Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. janúar 2022 23:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn mikla óvissu í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. Alls greindust 1063 með veiruna innanlands í gær, þar af voru 463 í sóttkví við greiningu. Metfjöldi greindist á landamærunum, alls 314, og skýrist það að stórum hluta hversu margir Íslendingar voru að koma aftur heim eftir hátíðirnar. Á Landspítala eru nú 32 inniliggjandi. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölurnar innanlands svipaða og síðustu daga en hann segir stöðuna á spítalanum enn þunga í ljósi þess hve margir eru að greinast smitaðir. „Þeim mun meiri sem útbreiðslan er því fleiri förum við að sjá inn á spítalanum jafnvel þó að hlutfall þeirra sé lægra, með svona gríðarlegum fjölda þá förum að sjá fjölgun í innlögnum, það er bara það sem við höfum talað um allan tímann og mér sýnist það vera að raungerast svolítið núna,“ segir Þórólfur. „Þetta er að hafa mjög víðtæk áhrif. Ég hefði viljað sjá kúrfuna fara niður en á móti getur maður sagt að þetta er dálítið stöðugur fjöldi sem við erum að sjá undanfarna daga og vonandi er það vísbending um að þetta sé að fara eitthvað niður, en auðvitað verður það bara að koma í ljós,“ segir Þórólfur. Gripið var til hertra aðgerða þann 23. desember og rennur núverandi reglugerð út á miðvikudaginn í næstu viku. Nú er í gildi 20 manna samkomutakmarkanir, tveggja metra regla og grímuskylda. Þórólfur segist farinn að huga að tillögum en vill ekkert gefa upp um hvort tilslakanir eða hertar aðgerðir séu í kortunum. „Til þess að við getum farið að slaka á eitthvað af ráði þá þurfum við að sjá fækkun í þessum smitum og við erum að vonast til þess að ná því með auknu samfélagslegu ónæmi líka en það getur tekið einhvern tíma hins vegar,“ segir Þórólfur. Hefja rannsókn á útbreiðslunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja rannsókn í næstu viku þar sem kannað verður hversu útbreidd veiran er í raun. „Þetta er svipuð rannsókn og við gerðum í byrjun apríl mánaðar í fyrra, við erum að taka slembiúrtak úr þjóðinni til að mæla mótefni í blóði til að kanna hversu víða veiran hefur farið,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður rannsóknarinnar í apríl 2020 var að tvöfalt fleiri hefðu smitast af veirunni heldur en PCR-prófin höfðu náð að greina. Í ljósi þess hversu margir sem nú eru að greinast eru með væg eða engin einkenni telur Kári að veiran sé mun útbreiddari en hingað til hefur tekist að greina. Þórólfur tekur undir það. „Ég held að það megi alveg reikna með því að það hafi mun fleiri raunverulega sýkst,“ segir Þórólfur. Í næstu viku verður fólki úr slembiúrtaki boðið að koma upp í Íslenska erfðagreiningu og Kári reiknar með að í þar næstu viku ættu niðurstöður að liggja fyrir. Í fyrstu bylgjunni voru um 1200 manns í slembiúrtakinu en nú verða þeir líklega um 500. „Það getur breytt miklu að sjá raunverulega hverjir hafa smitast af veirunni og hverjir ekki, hvað er það stórt hlutfall. Það getur hjálpað mjög mikið við að segja okkur hvað er í vændum, við hverju gætum við búist og þar fram eftir götunum, þannig það verður mjög hjálplegt hvað varðar sóttvarnaráðstafanir og útlit okkar á faraldurinn í framhaldinu, alveg klárlega,“ segir Þórólfur. Hann segir þó enn mikla óvissu þegar kemur að faraldrinum, einna helst vegna ómíkron. „Það er bara svo margt óljóst, við erum bara eins og svo oft áður í þessum faraldri að læra í rauntíma af nýju veiruafbrigði sem hegðar sé öðruvísi og þess vegna getum ekki spáð allt of mikið fram í tímann hvað muni gerast,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. 6. janúar 2022 13:51 Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. Alls greindust 1063 með veiruna innanlands í gær, þar af voru 463 í sóttkví við greiningu. Metfjöldi greindist á landamærunum, alls 314, og skýrist það að stórum hluta hversu margir Íslendingar voru að koma aftur heim eftir hátíðirnar. Á Landspítala eru nú 32 inniliggjandi. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölurnar innanlands svipaða og síðustu daga en hann segir stöðuna á spítalanum enn þunga í ljósi þess hve margir eru að greinast smitaðir. „Þeim mun meiri sem útbreiðslan er því fleiri förum við að sjá inn á spítalanum jafnvel þó að hlutfall þeirra sé lægra, með svona gríðarlegum fjölda þá förum að sjá fjölgun í innlögnum, það er bara það sem við höfum talað um allan tímann og mér sýnist það vera að raungerast svolítið núna,“ segir Þórólfur. „Þetta er að hafa mjög víðtæk áhrif. Ég hefði viljað sjá kúrfuna fara niður en á móti getur maður sagt að þetta er dálítið stöðugur fjöldi sem við erum að sjá undanfarna daga og vonandi er það vísbending um að þetta sé að fara eitthvað niður, en auðvitað verður það bara að koma í ljós,“ segir Þórólfur. Gripið var til hertra aðgerða þann 23. desember og rennur núverandi reglugerð út á miðvikudaginn í næstu viku. Nú er í gildi 20 manna samkomutakmarkanir, tveggja metra regla og grímuskylda. Þórólfur segist farinn að huga að tillögum en vill ekkert gefa upp um hvort tilslakanir eða hertar aðgerðir séu í kortunum. „Til þess að við getum farið að slaka á eitthvað af ráði þá þurfum við að sjá fækkun í þessum smitum og við erum að vonast til þess að ná því með auknu samfélagslegu ónæmi líka en það getur tekið einhvern tíma hins vegar,“ segir Þórólfur. Hefja rannsókn á útbreiðslunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja rannsókn í næstu viku þar sem kannað verður hversu útbreidd veiran er í raun. „Þetta er svipuð rannsókn og við gerðum í byrjun apríl mánaðar í fyrra, við erum að taka slembiúrtak úr þjóðinni til að mæla mótefni í blóði til að kanna hversu víða veiran hefur farið,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður rannsóknarinnar í apríl 2020 var að tvöfalt fleiri hefðu smitast af veirunni heldur en PCR-prófin höfðu náð að greina. Í ljósi þess hversu margir sem nú eru að greinast eru með væg eða engin einkenni telur Kári að veiran sé mun útbreiddari en hingað til hefur tekist að greina. Þórólfur tekur undir það. „Ég held að það megi alveg reikna með því að það hafi mun fleiri raunverulega sýkst,“ segir Þórólfur. Í næstu viku verður fólki úr slembiúrtaki boðið að koma upp í Íslenska erfðagreiningu og Kári reiknar með að í þar næstu viku ættu niðurstöður að liggja fyrir. Í fyrstu bylgjunni voru um 1200 manns í slembiúrtakinu en nú verða þeir líklega um 500. „Það getur breytt miklu að sjá raunverulega hverjir hafa smitast af veirunni og hverjir ekki, hvað er það stórt hlutfall. Það getur hjálpað mjög mikið við að segja okkur hvað er í vændum, við hverju gætum við búist og þar fram eftir götunum, þannig það verður mjög hjálplegt hvað varðar sóttvarnaráðstafanir og útlit okkar á faraldurinn í framhaldinu, alveg klárlega,“ segir Þórólfur. Hann segir þó enn mikla óvissu þegar kemur að faraldrinum, einna helst vegna ómíkron. „Það er bara svo margt óljóst, við erum bara eins og svo oft áður í þessum faraldri að læra í rauntíma af nýju veiruafbrigði sem hegðar sé öðruvísi og þess vegna getum ekki spáð allt of mikið fram í tímann hvað muni gerast,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. 6. janúar 2022 13:51 Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. 6. janúar 2022 13:51
Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03