Fótbolti

Eyjamenn leita áfram til Lettlands

Sindri Sverrisson skrifar
Sandra Voitane í leik gegn Englandi í undankeppni HM í nóvember, sem Lettar töpuðu reyndar 20-0.
Sandra Voitane í leik gegn Englandi í undankeppni HM í nóvember, sem Lettar töpuðu reyndar 20-0. Getty/Tim Goode

Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við tvo erlenda leikmenn um að spila með kvennaliði félagsins á næstu leiktíð.

ÍBV hefur mikið leitað til Lettlands undanfarin ár og heldur því áfram með því að fá Söndru Voitane, einn markahæsta leikmann lettneska landsliðsins. 

Voitane, sem er 22 ára, varð fyrst lettneskra kvenna til að spila í efstu deild Þýskalands, með Meppen tímabilið 2020-21, en var síðast hjá austurríska liðinu Wacker Innsbruck.

Miklar vonir bundnar við bandarískan miðjumann

ÍBV endaði í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð og þá komu fjórir lettneskir leikmenn við sögu hjá félaginu, þær Eliza Spruntule, Olga Sevcova, Viktorija Zaicikova og Lana Osinina. Í tilkynningu ÍBV segir að Sevcova og Zaicikova, sem áttu gott tímabil í fyrra, verði áfram hjá félaginu.

ÍBV hefur einnig samið við bandaríska miðjumanninn Ameera Hussen. Hún er 22 ára gömul og hefur leikið í fimm ár í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún kláraði síðasta tímabil með Washington háskóla í nóvember. Í tilkynningu ÍBV segir að miklar vonir séu bundnaar við Hussen sem hafi verið valin í úrvalslið Pacific-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×