„Aldrei að fara að tapa þessum leik“ Atli Arason skrifar 9. janúar 2022 21:09 Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni. Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var ánægð að hafa sótt tvö stig gegn Breiðablik í kvöld í sigri sem var tæpari en hún bjóst við. „Tvö stig eru tvö stig. Þetta er tæpari leikur en við lögðum upp með en sigur er sigur og við förum sáttar heim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum svolítið að viðhalda góðri sókn í gegnum leikinn, þrátt fyrir að við dettum kannski aðeins niður í öðrum leikhluta þá gerum við vel í síðari hálfleik“ Fjölnir virtist vera með leikinn í sínum höndum framan af en undir lok leiksins náði Breiðablik að minnka muninn niður í tvö stig. Það var þó aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda í huga Dagnýjar. „Á stigatöflunni var þetta ansi tæpt og kannski sérstaklega þegar ein mínúta var eftir. Að sama skapi má maður ekki stressa sig of mikið á því. Við vorum búnar að vera yfir allan leikinn og búnar að vera með yfirhöndina í gegnum allan leikinn. Fyrir mér þá var ég aldrei að fara að tapa þessum leik. Maður má ekki stressa sig yfir einhverjum stigum þarna alveg í lokin.“ Dagný varð að taka á sig nokkur þung högg í kvöld en kemur þó eiginlega heil út úr leiknum. „Mér er aðeins illt í hnjánum. Ég kannski datt aðeins meira í þessum leik en vanalega. Það er samt bara skemmtilegra að spila leik þar sem maður fær einhver högg. Þetta var líkamlegur leikur en samt alveg mjög skemmtilegur,“ svaraði Dagný, aðspurð út í allar bylturnar sem hún fékk á sig í kvöld. Með sigrinum í kvöld tekur Fjölnir á topp sæti deildarinnar af Njarðvík en Njarðvík á leik inni gegn Keflavík næsta miðvikudag. Í næstu umferð mætast þó þessi tvö efstu lið deildarinnar innbyrðis og Dagný segist hlakka mikið til þess leiks. „Það leggst alltaf vel í mann að spila gegn toppliðinu, þetta verður barátta í 40 mínútur. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er eitthvað sem við þurfum að stíla inn á. Við þurfum að nota næstu daga í stífar æfingar til þess að undirbúa okkur fyrir þennan leik. Við tökum ekkert annað í mál en að fara heim með tvö stig úr þeim leik líka,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis. Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
„Tvö stig eru tvö stig. Þetta er tæpari leikur en við lögðum upp með en sigur er sigur og við förum sáttar heim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum svolítið að viðhalda góðri sókn í gegnum leikinn, þrátt fyrir að við dettum kannski aðeins niður í öðrum leikhluta þá gerum við vel í síðari hálfleik“ Fjölnir virtist vera með leikinn í sínum höndum framan af en undir lok leiksins náði Breiðablik að minnka muninn niður í tvö stig. Það var þó aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda í huga Dagnýjar. „Á stigatöflunni var þetta ansi tæpt og kannski sérstaklega þegar ein mínúta var eftir. Að sama skapi má maður ekki stressa sig of mikið á því. Við vorum búnar að vera yfir allan leikinn og búnar að vera með yfirhöndina í gegnum allan leikinn. Fyrir mér þá var ég aldrei að fara að tapa þessum leik. Maður má ekki stressa sig yfir einhverjum stigum þarna alveg í lokin.“ Dagný varð að taka á sig nokkur þung högg í kvöld en kemur þó eiginlega heil út úr leiknum. „Mér er aðeins illt í hnjánum. Ég kannski datt aðeins meira í þessum leik en vanalega. Það er samt bara skemmtilegra að spila leik þar sem maður fær einhver högg. Þetta var líkamlegur leikur en samt alveg mjög skemmtilegur,“ svaraði Dagný, aðspurð út í allar bylturnar sem hún fékk á sig í kvöld. Með sigrinum í kvöld tekur Fjölnir á topp sæti deildarinnar af Njarðvík en Njarðvík á leik inni gegn Keflavík næsta miðvikudag. Í næstu umferð mætast þó þessi tvö efstu lið deildarinnar innbyrðis og Dagný segist hlakka mikið til þess leiks. „Það leggst alltaf vel í mann að spila gegn toppliðinu, þetta verður barátta í 40 mínútur. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er eitthvað sem við þurfum að stíla inn á. Við þurfum að nota næstu daga í stífar æfingar til þess að undirbúa okkur fyrir þennan leik. Við tökum ekkert annað í mál en að fara heim með tvö stig úr þeim leik líka,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis.
Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira