Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 15:46 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sótti málin tvö fyrir Endurupptökudómi. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Greint var frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag en búið er að birta úrskurði Endurupptökudóms í báðum málunum. Annað málið snýst um stórfellt fíkniefnalagabrot þar sem karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hitt málið snýr að kynferðisbroti þar sem einstaklingur var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Í báðum málunum var farið fram á endurupptöku með vísan í niðurstöðu Mannréttindardómstóls Evrópu í máki Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, Landréttarmálinu svokalla. Þar komst yfirdeild Mannréttindardómstólsins að þeiri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í báðum málunum sem Endurupptökudómur fjallaði um var Jón Finnbjörnsson einn dómara. Hann var einn fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði í Landsrétt án þess að vera talinn vera í hópi hæfustu umsækjenda. Jón fær lausn frá störfum Í niðurstöðu dómsins í báðum málunum segir að ef dómur Mannréttindadómstóls í máli Guðmundar Andra hefði fallið áður en að dómur féll í málunum tveimur verði að telja líklegt að hann hefði skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu þeirra. Einnig kemur fram að leggja verði til grundvallar að dómstóllinn sme kvað upp refsidómana í málunum tveimur hafi ekki verið rétt skipaður af lögum, líkt og í máli Guðmundar Andra sem fór fyrir Mannréttindardómstólinn. Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttindardómstólsins í máli Guðmundar Andra náði til. Hinir þrír hafa allir verið endurskipaðir í Landsrétt. Hefur honum ekki verið kleift að sinna störfum sínum frá því að dómur Mannréttindardómstólsins féll. Greint var frá því á dögunum að Jón fengi lausn frá embætti landsréttardómara frá og með 22. september, þegar hann verður 65 ára. Dómsmál Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Greint var frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag en búið er að birta úrskurði Endurupptökudóms í báðum málunum. Annað málið snýst um stórfellt fíkniefnalagabrot þar sem karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hitt málið snýr að kynferðisbroti þar sem einstaklingur var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Í báðum málunum var farið fram á endurupptöku með vísan í niðurstöðu Mannréttindardómstóls Evrópu í máki Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, Landréttarmálinu svokalla. Þar komst yfirdeild Mannréttindardómstólsins að þeiri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í báðum málunum sem Endurupptökudómur fjallaði um var Jón Finnbjörnsson einn dómara. Hann var einn fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði í Landsrétt án þess að vera talinn vera í hópi hæfustu umsækjenda. Jón fær lausn frá störfum Í niðurstöðu dómsins í báðum málunum segir að ef dómur Mannréttindadómstóls í máli Guðmundar Andra hefði fallið áður en að dómur féll í málunum tveimur verði að telja líklegt að hann hefði skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu þeirra. Einnig kemur fram að leggja verði til grundvallar að dómstóllinn sme kvað upp refsidómana í málunum tveimur hafi ekki verið rétt skipaður af lögum, líkt og í máli Guðmundar Andra sem fór fyrir Mannréttindardómstólinn. Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttindardómstólsins í máli Guðmundar Andra náði til. Hinir þrír hafa allir verið endurskipaðir í Landsrétt. Hefur honum ekki verið kleift að sinna störfum sínum frá því að dómur Mannréttindardómstólsins féll. Greint var frá því á dögunum að Jón fengi lausn frá embætti landsréttardómara frá og með 22. september, þegar hann verður 65 ára.
Dómsmál Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14