Svar við opnu bréfi - 7. bekkur Birgir Edwald skrifar 12. janúar 2022 16:31 Ágæta Margrét Þakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk. Í vetrabyrjun kynntu kennarar kennsluáætlun vetrarins fyrir foreldrum, þar á meðal átta vikna kennslulotu í samþættri íslensku og lífsleikinkennslu. Fyrirkomulag kennslunnar er á þann veg að á mánudögum er horft á einn þátt úr þáttaröðinni Brot. Að honum loknum er glósað og spurningum svarað um umfjöllunarefni þáttarins. Á miðvikudegi, fimmtudegi og föstudegi rúllar svo hringekja þar sem unnið er með ferns konar viðfangsefni í fjórum kennslustundum. Viðfangsefnin eru lífsleikni, ritun, orðaforðavinna og rannsóknarveggur. Í lífsleikni er lögð áhersla á fræðslu um réttindi barna sem tengd eru barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ritun er lögð áhersla á uppbyggingu heildstæðrar textagerðar og í orðaforðavinnunni er lögð áhersla á að vinna með lykilorð úr hverjum þætti, greina þau og skýra. Einnig er settur upp rannsóknarveggur á hverju svæði og á þeirri stöð setja nemendur sig í spor rannsóknarlögreglu, vinna að því í sameiningu að greina persónur og söguþráð og leysa ráðgátuna í þáttunum. Við lok lotunnar kemur barnavernd og lögregla í skólann með fræðslu um ofbeldi auk þess sem við fáum að taka viðtal við varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi þar sem krakkarnir fá að undirbúa spurningar fyrir viðtalið. Við val á á viðfangsefni til að nota sem kveikju í þessari vinnu var horft til þess að þegar þættirnir Brot voru sýndir í Sjónvarpi RÚV voru þeir gulmerktir og sagðir ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Eins og áður sagði er verkefnið unnið á vorönn í 7. bekk þegar nemendur árgangsins hafa náð 12 ára aldri. Það er okkur mikilvægt að eiga gott samstarf við heimili nemenda enda er það ein af forsendum árangurs í námi barna. Við höfum nýverið fengið athugasemd við val á myndefninu. Í framhaldi af þeirri athugasemd munum við leggja framgreinda kennsluáætlun til hliðar og nálgast þau hæfniviðmið sem tilheyra henni með öðrum hætti. Höfundur er skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Opið bréf til Sunnulækjaskóla á Selfossi Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. 12. janúar 2022 07:00 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Ágæta Margrét Þakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk. Í vetrabyrjun kynntu kennarar kennsluáætlun vetrarins fyrir foreldrum, þar á meðal átta vikna kennslulotu í samþættri íslensku og lífsleikinkennslu. Fyrirkomulag kennslunnar er á þann veg að á mánudögum er horft á einn þátt úr þáttaröðinni Brot. Að honum loknum er glósað og spurningum svarað um umfjöllunarefni þáttarins. Á miðvikudegi, fimmtudegi og föstudegi rúllar svo hringekja þar sem unnið er með ferns konar viðfangsefni í fjórum kennslustundum. Viðfangsefnin eru lífsleikni, ritun, orðaforðavinna og rannsóknarveggur. Í lífsleikni er lögð áhersla á fræðslu um réttindi barna sem tengd eru barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ritun er lögð áhersla á uppbyggingu heildstæðrar textagerðar og í orðaforðavinnunni er lögð áhersla á að vinna með lykilorð úr hverjum þætti, greina þau og skýra. Einnig er settur upp rannsóknarveggur á hverju svæði og á þeirri stöð setja nemendur sig í spor rannsóknarlögreglu, vinna að því í sameiningu að greina persónur og söguþráð og leysa ráðgátuna í þáttunum. Við lok lotunnar kemur barnavernd og lögregla í skólann með fræðslu um ofbeldi auk þess sem við fáum að taka viðtal við varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi þar sem krakkarnir fá að undirbúa spurningar fyrir viðtalið. Við val á á viðfangsefni til að nota sem kveikju í þessari vinnu var horft til þess að þegar þættirnir Brot voru sýndir í Sjónvarpi RÚV voru þeir gulmerktir og sagðir ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Eins og áður sagði er verkefnið unnið á vorönn í 7. bekk þegar nemendur árgangsins hafa náð 12 ára aldri. Það er okkur mikilvægt að eiga gott samstarf við heimili nemenda enda er það ein af forsendum árangurs í námi barna. Við höfum nýverið fengið athugasemd við val á myndefninu. Í framhaldi af þeirri athugasemd munum við leggja framgreinda kennsluáætlun til hliðar og nálgast þau hæfniviðmið sem tilheyra henni með öðrum hætti. Höfundur er skólastjóri
Opið bréf til Sunnulækjaskóla á Selfossi Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. 12. janúar 2022 07:00
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar