Létu drauminn rætast og opnuðu sviðslistaskóla Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. janúar 2022 09:00 Þau Auður Finnbogadóttir, Auður Bergdís Snorradóttir og Guðjón Ragnarsson eru stofnendur Dýnamík Sviðslistaskóla. Vísir/Adelina Vinirnir Auður Finnbogadóttir, Auður Bergdís Snorradóttir og Guðjón Ragnarsson höfðu lengi átt þann draum að opna leiklistarskóla. Þau voru öll kennarar við söng- og leiklistarskólann Sönglist, en þegar sá skóli hætti starfsemi á síðasta ári ákváðu þau að láta drauminn verða að veruleika og stofnuðu sviðslistaskólann Dýnamík. „Þegar Sönglist hætti þá voru rosalega margir krakkar sem vissu ekki hvert þeir ættu að fara og margir að hafa samband og spyrja hvað væri þá næst. Þannig við ákváðum bara að kýla á það að stofna sviðslistaskóla og það er bara strax fullt af hæfileikaríku fólki búið að sækja um,“ segir Auður Finnboga. Í skólanum er fjölbreytt námsframboð. Boðið er upp á námskeið í leiklist, kvikmyndaleik og söngleikjasöng, ásamt sérstöku áheyrnarprufu- og monologue námskeiði. „Fyrst og fremst er þetta skóli fyrir ungt fólk sem vill hafa gaman og efla sjálfstraustið sitt. Leiklist er rosalega mikil sjálfsskoðun og það verður rosa mikið sjálfstraust til í gegnum leiklistina, að fá að gera mistök og læra af þeim og mega vera asnalegur og mega vera fyndinn og mega vera alvarlegur og fá bara svigrúm til að vera,“ segir Guðjón. Til að byrja með verður boðið upp á nám fyrir börn frá 7 ára aldri, en elsti hópurinn er fyrir 16 ára og eldri. Draumurinn er þó að geta boðið upp á nám fyrir ennþá breiðari hóp í framtíðinni. Leiklistin fyrsta ástin Auður, Guðjón og Auður Bergdís munu sjá um kennslu við skólann ásamt söngkonunni Rebekku Sif Stefánsdóttur. Saman búa þau yfir viðamikilli reynslu á sviði hinna ýmsu listgreina. „Leiklist er í rauninni fyrsta ástin mín þegar kemur að listum. Ég lærði leiklist úti í Los Angeles og var í Kvikmyndaskólanum hér á Íslandi og er búinn að vera vinna við kvikmyndagerð síðan árið 2005. Þannig ég er búinn að vera rosalega lengi á setti og þekki kvikmyndaangann ansi vel,“ segir Guðjón sem hefur gert myndir á borð við Eðli og Hækkun Ránna. Auður Finnboga er einnig menntuð í leiklist frá Los Angeles og útskrifaðist hún með heiðursverðlaun sem besta leikkona. Þessa dagana fer hún með hlutverk í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. „Svo er ég búin að vera skrifa handrit og setja upp og leikstýra leikritum fyrir ungmenni sem mér finnst ótrúlega gaman og hlakka til að gera meira af,“ segir Auður Finnboga. Þá er Auður Bergdís, þriðji stofnandi skólans menntuð leikkona frá Royal Acadamy of Dramatic Arts í London, ásamt því að hafa stundað nám í Listdansskóla Íslands. Síðasta áratug hefur hún unnið sem leikkona, dansari, danshöfundur og leikstjóri, en þessa dagana er hún að aðstoðarleikstýra Ávaxtakörfunni. Brúin að bransanum Skólinn verður í samstarfi við Doorway Casting sem sér um leikaraval fyrir kvikmyndir. Samstarfið felur það í sér að Doorway Casting mun leita í hóp nemenda skólans fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og önnur verkefni á þeirra snærum. „Þetta samstarf getur opnað rosalega marga möguleika. Þegar ungt fólk vill stíga sín fyrstu skref í kvikmyndum eða þáttum, þá veit það oft ekki hvar það á að byrja. Geta þau bara mætt inn á umboðsskrifstofu og bara fengið vinnu? Það er erfitt. Þannig við erum svona brúin þarna á milli,“ segir Guðjón. „Þetta er klárlega eitthvað sem ég hefði viljað þegar ég var yngri, að einhver hefði opnað þessar dyr og geta þannig fengið að vera með í þeim verkefnum sem eru í gangi að hverju sinni. Við viljum ekki bara gefa ungmennum það tækifæri að koma og læra hjá okkur, heldur viljum við senda þau út í heiminn og leyfa þeim að gera meira,“ bætir Auður við. Leiklistarnám getur þó einnig verið gagnlegt fyrir þau börn og ungmenni sem stefna ekki endilega á að starfa sem leikarar í framtíðinni. „Það er hollt fyrir alla að fá að skapa og fá að leika sér. Markhópurinn okkar í rauninni bara allir sem vilja hafa gaman og efla sjálfstraustið sitt.“ Fyrsta önn Dýnamík Sviðslistaskóla hefst þann 24. janúar næstkomandi. Umsóknarfrestur er út mánudaginn og hægt er að sækja um nám á heimasíðu skólans. Menning Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
„Þegar Sönglist hætti þá voru rosalega margir krakkar sem vissu ekki hvert þeir ættu að fara og margir að hafa samband og spyrja hvað væri þá næst. Þannig við ákváðum bara að kýla á það að stofna sviðslistaskóla og það er bara strax fullt af hæfileikaríku fólki búið að sækja um,“ segir Auður Finnboga. Í skólanum er fjölbreytt námsframboð. Boðið er upp á námskeið í leiklist, kvikmyndaleik og söngleikjasöng, ásamt sérstöku áheyrnarprufu- og monologue námskeiði. „Fyrst og fremst er þetta skóli fyrir ungt fólk sem vill hafa gaman og efla sjálfstraustið sitt. Leiklist er rosalega mikil sjálfsskoðun og það verður rosa mikið sjálfstraust til í gegnum leiklistina, að fá að gera mistök og læra af þeim og mega vera asnalegur og mega vera fyndinn og mega vera alvarlegur og fá bara svigrúm til að vera,“ segir Guðjón. Til að byrja með verður boðið upp á nám fyrir börn frá 7 ára aldri, en elsti hópurinn er fyrir 16 ára og eldri. Draumurinn er þó að geta boðið upp á nám fyrir ennþá breiðari hóp í framtíðinni. Leiklistin fyrsta ástin Auður, Guðjón og Auður Bergdís munu sjá um kennslu við skólann ásamt söngkonunni Rebekku Sif Stefánsdóttur. Saman búa þau yfir viðamikilli reynslu á sviði hinna ýmsu listgreina. „Leiklist er í rauninni fyrsta ástin mín þegar kemur að listum. Ég lærði leiklist úti í Los Angeles og var í Kvikmyndaskólanum hér á Íslandi og er búinn að vera vinna við kvikmyndagerð síðan árið 2005. Þannig ég er búinn að vera rosalega lengi á setti og þekki kvikmyndaangann ansi vel,“ segir Guðjón sem hefur gert myndir á borð við Eðli og Hækkun Ránna. Auður Finnboga er einnig menntuð í leiklist frá Los Angeles og útskrifaðist hún með heiðursverðlaun sem besta leikkona. Þessa dagana fer hún með hlutverk í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. „Svo er ég búin að vera skrifa handrit og setja upp og leikstýra leikritum fyrir ungmenni sem mér finnst ótrúlega gaman og hlakka til að gera meira af,“ segir Auður Finnboga. Þá er Auður Bergdís, þriðji stofnandi skólans menntuð leikkona frá Royal Acadamy of Dramatic Arts í London, ásamt því að hafa stundað nám í Listdansskóla Íslands. Síðasta áratug hefur hún unnið sem leikkona, dansari, danshöfundur og leikstjóri, en þessa dagana er hún að aðstoðarleikstýra Ávaxtakörfunni. Brúin að bransanum Skólinn verður í samstarfi við Doorway Casting sem sér um leikaraval fyrir kvikmyndir. Samstarfið felur það í sér að Doorway Casting mun leita í hóp nemenda skólans fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og önnur verkefni á þeirra snærum. „Þetta samstarf getur opnað rosalega marga möguleika. Þegar ungt fólk vill stíga sín fyrstu skref í kvikmyndum eða þáttum, þá veit það oft ekki hvar það á að byrja. Geta þau bara mætt inn á umboðsskrifstofu og bara fengið vinnu? Það er erfitt. Þannig við erum svona brúin þarna á milli,“ segir Guðjón. „Þetta er klárlega eitthvað sem ég hefði viljað þegar ég var yngri, að einhver hefði opnað þessar dyr og geta þannig fengið að vera með í þeim verkefnum sem eru í gangi að hverju sinni. Við viljum ekki bara gefa ungmennum það tækifæri að koma og læra hjá okkur, heldur viljum við senda þau út í heiminn og leyfa þeim að gera meira,“ bætir Auður við. Leiklistarnám getur þó einnig verið gagnlegt fyrir þau börn og ungmenni sem stefna ekki endilega á að starfa sem leikarar í framtíðinni. „Það er hollt fyrir alla að fá að skapa og fá að leika sér. Markhópurinn okkar í rauninni bara allir sem vilja hafa gaman og efla sjálfstraustið sitt.“ Fyrsta önn Dýnamík Sviðslistaskóla hefst þann 24. janúar næstkomandi. Umsóknarfrestur er út mánudaginn og hægt er að sækja um nám á heimasíðu skólans.
Menning Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira