Innlent

Kristinn vill á­fram 2. sætið hjá Sjálf­stæðis­mönnum í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Kristinn Andersen.
Kristinn Andersen. Aðsend

Kristinn Andersen, verkfræðingur og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, sækist áfram eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í bænum. Kristinn skipaði annað sætið á framboðslista flokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum.

Í tilkynningu frá Kristni segir að hann hafi lokið doktorsnámi í Bandaríkjunum og hafi starfað bæði þar og hérlendis í atvinnulífinu við tækniþróun og nýsköpun um árabil. Nú sé hann prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. 

„Þá hefur hann gegnt formennsku Verkfræðingafélags Íslands og sinnt ýmsum félagsstörfum auk áralangrar þátttöku í starfi Sjálfstæðisflokksins.

Hann leggur áherslu á að traustur rekstur og stjórn fjármála bæjarins skili sér í velsæld og hag íbúa og fyrirtækja í Hafnarfirði og að reynsla hans og bakgrunnur með kosningu áfram í 2. sæti framboðslistans styrki þann hóp sem kjörinn verður til starfa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar til næstu fjögurra ára.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×