Með allt niður um sig í vinnunni eftir 30 daga sóttkví Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. janúar 2022 23:37 30 dagar í sóttkví þríbólusettur. Óvíst hvort nokkur annar geti státað sig af því sama. vísir/egill Maður sem losnaði um helgina úr tæplega þrjátíu daga sóttkví segist hæstánægður með að vera kominn aftur á kreik. Hann telur ekki ólíklegt að hann eigi Íslandsmet í sóttkví og vill taka upp titilinn sóttkvíar-celeb. Það var leiðinleg atburðarás sem leiddi til þess að Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, endaði í sóttkví svona lengi. Fyrsti fjölskyldumeðlimur á heimili hans greindist með Covid- 19 þanng 10. desember og svo greindust hin hvert á fætur öðru - öll nema Bjarni. „Maður er náttúrulega orðinn mjög myglaður eftir að hafa verið í sóttkví í 30 daga og ég held líka að fjölskyldan hafi verið orðin mjög þreytt á mér,“ segir Bjarni Már. Stemmningin á heimilinu var orðin dálítið súr undir lokin. „Maður leyfði nú ýmislegt, hlaupahjólreiðar í stofunni og að fá sér ís í morgunmat og eitthvað svona til að reyna að höndla þetta,“ segir Bjarni Á meðal fyrstu verkefna eftir sóttkvína var auðvitað að skella sér í klippingu. Sóttkvíar-celeb Þannig gat Bjarni mætt aftur til kennslu í háskólanum eins og nýr maður. „Ég var ekki með vinnuaðstöðu heima, miklu minna rými. Þannig að ég er með svona mánaðalangan hala á eftir mér í vinnunni. Þannig ég er búinn að vera að byrja fyrsta vinnudaginn á því að senda tölvupósta og segja fólki að ég sé með allt niður um mig,“ segir hann og hlær. Og nái hann ekki að snúa því við á næstunni er hann með annað plan til vara: „Ég er allavega að reyna að verasvona sóttkvíar-celeb. Ef að þessi fræðimannastörf klikka eitthvað þá hef ég allavega eitthvað annað svona að stefna að.“ Hann fékk þriðju sprautu rétt áður en hann var sendur í sóttkví. Og losnaði síðan mánuði síðar einmitt þegar nýjar reglur voru að taka gildi sem hlífa þríbólusettum frá sóttkví. Og það er ekki síst í ljósi þess sem dvölin í sóttkví var súr þegar horft er til baka. „En ég held að það hafi verið mjög skynsamleg ráðstöfun. Ekki síst í ljósi þess hvað það eru margir í sóttkví einmitt núna,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Það var leiðinleg atburðarás sem leiddi til þess að Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, endaði í sóttkví svona lengi. Fyrsti fjölskyldumeðlimur á heimili hans greindist með Covid- 19 þanng 10. desember og svo greindust hin hvert á fætur öðru - öll nema Bjarni. „Maður er náttúrulega orðinn mjög myglaður eftir að hafa verið í sóttkví í 30 daga og ég held líka að fjölskyldan hafi verið orðin mjög þreytt á mér,“ segir Bjarni Már. Stemmningin á heimilinu var orðin dálítið súr undir lokin. „Maður leyfði nú ýmislegt, hlaupahjólreiðar í stofunni og að fá sér ís í morgunmat og eitthvað svona til að reyna að höndla þetta,“ segir Bjarni Á meðal fyrstu verkefna eftir sóttkvína var auðvitað að skella sér í klippingu. Sóttkvíar-celeb Þannig gat Bjarni mætt aftur til kennslu í háskólanum eins og nýr maður. „Ég var ekki með vinnuaðstöðu heima, miklu minna rými. Þannig að ég er með svona mánaðalangan hala á eftir mér í vinnunni. Þannig ég er búinn að vera að byrja fyrsta vinnudaginn á því að senda tölvupósta og segja fólki að ég sé með allt niður um mig,“ segir hann og hlær. Og nái hann ekki að snúa því við á næstunni er hann með annað plan til vara: „Ég er allavega að reyna að verasvona sóttkvíar-celeb. Ef að þessi fræðimannastörf klikka eitthvað þá hef ég allavega eitthvað annað svona að stefna að.“ Hann fékk þriðju sprautu rétt áður en hann var sendur í sóttkví. Og losnaði síðan mánuði síðar einmitt þegar nýjar reglur voru að taka gildi sem hlífa þríbólusettum frá sóttkví. Og það er ekki síst í ljósi þess sem dvölin í sóttkví var súr þegar horft er til baka. „En ég held að það hafi verið mjög skynsamleg ráðstöfun. Ekki síst í ljósi þess hvað það eru margir í sóttkví einmitt núna,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13