Fótbolti

Verður launahæstur í sögu deildarinnar

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Insigne fer til Bandaríkjanna
Insigne fer til Bandaríkjanna EPA-EFE/CIRO FUSCO

Lorenzo Insigne, sem nýverið samdi við lið Toronto FC í MLS deildinni í Bandaríkjunum, verður launahæsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar.

Insigne kemur til liðsins frá Napólí á frjálsri sölu, en samningurinn hans rennur út næsta sumar. Hann mun samkvæmt heimildum fá 15 milljónir dollara á ári í laun hjá Toronto sem eru um það bil 11 milljónir punda.

Insigne er leikmaður Napólí í ítölsku Serie A deildinni og mun klára tímabilið með liðinu. Hann er fyrirliði liðsins og hefur leikið meira en 400 leiki með liðinu. Hann var einnig hluti af ítalska landsliðinu sem varð evrópumeistari á síðasta ári eftir sigur á Englandi í úrslitaleik.

Fyrra metið átti Zlatan Ibrahimovic þegar hann spilaði fyrir LA Galaxy, en hann þénaði um það bil 7,2 milljónir dollara á ári.

Forseti Toronto FC, Bill Manning, var gríðarlega ánægður með að ná að krækja í Insigne og lýsti því yfir að þetta væri risastór dagur í sögu Toronto FC sem og MLS deildarinnar allrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×