Svona breytti Janus sóknarleik Íslands á ögurstundu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 14:00 Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu gegn Hollandi. vísir/vilhelm Ísland vann Holland með minnsta mun, 29-28, í öðrum leik sínum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslendingar gátu ekki síst þakkað Janusi Daða Smárasyni fyrir sigurinn en hann fann leiðina í gegnum framliggjandi vörn Hollendinga sem hafði breytt gangi mála. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, komust mest fimm mörkum yfir og allt stefndi í öruggan íslenskan sigur. En Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans gáfust ekki upp og Eyjamaðurinn átti ás uppi í erminni. Eftir að Luc Steins minnkaði muninn í 22-18 á 41. mínútu breytti Erlingur í 5-1 vörn. Íslendingar voru þá manni færri. Þessi breyting Erlings gaf góða raun. Holland vann næstu ellefu mínútur 6-2, þrátt fyrir að hafa verið tveimur mönnum færri um tíma, og jafnaði í 24-24. Í fyrstu átta sóknunum eftir að Holland skipti um vörn skoraði Ísland aðeins tvö mörk, bæði í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon tapaði boltanum í þrígang og Elliði Snær Viðarsson, Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson klikkuðu allir á skotum. Á 52. mínútu kom Janus inn á í fyrsta sinn á mótinu, ef frá eru taldar nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Með innkomu hans kom strax betri bragur á íslenska sóknarleikinn. Ísland skoraði í fyrstu fimm sóknunum eftir innkomu Janusar. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í að opna hollensku vörnina í fjórða markinu. Janus átti til að mynda frábæra sirkussendingu á Sigvalda Guðjónsson sem sneri boltann listilega framhjá í Bart Ravensbergen marki Hollands og kom Íslandi í 28-26. Ísland komst tveimur mörkum yfir, 29-27, þegar Elliði skoraði eftir sendingu Janusar. Næsta sókn Hollands klikkaði og Ísland gat því komist þremur mörkum yfir. Janus opnaði hornið fyrir Sigvalda en Ravensbergen varði frá honum. Kay Smits minnkaði muninn í 29-28 með sínu þrettánda marki. Ísland fór í sókn, Janus bjó til dauðafæri fyrir Aron en Ravensbergen varði. Janus fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun og tók ekki frekari þátt í leiknum. Manni færri náðu Íslendingar samt að landa sigrinum. Hollendingar töpuðu boltanum þegar um hálf mínúta var eftir, Íslendingar héldu boltanum út tímann og unnu nauman sigur, 29-28. Óhætt er að segja að innkoma Janusar hafi skipt sköpum. Eftir fimm misheppnaðar sóknir í röð skoraði Ísland í fyrstu fimm sóknunum eftir að Selfyssingurinn kom inn á. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í einu marki til viðbótar. Alls spilaði Janus sjö sóknir á lokakafla leiksins. Í þeim bjó hann til sex færi og fjögur þeirra skiluðu mörkum. Sóknirnar undir lokin með Janus inni á Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver Janus fékk hæstu einkunn leikmanna Íslands fyrir frammistöðu sína gegn Hollandi hjá Vísi. „Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma,“ sagði í umsögn um frammistöðu Janusar. Þrátt fyrir tregðuna í sókninni eftir að Holland skipti um vörn var sóknarleikur Íslands að mestu stórgóður í gær. Íslendingar voru með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum aðeins tíu sinnum, þar af bara þrisvar í seinni hálfleik. Og Ísland skoraði 29 mörk þrátt fyrir að hafa nánast ekki fengið nein hraðaupphlaup í leiknum. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli Evrópumótsins en er þrátt fyrir það ekki komið í milliriðla. Íslendingar mæta heimaliði Ungverja klukkan 17:00 á morgun og með sigri eða jafntefli fer íslenska liðið með tvö stig í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, komust mest fimm mörkum yfir og allt stefndi í öruggan íslenskan sigur. En Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans gáfust ekki upp og Eyjamaðurinn átti ás uppi í erminni. Eftir að Luc Steins minnkaði muninn í 22-18 á 41. mínútu breytti Erlingur í 5-1 vörn. Íslendingar voru þá manni færri. Þessi breyting Erlings gaf góða raun. Holland vann næstu ellefu mínútur 6-2, þrátt fyrir að hafa verið tveimur mönnum færri um tíma, og jafnaði í 24-24. Í fyrstu átta sóknunum eftir að Holland skipti um vörn skoraði Ísland aðeins tvö mörk, bæði í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon tapaði boltanum í þrígang og Elliði Snær Viðarsson, Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson klikkuðu allir á skotum. Á 52. mínútu kom Janus inn á í fyrsta sinn á mótinu, ef frá eru taldar nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Með innkomu hans kom strax betri bragur á íslenska sóknarleikinn. Ísland skoraði í fyrstu fimm sóknunum eftir innkomu Janusar. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í að opna hollensku vörnina í fjórða markinu. Janus átti til að mynda frábæra sirkussendingu á Sigvalda Guðjónsson sem sneri boltann listilega framhjá í Bart Ravensbergen marki Hollands og kom Íslandi í 28-26. Ísland komst tveimur mörkum yfir, 29-27, þegar Elliði skoraði eftir sendingu Janusar. Næsta sókn Hollands klikkaði og Ísland gat því komist þremur mörkum yfir. Janus opnaði hornið fyrir Sigvalda en Ravensbergen varði frá honum. Kay Smits minnkaði muninn í 29-28 með sínu þrettánda marki. Ísland fór í sókn, Janus bjó til dauðafæri fyrir Aron en Ravensbergen varði. Janus fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun og tók ekki frekari þátt í leiknum. Manni færri náðu Íslendingar samt að landa sigrinum. Hollendingar töpuðu boltanum þegar um hálf mínúta var eftir, Íslendingar héldu boltanum út tímann og unnu nauman sigur, 29-28. Óhætt er að segja að innkoma Janusar hafi skipt sköpum. Eftir fimm misheppnaðar sóknir í röð skoraði Ísland í fyrstu fimm sóknunum eftir að Selfyssingurinn kom inn á. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í einu marki til viðbótar. Alls spilaði Janus sjö sóknir á lokakafla leiksins. Í þeim bjó hann til sex færi og fjögur þeirra skiluðu mörkum. Sóknirnar undir lokin með Janus inni á Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver Janus fékk hæstu einkunn leikmanna Íslands fyrir frammistöðu sína gegn Hollandi hjá Vísi. „Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma,“ sagði í umsögn um frammistöðu Janusar. Þrátt fyrir tregðuna í sókninni eftir að Holland skipti um vörn var sóknarleikur Íslands að mestu stórgóður í gær. Íslendingar voru með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum aðeins tíu sinnum, þar af bara þrisvar í seinni hálfleik. Og Ísland skoraði 29 mörk þrátt fyrir að hafa nánast ekki fengið nein hraðaupphlaup í leiknum. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli Evrópumótsins en er þrátt fyrir það ekki komið í milliriðla. Íslendingar mæta heimaliði Ungverja klukkan 17:00 á morgun og með sigri eða jafntefli fer íslenska liðið með tvö stig í milliriðla.
Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira