„Ég get gert mun betur“ Atli Arason skrifar 6. janúar 2022 21:45 Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur Bára Dröfn Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, var ánægður með níu stiga sigur á Vestra í kvöld en hugur hans var þó aðallega á þá hluti sem liðið getur bætt sig í. „Allir stóðu sig í kvöld og léku vel. Það er samt enn þá miklir möguleikar til að bæta okkur meira. Við héldum okkur við leikplanið og spiluðum hart eins og þjálfarinn bað okkur um í allar 40 mínúturnar. Við getum samt bætt okkur mun meira og það eru tækifæri til þess. Ég er mjög ánægður með sigurinn en það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Burks í viðtali við Vísi eftir leik. „Í hverri sókn getum við spilað enn þá harðar ásamt því að bæta ákveðna andlega hluti og talað betur saman, ef við bætum þessa hluti þá getum við sem lið komist upp á næstu hæð,“ svaraði Burks aðspurður af því hvaða hluti Keflavík gæti gert betur í. Calvin Burks var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld með 23 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa eina stoðsendingu. Burks var einnig efstur í framlagi, með 23 framlagspunkta. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga mun meira inni. „Mér gekk ágætlega í dag en ég get gert mun betur. Það er líka rými fyrir bætingu hjá mér bæði sóknar- og varnarlega. Ég mun horfa á þennan leik aftur og skoða hvað ég get gert betur.“ Keflavík var að sækja nýjan leikmann, Litháann Darius Tarvydas, sem kemur í stað David Okeke sem sleit hásin. Tarvydas var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í kvöld en hann mun passa vel inn í lið Keflavíkur að mati Burks. „Hann er að passa vel inn. Ég kann mjög vel við hann en við erum búnir að vera saman í ræktinni undanfarið. Ég held að hann verði mjög góð viðbót í liðið okkar, hann er mjög góð skytta og snjall leikmaður. Hann mun passa vel inn í öll kerfin okkar.“ Næsti leikur Keflavíkur, undanúrslitaleik í bikarnum gegn Stjörnunni hefur verið frestað og því eru 15 dagar í næsta leik hjá liðinu. Burks kallar eftir því að Keflavík noti pásuna vel. „Við áttum að spila næsta miðvikudag en þeim leik var frestað. Það er bæði gott og vont að fá pásu, við getum allavega æft vel á þessum tíma, bæði sem lið og einstaklingar. Það verður væntanlega nóg af vídeó fundum og erfiðum æfingum á næstunni,“ sagði Calvin Burks Jr. að lokum með bros á vör. Keflavík ÍF Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
„Allir stóðu sig í kvöld og léku vel. Það er samt enn þá miklir möguleikar til að bæta okkur meira. Við héldum okkur við leikplanið og spiluðum hart eins og þjálfarinn bað okkur um í allar 40 mínúturnar. Við getum samt bætt okkur mun meira og það eru tækifæri til þess. Ég er mjög ánægður með sigurinn en það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Burks í viðtali við Vísi eftir leik. „Í hverri sókn getum við spilað enn þá harðar ásamt því að bæta ákveðna andlega hluti og talað betur saman, ef við bætum þessa hluti þá getum við sem lið komist upp á næstu hæð,“ svaraði Burks aðspurður af því hvaða hluti Keflavík gæti gert betur í. Calvin Burks var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld með 23 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa eina stoðsendingu. Burks var einnig efstur í framlagi, með 23 framlagspunkta. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga mun meira inni. „Mér gekk ágætlega í dag en ég get gert mun betur. Það er líka rými fyrir bætingu hjá mér bæði sóknar- og varnarlega. Ég mun horfa á þennan leik aftur og skoða hvað ég get gert betur.“ Keflavík var að sækja nýjan leikmann, Litháann Darius Tarvydas, sem kemur í stað David Okeke sem sleit hásin. Tarvydas var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í kvöld en hann mun passa vel inn í lið Keflavíkur að mati Burks. „Hann er að passa vel inn. Ég kann mjög vel við hann en við erum búnir að vera saman í ræktinni undanfarið. Ég held að hann verði mjög góð viðbót í liðið okkar, hann er mjög góð skytta og snjall leikmaður. Hann mun passa vel inn í öll kerfin okkar.“ Næsti leikur Keflavíkur, undanúrslitaleik í bikarnum gegn Stjörnunni hefur verið frestað og því eru 15 dagar í næsta leik hjá liðinu. Burks kallar eftir því að Keflavík noti pásuna vel. „Við áttum að spila næsta miðvikudag en þeim leik var frestað. Það er bæði gott og vont að fá pásu, við getum allavega æft vel á þessum tíma, bæði sem lið og einstaklingar. Það verður væntanlega nóg af vídeó fundum og erfiðum æfingum á næstunni,“ sagði Calvin Burks Jr. að lokum með bros á vör.
Keflavík ÍF Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira