Ísland á EM 2022: Íþróttamaður ársins einn þeirra sem þurfa að sanna sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2022 11:01 Það er mikil pressa á nýkrýndum Íþróttamanni ársins, Ómari Inga Magnússyni, að spila eins með íslenska landsliðinu og hann gerir með stórliði Magdeburgar. Getty/TF-Images Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að sanna sig á Evrópumótinu í handbolta 2022. Íslenska karlalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í handbolta í föstudagskvöldið en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið tuttugu manna leikmannahóp fyrir þetta EM. Vísir ætlar að kynna leikmenn liðsins með því að skipta þeim niður í fjóra mismunandi hópa eftir stöðu þeirra innan liðsins og hlutverki þeirra í hópnum í ár sem og á síðasta stórmóti sem var HM í Egyptalandi fyrir ári síðan. Strákarnir okkar héldu til Búdapest í morgun þar sem liðið leikur í B-riðli ásamt Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil en hann fer einnig fram í Búdapest. Í öðrum hlutanum í dag þá tökum við fyrir þá leikmenn liðsins sem hafa hvað mest að sanna á Evrópumótinu í handbolta í ár. Í þennan hóp setjum við leikmennina Arnar Frey Arnarsson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daða Smárason, Ómar Inga Magnússon og Viktor Gísla Hallgrímsson. Allt eru þetta leikmenn sem hafa verið með íslenska landsliðinu á stórmótum undanfarin ár en þurfa nú að stíga næsta skref. Arnar Freyr Arnarsson hefur skilað litli í sóknarleiknum.Vísir/Vilhelm Arnar Freyr Arnarsson 25 ára hægri línumaður Félag: MT Melsungen í Þýskalandi 63 landsleikir og 75 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Sjötta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 28 leikir og 25 mörk á stórmótum ----------------------------------------- Matspjaldið hans Arnars Freys: Mikilvægi: C Reynsla: B Hæfileikar: C+ Hlutverk: C Pressa: C Arnar Freyr Arnarsson hefur haldið sæti sínu hjá Guðmundi Guðmundssyni undanfarin ár og er nú kominn á sitt sjötta mót í röð með íslenska landsliðinu. Arnar Freyr hefur oftar en ekki fengið á sig vænan skammt af gagnrýni enda ekki mjög öflugur sóknarlínumaður og stundum klaufskur í brotum sínum í varnarleiknum. Með fimm stórmót að baki þá er Arnar Freyr kominn með dýrmæta reynslu sem ætti að hjálpa honum að stíga næsta skref og hjálpa landsliðinu meira að þessu sinni. Íslenska liðið þarf meira frá línunni og vonandi getur Arnar aðstoðað við það á þessu móti. Hann á samt enn eftir að sanna sig sem mikilvægan mann fyrir landsliðið. Elvar Örn Jónsson átti mjög flotta fyrsta mót en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir.Vísir/Vilhelm Elvar Örn Jónsson 24 ára leikstjórnandi Félag: MT Melsungen í Þýskalandi 46 landsleikir og 119 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi Fjórða stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 21 leikur og 40 mörk á stórmótum ------------------------------------- Matspjaldið hans Elvars Arnar: Mikilvægi: B+ Reynsla: B- Hæfileikar: B+ Hlutverk: B Pressa: B+ Elvar Örn Jónsson stimplaði sig inn í íslenska landsliðið með glæsibrag á sínu fyrsta stórmóti sem var HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi. Elvar fór þá á kostum i sókninni og er auk þess mjög góður varnarmaður. Hann virtist ætla að stíga auðveldlega skrefið úr Olís deildinni upp á stóra sviðið. Síðustu tvö mót hafa hins vegar verið frekar mikil vonbrigði. Alls ekki í varnarleiknum þar sem hann hefur verið traustur heldur fyrst og fremst í sóknarleiknum þar sem hann hefur átt í frekar miklu basli. Það væru virkilega góðar fréttir fyrir íslenska liðið ef við sæjum miklu meira af 2019 útgáfunni af Elvari á þessu móti. Janus Daði Smárason hefur spilað vel á stóra sviðinu með félagsliðum sínum.Vísir/Vilhelm Janus Daði Smárason 27 ára leikstjórnandi Félag: Frisch Auf Göppingen í Þýskalandi 48 landsleikir og 69 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Fimmta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 17 leikir og 29 mörk á stórmótum -------------------------------------- Matspjaldið hans Janusar Daða: Mikilvægi: B Reynsla: B Hæfileikar: B Hlutverk: C Pressa: C Janus Daði Smárason hefur oft ekki átt upp á pallborðið hjá Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara en hann missti af næstum því öllu mótinu í fyrra vegna meiðsla. Á sama tíma og hann hefur farið á kostum með félagsliðum sínum þá hefur það ekki skilað mjög stóru hlutverki í íslenska landsliðinu. Janus Daði hefur aftur á móti sýnt það og sannað í alþjóðlegum bolta með félagsliðum sínum að hann getur skilað góðum leik og þá er hann ólíkur flestum öðrum leikmönnum liðsins að hann ræðst á vörnina og er tilbúinn að gera hlutina og taka áhættu inn á vellinum. Janus þarf að sanna sig sem mikilvægur leikmaður fyrir íslenska liðið og af hverju ekki núna? Ómar Ingi Magnússon var í aukahlutverki á síðasta stórmóti.Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon 24 ára hægri skytta Félag: SC Magdeburg í Þýskalandi 56 landsleikir og 150 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Fimmta stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 21 leikur og 38 mörk á stórmótum ------------------------------------- Matspjaldið hans Ómars Inga: Mikilvægi: B+ Reynsla: B Hæfileikar: A- Hlutverk: B Pressa: A Íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, átti stórkostlegt ár með félagsliði sínu SC Magdeburg í Þýskalandi sem skilaði honum öðru fremur þessari stærstu útnefningu í íslensku íþróttalífi. Markahæstur í bestu deild í heimi og lykilmaður í sóknarleik toppliðs deildarinnar. Frammistaða hans með íslenska landsliðinu á árinu var þvert á móti mikil vonbrigði og þá sérstaklega heimsmeistaramótið í fyrra. Ómar Ingi missti sæti sitt í hópnum á miðju móti en kom aftur inn eftir tveggja leikja fjarveru. Hann skoraði samt ekki fleiri mörk á mótinu utan af velli en Björgvin Páll Gústavsson markvörður. Frammistaða Ómars Inga með Magdeburg ætti að vera búin að gefa honum mikið bensín á sjálfstraust tankinn og því er full ástæða til bjartsýni þegar kemur að þessu Evrópumóti. Maður sem er meðal efstu manna í mörkum og stoðsendingum í bestu deild í heimi er maður sem ætti að nýtast íslenska sóknarleiknum afar vel. Það er hins vegar pressa á Íþróttamanni ársins að vera í forystuhlutverki á þessu móti. Viktor Gísli Hallgrímsson er enn ungur í stöðu þar sem menn blómstra seint.Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson 21 árs markvörður Félag: GOG Håndbold í Danmörku 25 landsleikir og 1 landsliðsmark Fyrsta stórmótið: EM 2020 í Danmörku, Noregi og Austurríki Þriðja stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 10 leikir og 0 mörk á stórmótum --------------------------------------- Matspjaldið hans Viktors Gísla: Mikilvægi: B Reynsla: C+ Hæfileikar: B+ Hlutverk: B Pressa: B Handboltaáhugamenn á Íslandi hafa verið að bíða eftir því í mörg ár að Viktor Gísli Hallgrímsson blómstri í þann markmann sem flestir telja að hann geti orðið. Viktor Gísli er vaxinn eins og Daninn ótrúlegi Niklas Landin og hefur alla burði til að verða heimsklassamarkvörður. Hingað til hefur Viktor Gísli átt frábæra kafla inn á milli með landsliðinu en eins og venjan er hjá ungum leikmönnum þá vantar stöðugleikann. Hann er enn bara 21 árs gamall og markverðir í handbolta blómstra oft mun seinna en leikmenn í öðrum stöðum. Talandi um danska markvörðinn Niklas Landin, þá var hann 21 árs gamall á HM 2009 sem var hans fyrsta stórmót. Þetta er þriðja stórmót Viktors Gísla með íslenska landsliðinu. Landin sló fyrst almennilega í gegn á HM 2011 þegar Danir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Það var hans þriðja stórmót. Það er pressa á Viktori að taka næsta skref núna. Björgvin Páll er ekkert að verða yngri og við þurfum sönnun á því að við eigum annan markvörð eins og Bjögga sem getur þjónað landsliðinu næsta áratuginn og vonandi rúmlega það. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í handbolta í föstudagskvöldið en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið tuttugu manna leikmannahóp fyrir þetta EM. Vísir ætlar að kynna leikmenn liðsins með því að skipta þeim niður í fjóra mismunandi hópa eftir stöðu þeirra innan liðsins og hlutverki þeirra í hópnum í ár sem og á síðasta stórmóti sem var HM í Egyptalandi fyrir ári síðan. Strákarnir okkar héldu til Búdapest í morgun þar sem liðið leikur í B-riðli ásamt Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil en hann fer einnig fram í Búdapest. Í öðrum hlutanum í dag þá tökum við fyrir þá leikmenn liðsins sem hafa hvað mest að sanna á Evrópumótinu í handbolta í ár. Í þennan hóp setjum við leikmennina Arnar Frey Arnarsson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daða Smárason, Ómar Inga Magnússon og Viktor Gísla Hallgrímsson. Allt eru þetta leikmenn sem hafa verið með íslenska landsliðinu á stórmótum undanfarin ár en þurfa nú að stíga næsta skref. Arnar Freyr Arnarsson hefur skilað litli í sóknarleiknum.Vísir/Vilhelm Arnar Freyr Arnarsson 25 ára hægri línumaður Félag: MT Melsungen í Þýskalandi 63 landsleikir og 75 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Sjötta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 28 leikir og 25 mörk á stórmótum ----------------------------------------- Matspjaldið hans Arnars Freys: Mikilvægi: C Reynsla: B Hæfileikar: C+ Hlutverk: C Pressa: C Arnar Freyr Arnarsson hefur haldið sæti sínu hjá Guðmundi Guðmundssyni undanfarin ár og er nú kominn á sitt sjötta mót í röð með íslenska landsliðinu. Arnar Freyr hefur oftar en ekki fengið á sig vænan skammt af gagnrýni enda ekki mjög öflugur sóknarlínumaður og stundum klaufskur í brotum sínum í varnarleiknum. Með fimm stórmót að baki þá er Arnar Freyr kominn með dýrmæta reynslu sem ætti að hjálpa honum að stíga næsta skref og hjálpa landsliðinu meira að þessu sinni. Íslenska liðið þarf meira frá línunni og vonandi getur Arnar aðstoðað við það á þessu móti. Hann á samt enn eftir að sanna sig sem mikilvægan mann fyrir landsliðið. Elvar Örn Jónsson átti mjög flotta fyrsta mót en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir.Vísir/Vilhelm Elvar Örn Jónsson 24 ára leikstjórnandi Félag: MT Melsungen í Þýskalandi 46 landsleikir og 119 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi Fjórða stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 21 leikur og 40 mörk á stórmótum ------------------------------------- Matspjaldið hans Elvars Arnar: Mikilvægi: B+ Reynsla: B- Hæfileikar: B+ Hlutverk: B Pressa: B+ Elvar Örn Jónsson stimplaði sig inn í íslenska landsliðið með glæsibrag á sínu fyrsta stórmóti sem var HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi. Elvar fór þá á kostum i sókninni og er auk þess mjög góður varnarmaður. Hann virtist ætla að stíga auðveldlega skrefið úr Olís deildinni upp á stóra sviðið. Síðustu tvö mót hafa hins vegar verið frekar mikil vonbrigði. Alls ekki í varnarleiknum þar sem hann hefur verið traustur heldur fyrst og fremst í sóknarleiknum þar sem hann hefur átt í frekar miklu basli. Það væru virkilega góðar fréttir fyrir íslenska liðið ef við sæjum miklu meira af 2019 útgáfunni af Elvari á þessu móti. Janus Daði Smárason hefur spilað vel á stóra sviðinu með félagsliðum sínum.Vísir/Vilhelm Janus Daði Smárason 27 ára leikstjórnandi Félag: Frisch Auf Göppingen í Þýskalandi 48 landsleikir og 69 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Fimmta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 17 leikir og 29 mörk á stórmótum -------------------------------------- Matspjaldið hans Janusar Daða: Mikilvægi: B Reynsla: B Hæfileikar: B Hlutverk: C Pressa: C Janus Daði Smárason hefur oft ekki átt upp á pallborðið hjá Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara en hann missti af næstum því öllu mótinu í fyrra vegna meiðsla. Á sama tíma og hann hefur farið á kostum með félagsliðum sínum þá hefur það ekki skilað mjög stóru hlutverki í íslenska landsliðinu. Janus Daði hefur aftur á móti sýnt það og sannað í alþjóðlegum bolta með félagsliðum sínum að hann getur skilað góðum leik og þá er hann ólíkur flestum öðrum leikmönnum liðsins að hann ræðst á vörnina og er tilbúinn að gera hlutina og taka áhættu inn á vellinum. Janus þarf að sanna sig sem mikilvægur leikmaður fyrir íslenska liðið og af hverju ekki núna? Ómar Ingi Magnússon var í aukahlutverki á síðasta stórmóti.Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon 24 ára hægri skytta Félag: SC Magdeburg í Þýskalandi 56 landsleikir og 150 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Fimmta stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 21 leikur og 38 mörk á stórmótum ------------------------------------- Matspjaldið hans Ómars Inga: Mikilvægi: B+ Reynsla: B Hæfileikar: A- Hlutverk: B Pressa: A Íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, átti stórkostlegt ár með félagsliði sínu SC Magdeburg í Þýskalandi sem skilaði honum öðru fremur þessari stærstu útnefningu í íslensku íþróttalífi. Markahæstur í bestu deild í heimi og lykilmaður í sóknarleik toppliðs deildarinnar. Frammistaða hans með íslenska landsliðinu á árinu var þvert á móti mikil vonbrigði og þá sérstaklega heimsmeistaramótið í fyrra. Ómar Ingi missti sæti sitt í hópnum á miðju móti en kom aftur inn eftir tveggja leikja fjarveru. Hann skoraði samt ekki fleiri mörk á mótinu utan af velli en Björgvin Páll Gústavsson markvörður. Frammistaða Ómars Inga með Magdeburg ætti að vera búin að gefa honum mikið bensín á sjálfstraust tankinn og því er full ástæða til bjartsýni þegar kemur að þessu Evrópumóti. Maður sem er meðal efstu manna í mörkum og stoðsendingum í bestu deild í heimi er maður sem ætti að nýtast íslenska sóknarleiknum afar vel. Það er hins vegar pressa á Íþróttamanni ársins að vera í forystuhlutverki á þessu móti. Viktor Gísli Hallgrímsson er enn ungur í stöðu þar sem menn blómstra seint.Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson 21 árs markvörður Félag: GOG Håndbold í Danmörku 25 landsleikir og 1 landsliðsmark Fyrsta stórmótið: EM 2020 í Danmörku, Noregi og Austurríki Þriðja stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 10 leikir og 0 mörk á stórmótum --------------------------------------- Matspjaldið hans Viktors Gísla: Mikilvægi: B Reynsla: C+ Hæfileikar: B+ Hlutverk: B Pressa: B Handboltaáhugamenn á Íslandi hafa verið að bíða eftir því í mörg ár að Viktor Gísli Hallgrímsson blómstri í þann markmann sem flestir telja að hann geti orðið. Viktor Gísli er vaxinn eins og Daninn ótrúlegi Niklas Landin og hefur alla burði til að verða heimsklassamarkvörður. Hingað til hefur Viktor Gísli átt frábæra kafla inn á milli með landsliðinu en eins og venjan er hjá ungum leikmönnum þá vantar stöðugleikann. Hann er enn bara 21 árs gamall og markverðir í handbolta blómstra oft mun seinna en leikmenn í öðrum stöðum. Talandi um danska markvörðinn Niklas Landin, þá var hann 21 árs gamall á HM 2009 sem var hans fyrsta stórmót. Þetta er þriðja stórmót Viktors Gísla með íslenska landsliðinu. Landin sló fyrst almennilega í gegn á HM 2011 þegar Danir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Það var hans þriðja stórmót. Það er pressa á Viktori að taka næsta skref núna. Björgvin Páll er ekkert að verða yngri og við þurfum sönnun á því að við eigum annan markvörð eins og Bjögga sem getur þjónað landsliðinu næsta áratuginn og vonandi rúmlega það.
Arnar Freyr Arnarsson 25 ára hægri línumaður Félag: MT Melsungen í Þýskalandi 63 landsleikir og 75 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Sjötta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 28 leikir og 25 mörk á stórmótum ----------------------------------------- Matspjaldið hans Arnars Freys: Mikilvægi: C Reynsla: B Hæfileikar: C+ Hlutverk: C Pressa: C
Elvar Örn Jónsson 24 ára leikstjórnandi Félag: MT Melsungen í Þýskalandi 46 landsleikir og 119 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi Fjórða stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 21 leikur og 40 mörk á stórmótum ------------------------------------- Matspjaldið hans Elvars Arnar: Mikilvægi: B+ Reynsla: B- Hæfileikar: B+ Hlutverk: B Pressa: B+
Janus Daði Smárason 27 ára leikstjórnandi Félag: Frisch Auf Göppingen í Þýskalandi 48 landsleikir og 69 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Fimmta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 17 leikir og 29 mörk á stórmótum -------------------------------------- Matspjaldið hans Janusar Daða: Mikilvægi: B Reynsla: B Hæfileikar: B Hlutverk: C Pressa: C
Ómar Ingi Magnússon 24 ára hægri skytta Félag: SC Magdeburg í Þýskalandi 56 landsleikir og 150 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Fimmta stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 21 leikur og 38 mörk á stórmótum ------------------------------------- Matspjaldið hans Ómars Inga: Mikilvægi: B+ Reynsla: B Hæfileikar: A- Hlutverk: B Pressa: A
Viktor Gísli Hallgrímsson 21 árs markvörður Félag: GOG Håndbold í Danmörku 25 landsleikir og 1 landsliðsmark Fyrsta stórmótið: EM 2020 í Danmörku, Noregi og Austurríki Þriðja stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 10 leikir og 0 mörk á stórmótum --------------------------------------- Matspjaldið hans Viktors Gísla: Mikilvægi: B Reynsla: C+ Hæfileikar: B+ Hlutverk: B Pressa: B
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira