Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2022 11:12 Festi á og rekur N1, Elko og Krónuna. Vísir/Egill Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. Þórður Már Jóhannesson sagði af sér sem stjórnarformaður Festi eftir að Vítalía steig fram í viðtali. Greindi hún frá meintu kynferðisofbeldi af hálfu þriggja manna í heitum potti í sumarbústaðaferð árið 2020. Þórður hafði áður verið bendlaður við málið en sagði ekki af sér fyrr en að Vítalía steig fram í viðtalinu. Í tilkynningu frá stjórn Festi til kauphallar segir að umrætt mál hafi verið litið alvarlegum augum af stjórninni þegar fyrstu fregnir af því bárust. Var það tekið til skoðunar innan stjórnarinnar í samræmi við lög, samþykktir og reglur félagsins. „Frá upphafi var ljóst að innan þessa ramma hafði stjórn lítið rými til að bregðast við. Þegar málið varð opinbert með afgerandi hætti með áðurnefndu viðtali í byrjun janúar sagði fyrrverandi stjórnarformaður af sér,“ segir í tilkynningunni. Segja það skyldu félagsins að breytast með samfélaginu Þar segir einnig að nú sé ljóst að endurskoða þurfi starfsreglur stjórnar. „Að fenginni þessari reynslu er það mat stjórnar Festi að þörf sé á að endurskoða starfsreglur stjórnar. Markmið þeirrar endurskoðunnar er að bæta reglur og gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax. Festi er með skýrar reglur fyrir alla stjórnendur og starfsmenn félagsins og dótturfélaga sem verða lagðar til grundvallar við endurskoðun á starfsreglum stjórnar,“ segir enndremur Stefnt er að því að niðurstöður endurskoðunarinnar verði kynntar á aðalfundi félagsins, þann 22. mars næstkomandi. „Stjórn Festi fordæmir allt ofbeldi og telur mikilvægt að hlustað sé á þolendur. Það er skylda okkar að breytast með samfélaginu og í sameiningu eigum við að búa til öruggara umhverfi fyrir okkur öll.“ Kynferðisofbeldi Kauphöllin Samfélagsleg ábyrgð MeToo Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir „Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59 Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Daði og Hrafna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Sjá meira
Þórður Már Jóhannesson sagði af sér sem stjórnarformaður Festi eftir að Vítalía steig fram í viðtali. Greindi hún frá meintu kynferðisofbeldi af hálfu þriggja manna í heitum potti í sumarbústaðaferð árið 2020. Þórður hafði áður verið bendlaður við málið en sagði ekki af sér fyrr en að Vítalía steig fram í viðtalinu. Í tilkynningu frá stjórn Festi til kauphallar segir að umrætt mál hafi verið litið alvarlegum augum af stjórninni þegar fyrstu fregnir af því bárust. Var það tekið til skoðunar innan stjórnarinnar í samræmi við lög, samþykktir og reglur félagsins. „Frá upphafi var ljóst að innan þessa ramma hafði stjórn lítið rými til að bregðast við. Þegar málið varð opinbert með afgerandi hætti með áðurnefndu viðtali í byrjun janúar sagði fyrrverandi stjórnarformaður af sér,“ segir í tilkynningunni. Segja það skyldu félagsins að breytast með samfélaginu Þar segir einnig að nú sé ljóst að endurskoða þurfi starfsreglur stjórnar. „Að fenginni þessari reynslu er það mat stjórnar Festi að þörf sé á að endurskoða starfsreglur stjórnar. Markmið þeirrar endurskoðunnar er að bæta reglur og gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax. Festi er með skýrar reglur fyrir alla stjórnendur og starfsmenn félagsins og dótturfélaga sem verða lagðar til grundvallar við endurskoðun á starfsreglum stjórnar,“ segir enndremur Stefnt er að því að niðurstöður endurskoðunarinnar verði kynntar á aðalfundi félagsins, þann 22. mars næstkomandi. „Stjórn Festi fordæmir allt ofbeldi og telur mikilvægt að hlustað sé á þolendur. Það er skylda okkar að breytast með samfélaginu og í sameiningu eigum við að búa til öruggara umhverfi fyrir okkur öll.“
Kynferðisofbeldi Kauphöllin Samfélagsleg ábyrgð MeToo Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir „Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59 Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Daði og Hrafna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Sjá meira
„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59
Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40
Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16
Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06