Hinseginvika í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2022 14:06 Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar, sem er meðal annars í forsvari fyrir Hinseginvikuna í Sveitarfélaginu Árborg. gpp Hinseginvika verður haldin í fyrsta skipti í Sveitarfélaginu Árborg í næstu viku. Tilgangur vikunnar er að auka fræðslu og skapa umræður, sem tengjast hinseginmálum. Sérstakar hinseginkökur verða bakaðar. Vikan hefst formlega á mánudaginn og stendur til 23. janúar. Það er forvarnarteymi Árborgar í samvinnu við sveitarfélagið, sem standa að vikunni. Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar er í forsvari fyrir Hinseginvikuna. „Vikan er haldin til að auka fræðslu og sýnileika. Við viljum svo skapa umræður og veita stuðning til þeirra, sem tengja við hinseginmálefni á einn eða annan hátt,“ segir Dagbjörg og bætir við. Fjölbreytt dagskrá verður í boði alla vikuna þó Covid hafi þar einhver áhrif. „Það er kannski helst að nefna að við verðum með fræðslu frá Samtökunum 78. Sú fræðsla fer fram á Teams og er opin öllum og hægt að sjá upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu Árborgar. Við ætlum líka að vera mjög virk á Instagrami sveitarfélagsins þar sem verður hægt að finna alls konar áhugavert efni um málefnið. Við verðum líka með fræðslu inn í grunnskólunum og leikskólarnir ætla að vinna verkefni tengt hinseginleikanum og svo verða litlir viðburðir fyrir unglingana í félagsmiðstöðinni og svona fleira í þeim dúr,“ segir Dagbjört. Hinseginvikan fer fram dagana 17. til 23. janúar 2022.Aðsend Dagbjört segir að eitthvað af fyrirtækjum ætli að vera með í Hinseginvikunni, til dæmis GK bakarí á Selfossi, sem ætlar að baka í regnbogalitunum, 1905 blómahús ætlar að selja blómvendi í regnbogalitum og svo ætla fyrirtæki í nýja miðbænum að taka virkan þátt í vikunni. Þá ætlar bókaútgáfan Salka og Íslandsbanki að gefa öllum börnum í fyrsta bekk bókina „Vertu þú“. „Svo ætlum við að hvetja alla íbúa sveitarfélagsins að klæða sig í regnbogalitunum miðvikudaginn 19. janúar,“ segir Dagbjört. En hvað með fordóma fyrir hinseginmálum, finnur Dagbjört og hennar starfsfólk enn þá fyrir þeim? „Já, auðvitað eru þeir alveg í samfélaginu og það er ástæðan fyrir því að svona vikur eru svo mikilvægar. En sem betur fer er nú gleðin meira ríkjandi.“ Merki Árborgar í regnbogalitunum.Aðsend Árborg Hinsegin Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Vikan hefst formlega á mánudaginn og stendur til 23. janúar. Það er forvarnarteymi Árborgar í samvinnu við sveitarfélagið, sem standa að vikunni. Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar er í forsvari fyrir Hinseginvikuna. „Vikan er haldin til að auka fræðslu og sýnileika. Við viljum svo skapa umræður og veita stuðning til þeirra, sem tengja við hinseginmálefni á einn eða annan hátt,“ segir Dagbjörg og bætir við. Fjölbreytt dagskrá verður í boði alla vikuna þó Covid hafi þar einhver áhrif. „Það er kannski helst að nefna að við verðum með fræðslu frá Samtökunum 78. Sú fræðsla fer fram á Teams og er opin öllum og hægt að sjá upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu Árborgar. Við ætlum líka að vera mjög virk á Instagrami sveitarfélagsins þar sem verður hægt að finna alls konar áhugavert efni um málefnið. Við verðum líka með fræðslu inn í grunnskólunum og leikskólarnir ætla að vinna verkefni tengt hinseginleikanum og svo verða litlir viðburðir fyrir unglingana í félagsmiðstöðinni og svona fleira í þeim dúr,“ segir Dagbjört. Hinseginvikan fer fram dagana 17. til 23. janúar 2022.Aðsend Dagbjört segir að eitthvað af fyrirtækjum ætli að vera með í Hinseginvikunni, til dæmis GK bakarí á Selfossi, sem ætlar að baka í regnbogalitunum, 1905 blómahús ætlar að selja blómvendi í regnbogalitum og svo ætla fyrirtæki í nýja miðbænum að taka virkan þátt í vikunni. Þá ætlar bókaútgáfan Salka og Íslandsbanki að gefa öllum börnum í fyrsta bekk bókina „Vertu þú“. „Svo ætlum við að hvetja alla íbúa sveitarfélagsins að klæða sig í regnbogalitunum miðvikudaginn 19. janúar,“ segir Dagbjört. En hvað með fordóma fyrir hinseginmálum, finnur Dagbjört og hennar starfsfólk enn þá fyrir þeim? „Já, auðvitað eru þeir alveg í samfélaginu og það er ástæðan fyrir því að svona vikur eru svo mikilvægar. En sem betur fer er nú gleðin meira ríkjandi.“ Merki Árborgar í regnbogalitunum.Aðsend
Árborg Hinsegin Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira