandi undanfarið.Vísir/Vilhelm „Það er þriðjungur ríkisstjórnar fjarverandi þegar það er verið að kynna íþyngjandi ráðstafanir vegna heimsfaraldurs. Nú bítur hæstvirtur fjármálaráðherra höfuðið af skömminni með því að vera fjarverandi þegar við ræðum um efnahagsaðgerðir vegna þessara sömu sóttvarna, takmarkana og þróun veirunnar yfirleitt,“ sagði Jóhann Páll. „Mér finnst við eiga heimtingu á því að vita hvort hæstvirtur ráðherra er í einkaerindum, hvort hann sé í fríi að slaka á einhvers staðar í útlöndum meðan þessi bylgja gengur yfir meðan fjöldi rekstraraðila berst í bökkum eða hvort hann er í einhverjum opinberum erindagjörðum á erlendri grundu.“ Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar tóku til máls og lýstu undrun sinni á fjarveru Bjarna á þingfundi í dag og sömuleiðis síðastliðinn föstudag þegar hertar aðgerðir innanlands voru kynntar. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagði að honum væri ekki kunnugt um tilefni ferðar hæstvirts fjármálaráðherra. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Lítið hefur heyrst til Bjarna það sem af er ári. Hann var þó til viðtals í Bítinu á Bylgjunni þann 5. janúar og sagðist þá vera við ágæta heilsu eftir að hafa greinst með Covid-19 á milli jóla og nýárs. Uppfært klukkan 16:50 Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fyrsta mál á dagskrá Alþingis er lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra til stuðnings fyrirtækja í veitingarekstri vegna áframhaldandi óvissu í atvinnulífi vegna Covid-19 faraldursins. Leggur ráðherra því til heimild til fyrirtækja í veitingarekstri að fresta allt að tveimur greiðslum á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvaddi sér hljóðs í pontu eftir að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsti að Bjarni væri staddur erlendis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra myndi mæla fyrir frumvarpinu í fjarveru Bjarna. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir það vera móðgun sé Bjarni fjarverandi vegna frítöku.Vísir/Vilhelm „Mig langar að rifja upp að fyrir 54 mínútum minnti forseti okkur á að fjarvistarskrár lægju frammi eins og alltaf er gert við upphaf þingfundar. Ég prentaði hana út. Á henni er eitt nafn. Það er ekki nafn Bjarna Benediktssonar hæstvirts fjármálaráðherra,“ sagði Andrés Ingi. Móðgun væri ráðherra í fríi „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann, sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram?“ Sagðist Andrés telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga. Væri ráðherrann í fríi þá væri það móðgun. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þakkaði forseta þingsins í kaldhæðni fyrir að upplýsa náðarsamlegast þingið um fjarveru Bjarna þegar verið væri að takast á við risastór mál er varði efnahag almennings og fyrirtækja á landinu. Helga Vala Helgadóttir veltir fyrir sér hvort Bjarni sé í fríi.Vísir/Vilhelm „En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtur fjármálaráðherra er í embættiserindum erlendis eða hvort hann er í fríi?“ sagði Helga Vala og beindi orðum sínum til Birgis forseta þingsins. „Af því að við eigum, held ég, rétt á að vita hvort hæstvirtur fjármálaráðherra, sem tók mjög takmarkað þátt í umræðu um fjárlög hér fyrir jól og milli jóla og nýárs vegna þess að hann var þá Covid-smitaður, hvort það geti verið að hann telji bara Alþingi Íslendinga vera svo ómerkilegan stað að hann þurfi ekki að mæta hingað til að ræða við þingmenn þjóðarinnar og fulltrúa almennings hér innanhúss.“ Bíti höfuðið af skömminni Jóhann Páll Jóhannsson, samflokksmaður Helgu Völu, vakti athygli á fjarveru fleiri ráðherra. Þegar takmarkanir voru kynntar á föstudag hefðu fjórir ráðherrar verið fjarverandi ríkisstjórnarfund. Jóhann Páll Jóhannsson vektur athygli á því að fleiri ráðherrar hafi verið fjarverandi undanfarið.Vísir/Vilhelm „Það er þriðjungur ríkisstjórnar fjarverandi þegar það er verið að kynna íþyngjandi ráðstafanir vegna heimsfaraldurs. Nú bítur hæstvirtur fjármálaráðherra höfuðið af skömminni með því að vera fjarverandi þegar við ræðum um efnahagsaðgerðir vegna þessara sömu sóttvarna, takmarkana og þróun veirunnar yfirleitt,“ sagði Jóhann Páll. „Mér finnst við eiga heimtingu á því að vita hvort hæstvirtur ráðherra er í einkaerindum, hvort hann sé í fríi að slaka á einhvers staðar í útlöndum meðan þessi bylgja gengur yfir meðan fjöldi rekstraraðila berst í bökkum eða hvort hann er í einhverjum opinberum erindagjörðum á erlendri grundu.“ Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar tóku til máls og lýstu undrun sinni á fjarveru Bjarna á þingfundi í dag og sömuleiðis síðastliðinn föstudag þegar hertar aðgerðir innanlands voru kynntar. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagði að honum væri ekki kunnugt um tilefni ferðar hæstvirts fjármálaráðherra. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Lítið hefur heyrst til Bjarna það sem af er ári. Hann var þó til viðtals í Bítinu á Bylgjunni þann 5. janúar og sagðist þá vera við ágæta heilsu eftir að hafa greinst með Covid-19 á milli jóla og nýárs. Uppfært klukkan 16:50 Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira