LRH hættir ekki á Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2022 20:04 Lögreglustöðin Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook. Sú athugasemd byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlends stórfyrirtækisins. Um er að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti í dag að Facebooksíðu embættisins yrði lokað vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Rætt var við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hún að allar upplýsingar og gögn sem lögreglan fær í gegnum Facebook endi í höndum META, fyrirtækisins sem á samfélagsmiðilinn. Þaðan séu þær svo jafnvel seldar til þriðju aðila. „Þannig að þær eru komnar dálítið langt, upplýsingar um einhvern sem mögulega tengist glæp á Íslandi og sem er mögulega blásaklaus af þeim glæpi. Þannig að þetta er í raun útgangsatriðið og það sem ákvörðunin snerist að,“ sagði Helga. Hún sagði að ákvörðunin hefði einungis tekið til þeirra upplýsinga þegar einhver er bendlaður við glæp. „Ef ætlunin er að nota samskiptamiðla einungis til þess að greina frá viðburðum og tilkynningum um almannavarnir og hættu eða eitthvað slíkt, þá er það ekki bannað og ekki tekið á því.“ Helga sagði þetta vandmeðfarið. „Þetta er eins og ef Covid-göngudeildin færi allt í einu að biðla upplýsingum til sinna sjúklinga og biðja um samskipti á Facebook. Það væri glórulaust. Lögreglan á að geta varið sín kerfi ef hún er að kalla eftir viðkvæmum upplýsingum sem þarf að passa.“ Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig var birt á Facebook, segir að síðan sé fyrst og fremst til þess að „koma mikilvægum skilaboðum til almennings, auðvelda samskipti, bæta og auka þjónustu við notendur og einnig að svara kalli nútímans um breyttar og fjölbreyttari samskiptaleiðir með því að fjölga þeim leiðum sem eru í boði.“ Þar segir einnig að í kjölfar ákvörðunar Persónuverndar í fyrra hafi verið farið yfir verklag og ákveðið að hætta að biðja um upplýsingar frá almenningi í gegnum miðilinn. Í stað þess verði aðrar leiðir nýttar. „Tekið skal fram að embættið veitir ekki persónugreinanlegar upplýsingar til aðila í gegnum samskiptamiðilinn heldur leiðbeinir fólki um að beina erindum í réttan farveg sé þess þörf. Því telur embættið að ekki sé tilefni til þess að hætta notkun þess á samfélagsmiðlinum í ljósi þess að um er að ræða mikilvægan vettvang fyrir lögreglu til að ná til almennings og auka sýnileika lögreglu í samfélaginu.“ Lögreglan Facebook Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Sú athugasemd byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlends stórfyrirtækisins. Um er að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti í dag að Facebooksíðu embættisins yrði lokað vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Rætt var við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hún að allar upplýsingar og gögn sem lögreglan fær í gegnum Facebook endi í höndum META, fyrirtækisins sem á samfélagsmiðilinn. Þaðan séu þær svo jafnvel seldar til þriðju aðila. „Þannig að þær eru komnar dálítið langt, upplýsingar um einhvern sem mögulega tengist glæp á Íslandi og sem er mögulega blásaklaus af þeim glæpi. Þannig að þetta er í raun útgangsatriðið og það sem ákvörðunin snerist að,“ sagði Helga. Hún sagði að ákvörðunin hefði einungis tekið til þeirra upplýsinga þegar einhver er bendlaður við glæp. „Ef ætlunin er að nota samskiptamiðla einungis til þess að greina frá viðburðum og tilkynningum um almannavarnir og hættu eða eitthvað slíkt, þá er það ekki bannað og ekki tekið á því.“ Helga sagði þetta vandmeðfarið. „Þetta er eins og ef Covid-göngudeildin færi allt í einu að biðla upplýsingum til sinna sjúklinga og biðja um samskipti á Facebook. Það væri glórulaust. Lögreglan á að geta varið sín kerfi ef hún er að kalla eftir viðkvæmum upplýsingum sem þarf að passa.“ Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig var birt á Facebook, segir að síðan sé fyrst og fremst til þess að „koma mikilvægum skilaboðum til almennings, auðvelda samskipti, bæta og auka þjónustu við notendur og einnig að svara kalli nútímans um breyttar og fjölbreyttari samskiptaleiðir með því að fjölga þeim leiðum sem eru í boði.“ Þar segir einnig að í kjölfar ákvörðunar Persónuverndar í fyrra hafi verið farið yfir verklag og ákveðið að hætta að biðja um upplýsingar frá almenningi í gegnum miðilinn. Í stað þess verði aðrar leiðir nýttar. „Tekið skal fram að embættið veitir ekki persónugreinanlegar upplýsingar til aðila í gegnum samskiptamiðilinn heldur leiðbeinir fólki um að beina erindum í réttan farveg sé þess þörf. Því telur embættið að ekki sé tilefni til þess að hætta notkun þess á samfélagsmiðlinum í ljósi þess að um er að ræða mikilvægan vettvang fyrir lögreglu til að ná til almennings og auka sýnileika lögreglu í samfélaginu.“
Lögreglan Facebook Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira