Gæti komið í veg fyrir blindu milljóna í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2022 16:23 RetinaRisk-teymið. Efri röð frá vinstri: Thor Aspelund, Francisco Rojas, Einar Stefánsson, Bala Kamallakharan. Neðri röð frá vinstri: Ægir Þór Steinarsson,Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, Arna Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Stefán Einarsson. Aðsend Íslenska sprotafyrirtækið Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin (ADA) hafa gert með sér samkomulag um að gera RetinaRisk áhættureikninn, sem reiknar út áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnsjúkdómum, aðgengilegan almenningi í Bandaríkjunum. Reiknirinn er sá eini sinnar tegundar í heiminum og er afrakstur yfir 10 ára vísindarannsókna og þróunar á Íslandi og erlendis. Í tilkynningu segir að með þessu samstarfi sé stigið fyrsta skrefið með ADA á vegferð í átt að því að gjörbylta einstaklingsbundinni sykursýkismeðferð á heimsvísu. „Sykursýki er í dag ein helsta orsök blindu í fólki á vinnualdri um heim allan en koma má í veg fyrir sjónskerðinguna í yfir 90% tilvika með snemmgreiningu og viðeigandi meðferð. Það er til mikils að vinna þar sem Alþjóðasykursýkissamtökin (IDF) gera ráð fyrir að í dag séu í kringum hálfur milljarður manna með sykursýki og sú tala eigi eftir að fara yfir 700 milljónir árið 2045. RetinaRisk mun skipta sköpum til að auka líkur á snemmgreiningu og gera fólki kleift að bregðast við í tíma til að koma í veg fyrir sjónskerðingu og blindu,“ segir í tilkynningunni. Risk ehf. (retinarisk.com) var stofnað af Einari Stefánssyni augnlækni, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, og Örnu Guðmundsdóttur, innkirtlalækni. RetinaRisk áhættureiknirinn var þróaður með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs og innlendra fjárfesta og er sá fyrsti í röð áhættureikna fyrir sykursýki og aðra króníska sjúkdóma sem eru í þróun. Þörfin fyrir vísindalega nákvæmt áhættumat, eins og RetinaRisk, til að bera kennsl á fólk sem þarf aukna heilbrigðisþjónustu og eftirfylgni sé orðin gríðarlega mikilvæg í dag. „Sjúklingahópar með króníska sjúkdóma, eins og sykursýki, fara ört stækkandi og þörfin fyrir aukna og einstaklingsmiðaða upplýsingagjöf og snjallari forgangsröðun á framboði heilbrigðisþjónustu mun aukast verulega á næstu árum. Það sterka vísinda- og þróunarstarf sem Risk ehf. hefur unnið síðustu 10 ár setur fyrirtækið í fremstu röð til að mæta þessari þörf.“ Bandarísku sykursýkissamtökin, eða ADA (diabetes.org), eru stærstu sykursýkissamtök heims og leiðandi á sviði sykursýkismeðferðar. Mikið vísindastarf sé unnið innan samtakana og alþjóðlegir staðlar um meðferð og skilgreiningu á sjúkdómnum eigi oftar en ekki uppruna sinn innan veggja þeirra. Að sögn Sigurbjargar Ástu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra, munu Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin halda áfram að þróa samstarfið. „Við erum afar ánægð með þetta samstarf með ADA en í því felst mikil viðurkenning á RetinaRisk áhættureikninum. Samstarfið mun nýtast okkur sem stökkpallur inn á Bandaríkjamarkað, sem er einn af mikilvægustu mörkuðum heims fyrir stafrænar heilbrigðislausnir tengdar sykursýki,” segir Sigurbjörg Ásta. Áhugasamir geta nálgast RetinaRisk áhættureikninn hér og þeir sem eru með sykursýki geta reiknað út áhættu á sjónskerðandi augnsjúkdómum. Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Reiknirinn er sá eini sinnar tegundar í heiminum og er afrakstur yfir 10 ára vísindarannsókna og þróunar á Íslandi og erlendis. Í tilkynningu segir að með þessu samstarfi sé stigið fyrsta skrefið með ADA á vegferð í átt að því að gjörbylta einstaklingsbundinni sykursýkismeðferð á heimsvísu. „Sykursýki er í dag ein helsta orsök blindu í fólki á vinnualdri um heim allan en koma má í veg fyrir sjónskerðinguna í yfir 90% tilvika með snemmgreiningu og viðeigandi meðferð. Það er til mikils að vinna þar sem Alþjóðasykursýkissamtökin (IDF) gera ráð fyrir að í dag séu í kringum hálfur milljarður manna með sykursýki og sú tala eigi eftir að fara yfir 700 milljónir árið 2045. RetinaRisk mun skipta sköpum til að auka líkur á snemmgreiningu og gera fólki kleift að bregðast við í tíma til að koma í veg fyrir sjónskerðingu og blindu,“ segir í tilkynningunni. Risk ehf. (retinarisk.com) var stofnað af Einari Stefánssyni augnlækni, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, og Örnu Guðmundsdóttur, innkirtlalækni. RetinaRisk áhættureiknirinn var þróaður með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs og innlendra fjárfesta og er sá fyrsti í röð áhættureikna fyrir sykursýki og aðra króníska sjúkdóma sem eru í þróun. Þörfin fyrir vísindalega nákvæmt áhættumat, eins og RetinaRisk, til að bera kennsl á fólk sem þarf aukna heilbrigðisþjónustu og eftirfylgni sé orðin gríðarlega mikilvæg í dag. „Sjúklingahópar með króníska sjúkdóma, eins og sykursýki, fara ört stækkandi og þörfin fyrir aukna og einstaklingsmiðaða upplýsingagjöf og snjallari forgangsröðun á framboði heilbrigðisþjónustu mun aukast verulega á næstu árum. Það sterka vísinda- og þróunarstarf sem Risk ehf. hefur unnið síðustu 10 ár setur fyrirtækið í fremstu röð til að mæta þessari þörf.“ Bandarísku sykursýkissamtökin, eða ADA (diabetes.org), eru stærstu sykursýkissamtök heims og leiðandi á sviði sykursýkismeðferðar. Mikið vísindastarf sé unnið innan samtakana og alþjóðlegir staðlar um meðferð og skilgreiningu á sjúkdómnum eigi oftar en ekki uppruna sinn innan veggja þeirra. Að sögn Sigurbjargar Ástu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra, munu Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin halda áfram að þróa samstarfið. „Við erum afar ánægð með þetta samstarf með ADA en í því felst mikil viðurkenning á RetinaRisk áhættureikninum. Samstarfið mun nýtast okkur sem stökkpallur inn á Bandaríkjamarkað, sem er einn af mikilvægustu mörkuðum heims fyrir stafrænar heilbrigðislausnir tengdar sykursýki,” segir Sigurbjörg Ásta. Áhugasamir geta nálgast RetinaRisk áhættureikninn hér og þeir sem eru með sykursýki geta reiknað út áhættu á sjónskerðandi augnsjúkdómum.
Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira